Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Árni Sæberg skrifar 2. maí 2025 11:55 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Vísir/Einar Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gefur lítið fyrir nýjan ársreikning Reykjavíkurborgar, sem sýnir fram á 4,7 milljarða króna afgang af rekstri samstæðu borgarinnar. „Því miður er ekki hægt að rekja skárri stöðu í rekstri til annars en bókhaldstækni, einskiptistekna og aukinnar skattheimtu og gjaldtöku á borgarana“, segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var til umfjöllunar í borgarráði í dag. Í skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs kemur fram að jákvæða rekstrarniðurstöðu sem nemur 4,7 milljörðum króna, megi helst rekja til aukinna tekna en tekjur hækkuðu um 18 milljarða milli ára, eða sem nemur 10,2 prósent. Hildur bendir á að útsvarsprósentan hafi hækkað um 0,45 prósentustig á kjörtímabilinu og að fasteignamat húsnæðis hafa jafnframt tekið miklum hækkunum. „Ef einunigs er litið til útsvarshækkunar og gríðarlegra hækkana fasteignamats þá hefur skattheimta borgaryfirvalda gagnvart fólki og fyrirtækjum aukist um 12,2 milljarða árlega frá upphafi kjörtímabils.“ Hún segir jákvæðan viðsnúning í rekstri því ekki mega rekja til aðhalds í rekstri, heldur þvert á móti greiði borgarbúar nú stærri hlut sinna ráðstöfunartekna í borgarsjóð. Rúmir tveir milljarðar úr Bílastæðasjóði „Þá er athyglisvert að tekjur Bílastæðasjóðs voru 676 milljónir króna umfram áætlun en heildartekjur sjóðsins, sem aðallega má rekja til bílastæðagjalda og stöðubrotsgjalda, voru tæpir 2,2 milljarðar króna árið 2024. Þessar tekjur samsvara um 45 prósent af þeirri jákvæðu rekstrarniðurstöðu sem okkur er kynnt.“ Hún bætir við að síðustu ár hafi gjaldsvæði bílastæða í miðborg verið stækkað gríðarlega, bílastæðagjöld verið hækkuð og gjaldskyldutími lengdur. „Þessi aukna gjaldheimta á borgarbúa hefur leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs hafa aukist um ríflega 70 prósent á kjörtímabilinu,“ segir Hildur „Það hefur því miður reynst viðkvæði vinstri flokka að seilast sífellt dýpra í sjálfsafla fé fólks og fyrirtækja í samfélaginu. Það sorglega er að þrátt fyrir sífellt aukna skattbyrði fer þjónustan við borgarana versnandi. Hér þarf að tryggja hóflega skattheimtu og gjaldtöku svo standa megi undir öflugri grunnþjónustu. Önnur verkefni þarf að afskrifa svo vinna megi að því að lækka skatta í Reykjavík á næstu árum“, segir Hildur að lokum. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
„Því miður er ekki hægt að rekja skárri stöðu í rekstri til annars en bókhaldstækni, einskiptistekna og aukinnar skattheimtu og gjaldtöku á borgarana“, segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var til umfjöllunar í borgarráði í dag. Í skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs kemur fram að jákvæða rekstrarniðurstöðu sem nemur 4,7 milljörðum króna, megi helst rekja til aukinna tekna en tekjur hækkuðu um 18 milljarða milli ára, eða sem nemur 10,2 prósent. Hildur bendir á að útsvarsprósentan hafi hækkað um 0,45 prósentustig á kjörtímabilinu og að fasteignamat húsnæðis hafa jafnframt tekið miklum hækkunum. „Ef einunigs er litið til útsvarshækkunar og gríðarlegra hækkana fasteignamats þá hefur skattheimta borgaryfirvalda gagnvart fólki og fyrirtækjum aukist um 12,2 milljarða árlega frá upphafi kjörtímabils.“ Hún segir jákvæðan viðsnúning í rekstri því ekki mega rekja til aðhalds í rekstri, heldur þvert á móti greiði borgarbúar nú stærri hlut sinna ráðstöfunartekna í borgarsjóð. Rúmir tveir milljarðar úr Bílastæðasjóði „Þá er athyglisvert að tekjur Bílastæðasjóðs voru 676 milljónir króna umfram áætlun en heildartekjur sjóðsins, sem aðallega má rekja til bílastæðagjalda og stöðubrotsgjalda, voru tæpir 2,2 milljarðar króna árið 2024. Þessar tekjur samsvara um 45 prósent af þeirri jákvæðu rekstrarniðurstöðu sem okkur er kynnt.“ Hún bætir við að síðustu ár hafi gjaldsvæði bílastæða í miðborg verið stækkað gríðarlega, bílastæðagjöld verið hækkuð og gjaldskyldutími lengdur. „Þessi aukna gjaldheimta á borgarbúa hefur leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs hafa aukist um ríflega 70 prósent á kjörtímabilinu,“ segir Hildur „Það hefur því miður reynst viðkvæði vinstri flokka að seilast sífellt dýpra í sjálfsafla fé fólks og fyrirtækja í samfélaginu. Það sorglega er að þrátt fyrir sífellt aukna skattbyrði fer þjónustan við borgarana versnandi. Hér þarf að tryggja hóflega skattheimtu og gjaldtöku svo standa megi undir öflugri grunnþjónustu. Önnur verkefni þarf að afskrifa svo vinna megi að því að lækka skatta í Reykjavík á næstu árum“, segir Hildur að lokum.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira