„Þetta er ömurleg staða“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2025 19:06 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Stefán Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri Fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar á síðasta ári. Eitt af skilyrðunum í útboðinu var að lögð yrði áhersla á að farþegar vallarins myndu upplifa það sterklega að þeir séu staddir á Íslandi. Þar þyrfti áfram að vera mikið úrval af íslenskum vörum og hönnun en í aðdraganda útboðsins óttuðust íslenskir birgjar og framleiðendur að Fríhöfnin yrði fyllt af erlendum varningi myndi erlent fyrirtæki reka hana. Síðustu vikur hafa forsvarsmenn Heinemann sett sig í samband við íslenska framleiðendur sem hafa selt vörur á flugvellinum. Þeir vilja að framleiðendurnir lækki verð hjá sér verulega, vilji þeir að vörur þeirra verði áfram seldar á flugvellinum. „Til þess að pína niður verð hjá birgjum. Þá hugsar maður að þeir ætli að lækka verð til neytenda. Nei, það er ekki meiningin. Þeir ætla að auka sína framlegð, gera kröfur um framlegð sem eru miklu hærri en myndi gerast í nokkru eðlilegu samkeppnisumhverfi. Kannski 65 til sjötíu prósent. Þar að auki gera þeir kröfur um miklu lengri greiðslufrest sem hefur verulega neikvæð áhrif á fjárstreymi hjá fyrirtækjum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Fyrirtækin verði fyrir stórtjóni, sama hvort þeir samþykki skilmála Heinemann eða ekki. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur. Heinemann rekur einnig fríhafnirnar í Kaupmannahöfn og Ósló. Ólafur segir að þar séu innlend fyrirtæki í erfiðri stöðu. „Við myndum vilja sjá að stjórnvöld gripu þarna inn í og útskýrðu fyrir bæði Isavia og Heinemann að það geti ekki hafa verið meiningin með þessu útboði á Fríhöfninni að þrengja svona rosalega að litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ólafur. Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri Fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar á síðasta ári. Eitt af skilyrðunum í útboðinu var að lögð yrði áhersla á að farþegar vallarins myndu upplifa það sterklega að þeir séu staddir á Íslandi. Þar þyrfti áfram að vera mikið úrval af íslenskum vörum og hönnun en í aðdraganda útboðsins óttuðust íslenskir birgjar og framleiðendur að Fríhöfnin yrði fyllt af erlendum varningi myndi erlent fyrirtæki reka hana. Síðustu vikur hafa forsvarsmenn Heinemann sett sig í samband við íslenska framleiðendur sem hafa selt vörur á flugvellinum. Þeir vilja að framleiðendurnir lækki verð hjá sér verulega, vilji þeir að vörur þeirra verði áfram seldar á flugvellinum. „Til þess að pína niður verð hjá birgjum. Þá hugsar maður að þeir ætli að lækka verð til neytenda. Nei, það er ekki meiningin. Þeir ætla að auka sína framlegð, gera kröfur um framlegð sem eru miklu hærri en myndi gerast í nokkru eðlilegu samkeppnisumhverfi. Kannski 65 til sjötíu prósent. Þar að auki gera þeir kröfur um miklu lengri greiðslufrest sem hefur verulega neikvæð áhrif á fjárstreymi hjá fyrirtækjum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Fyrirtækin verði fyrir stórtjóni, sama hvort þeir samþykki skilmála Heinemann eða ekki. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur. Heinemann rekur einnig fríhafnirnar í Kaupmannahöfn og Ósló. Ólafur segir að þar séu innlend fyrirtæki í erfiðri stöðu. „Við myndum vilja sjá að stjórnvöld gripu þarna inn í og útskýrðu fyrir bæði Isavia og Heinemann að það geti ekki hafa verið meiningin með þessu útboði á Fríhöfninni að þrengja svona rosalega að litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ólafur.
Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00