Körfubolti

Lög­málið: Vil fá Óskar Ó­feig hérna í staðinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mate fékk nóg af tölfræðirausi Leifs.
Mate fékk nóg af tölfræðirausi Leifs.

Það eru engin vettlingatök í Lögmáli leiksins sem verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports 2 í kvöld.

Þeir Mate Dalmay og Leifur Steinn Árnason, sérfræðingar þáttarins, fóru þá í hár saman út af því hver hefði staðið upp úr í rimmu Wolves og Lakers.

„Nú verð ég aðeins að fá að tala. Ef að Leifur ætlar að tölfræðifjatla sig í gegnum allt þá vil ég fá Óskar Ófeig hérna í staðinn,“ sagði Mate hvass er Leifur miðaði mat sitt eingöngu við tölfræðina í einvíginu. Óskar Ófeigur er auðvitað íþróttafréttamaðurinn goðsagnakenndi sem hefur haldið utan um tölfræðí í íslenskum körfubolta í áratugi.

Klippa: Lögmál leiksins: Mate lætur Leif heyra það

„Anthony Edwards smitar út frá sér sjálfstrausti með því að rífa kjaft við LeBron og Luka frá fyrstu mínútu í fyrsta leik. Hrindandi þeim og rífandi kjaft. Það smitar sjálfstrausti í alls konar gaura. Þetta skiptir meira máli en einhver tölfræði.“

Sjá má þessa hressandi umræðu hér að ofan og þátturinn er svo á dagskrá klukkan 20.00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×