Innlent

Ógnaði ung­mennum með hníf

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
94 mál eru skráð í kerfi lögreglunnar frá því í morgun.
94 mál eru skráð í kerfi lögreglunnar frá því í morgun. Vísir/Vilhelm

Tveir voru handteknir þegar tilkynnt var um mann með hníf á lofti í miðborginni. Maður var sagður hafa ógnað ungmennum með hnífnum. Hinir handteknu eru vistaðir í fangaklefa þar til ástand þeirra leyfir að við þá sé rætt.

Þetta var meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar í dag. Meðal verkefna lögreglumanna á stöð eitt, sem sinnir verkefnum í vesturbæ, miðborginni og Seltjarnarnesi, var að hafa afskipti af öldauðum manni í ökumannssæti bíls sem lagt hafði verið í stæði. Kveikjuláslyklar bílsins voru teknir af honum til að koma í veg fyrir að hann æki af stað í því annarlega ástandi sem hann var í.

Ökumaður var handtekinn grunaður um ölvunarakstur í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og þurfti að aka í veg fyrir hann til að fá hann til að stöðva för sína. Hann var fluttur á lögreglustöð til sýnatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×