Viðskipti innlent

Til IDS á Ís­landi frá Ís­lenskri erfða­greiningu

Atli Ísleifsson skrifar
Steindór Arnar Jónsson.
Steindór Arnar Jónsson. IDS

Steindór Arnar Jónsson hefur verið ráðinn tæknistjóri IDS á Íslandi.

Í tilkynningu segir að Steindór Arnar sé rafmagnstæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hann kemur til IDS frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem hann var forstöðumaður upplýsingatækni, en starfaði áður hjá Advania um langt árabil.

IDS veitir heild­ar­lausn­ir í hug­búnaði og vél­búnaði fyr­ir gagna­ver og hýs­ing­ar­sali vinnustaða.

Haft er eftir Guðbrandi Randveri Sigurðssyni, framkvæmdastjóra IDS á Íslandi, að það sé mikilvægt fyrir ungt og tiltölulega fámennt fyrirtæki að einvalalið sérfræðinga veljist þar til starfa. „Við eigum ársafmæli næsta haust og lögðum mikla áherslu á að fá Steindór Arnar til liðs við okkur. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki um tuttugu ára feril við stjórnun upplýsingatækni og hefur meðal annars djúpa og dýrmæta innsýn í rekstur gagnavera og hvers konar viðfangsefni á sviði skýjalausna,“ er haft eftir Guðbrandi.

IDS á Íslandi er með höfuðstöðvar á Selfossi, en starfsstöð í Reykjavík, og er í eigu sænska upplýsingatæknifyrirtækisins Hexatronic. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru Arion, Alvotech, Becthle, Borealis, DK Software, Icelandair, Íslandsbanki, Háskóli Íslands, Kvika, Landsnet, Orkuveita Reykjavíkur, Rarik, Reiknistofa bankanna og Verne Global.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×