Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. maí 2025 19:30 Arngrímur Ísberg íbúi við Miklubraut. vísir/Sigurjón Íbúi við Miklubraut hefur miklar áhyggjur af því að bifreið, sem stendur óhreyfð við heimili hans og er full af bensínbrúsum, muni springa í loft upp. Hann biðlar til yfirvalda að fjarlægja ökutækið. Umræddur bíll hefur verið óhreyfður á sama stað í rúmlega viku. Hann tekur við af öðrum bíl sem var fjarlægður fyrir skömmu af Heilbrigðiseftirlitinu en sá var einnig fullur af bensínbrúsum. Arngrímur Ísberg, fyrrverandi héraðsdómari og íbúi við Miklubraut, varð var við þann bíl í byrjun apríl og hefur ítrekað vakið athygli á málinu á hverfissíðu á Facebook. „Það var bíll hérna svolítið fyrir ofan sem stóð þarna bara á loftlausum dekkjum. Ég fór að taka eftir því að það var verið að bera í hann brúsa og bera úr honum brúsa til þess að hella á aðra bíla til þess að taka bensín.“ Sama athæfi eigi sér stað við nýja bílinn og dæmi um að fólk afgreiði sig sjálft. Arngrímur segist mjög áhyggjufullur að alvarlegt slys verði í götunni. Aðrir íbúar á svæðinu deila áhyggjum hans. „Þessi drulluklessa hérna ber vitni um það að þetta er nákvæmlega sama kerfið. Þetta er eldhætta, það segir sig náttúrulega sjálft. Svo er náttúrulega þessi sóðaskapur og fyrir utan það þá stendur þessi bíll bara þarna og tekur fullt af stæðum. Það þarf ekki annað en kasta sígarettu stubb í áttina að þessum bíl og þá fuðrar hann upp og næstu bílar líka.“ Hann segist hafa haft samband við slökkviliðið og lögregluna sem aðhafist lítið í málinu og bindur vonir við að Heilbrigðiseftirlitið grípi aftur inn í. „Svo þegar að sóðaskapurinn þarna í kring gekk fram af mér. Þá hringdi ég í slökkviliðið, þeir höfðu nú lítinn áhuga á þessu. Enda kom þeir ekki fyrr en það þarf að slökkva eitthvað. Allaveganna það getur ekki verið að þetta sé neitt ólöglegt fyrst að lögreglan hefur engan áhuga á þessu,“ bætir Arngrímur við háðslega. Reykjavík Bílar Lögreglumál Heilbrigðiseftirlit Olíuþjófnaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Umræddur bíll hefur verið óhreyfður á sama stað í rúmlega viku. Hann tekur við af öðrum bíl sem var fjarlægður fyrir skömmu af Heilbrigðiseftirlitinu en sá var einnig fullur af bensínbrúsum. Arngrímur Ísberg, fyrrverandi héraðsdómari og íbúi við Miklubraut, varð var við þann bíl í byrjun apríl og hefur ítrekað vakið athygli á málinu á hverfissíðu á Facebook. „Það var bíll hérna svolítið fyrir ofan sem stóð þarna bara á loftlausum dekkjum. Ég fór að taka eftir því að það var verið að bera í hann brúsa og bera úr honum brúsa til þess að hella á aðra bíla til þess að taka bensín.“ Sama athæfi eigi sér stað við nýja bílinn og dæmi um að fólk afgreiði sig sjálft. Arngrímur segist mjög áhyggjufullur að alvarlegt slys verði í götunni. Aðrir íbúar á svæðinu deila áhyggjum hans. „Þessi drulluklessa hérna ber vitni um það að þetta er nákvæmlega sama kerfið. Þetta er eldhætta, það segir sig náttúrulega sjálft. Svo er náttúrulega þessi sóðaskapur og fyrir utan það þá stendur þessi bíll bara þarna og tekur fullt af stæðum. Það þarf ekki annað en kasta sígarettu stubb í áttina að þessum bíl og þá fuðrar hann upp og næstu bílar líka.“ Hann segist hafa haft samband við slökkviliðið og lögregluna sem aðhafist lítið í málinu og bindur vonir við að Heilbrigðiseftirlitið grípi aftur inn í. „Svo þegar að sóðaskapurinn þarna í kring gekk fram af mér. Þá hringdi ég í slökkviliðið, þeir höfðu nú lítinn áhuga á þessu. Enda kom þeir ekki fyrr en það þarf að slökkva eitthvað. Allaveganna það getur ekki verið að þetta sé neitt ólöglegt fyrst að lögreglan hefur engan áhuga á þessu,“ bætir Arngrímur við háðslega.
Reykjavík Bílar Lögreglumál Heilbrigðiseftirlit Olíuþjófnaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira