Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Atli Ísleifsson skrifar 13. maí 2025 09:57 Þótt maímánuður sé ungur eru vísbendingar um að hækkunartakturinn í langstærstu verslunum, Bónus og Krónunni, sé að róast. Vísir/Vilhelm Verðlag á matvöru hefur hækkað um meira en hálft prósent þriðja mánuðinn í röð, samkvæmt mælingum Verðlagseftirlits ASÍ. Mælingarnar benda til þess að innlend dagvara hækki mun hraðar en erlend. Í tilkynningu frá ASÍ segir að verðlag á dagvöru hafi hækkað um 0,61 prósent milli mars og apríl samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ. Það hafi verið þriðja mánuðinn í röð þar sem verðlag á matvöru hafi hækkað um meira en hálft prósent, sem sé meðalhækkun á matvöru undanfarið ár og jafngildi 6 próenta ársverðhækkun. Þó sé útlit fyrir að hækkanirnar séu að dragast saman að magni og umfangi. „Áhrifin eru að mestu rekjanleg til tveggja þátta. Sá fyrri er hækkun á verðlagi innlendra vörumerkja, en það hefur frá áramótum hækkað mun hraðar en verðlag erlendra vörumerkja. Munurinn á hækkunartaktinum var mestur í janúar og febrúar. Síðari þátturinn er slaknandi verðaðhald hjá Nettó og Kjörbúðinni, sem hafa haldið aftur af verðhækkunum frá miðju síðasta ári en hafa gefið eftir frá áramótum. Verðlækkunin í fyrra hjá Nettó og Kjörbúðinni vegur á móti miklum hækkunum í byrjun þessa árs og er árshækkun hjá þessum tveimur keðjum því í lægri kantinum. Sú verslun sem hækkar mest á milli ára, og þar sem verðlag hækkaði um nær 11% milli janúar og apríl, er Iceland, sem tók í apríl fram úr 10-11 sem dýrasta verslun landsins. Hvorki Iceland né 10-11eru þó veigamiklar í dagvöruvísitölunni. Grænir punktar hækka aftur Hluta af hækkunum dagvöruvísitölunnar síðustu mánuði má rekja til verðbreytinga Kjörbúðarinnar. Í júlí 2024 var hluti af vörum Kjörbúðarinnar merktur með grænum punkti og lækkaður í verði, að meðaltali um 9%. Vörurnar áttu samkvæmt Kjörbúðinni að vera „á sambærilegu verði og í lágvöruverslun“. Undanfarna mánuði hefur verð á vörum sem voru merktar með græna punktinum farið hækkandi að nýju. Stærsta stökkið var upp um 11% í mars. Í apríl hækkaði verð á öllum vörum í Kjörbúðinni að meðaltali um 1,6%. Sumargrillið verður hratt dýrara Verð á nautakjöti hefur hækkað hratt á þessu ári og hafa margar vörur í flokknum hækkað meira á þessu ári (janúar-maí 2025) en á átta mánuðunum þar á undan (maí-janúar 2024). Á grafinu hér að neðan eru birtar vörur í flokknum sem verðlagseftirlitið hefur gögn fyrir hjá Bónus og Krónunni aftur til maí í fyrra. Hækkunin í byrjun þessa árs vegur þungt — og hamborgarar fara ekki varhluta af því. Einnig gæti orðið dýrara að bjóða upp á bernaise-sósu með steikinni. Verð á Stjörnueggjum hækkaði um 9% í maí. Vert er að benda á að verð á Nesbú-eggjum hefur hækkað hægar en uppsöfnuð árshækkun er engu að síður 6,5% að meðaltali í stærstu fjórum verslunarkeðjunum; Bónus, Krónunni, Hagkaup og Nettó. Dregur úr hækkunum í maí Þótt maímánuður sé ungur eru vísbendingar um að hækkunartakturinn í langstærstu verslunum, Bónus og Krónunni, sé að róast. Eftirfarandi graf ber saman hlutfall vara sem hækka í verði í Krónunni milli 8. maí og 8. apríl og svo koll af kolli 8. hvers mánaðar til undirritunar kjarasamninga. Í grafinu fyrir Bónus var stuðst við þá mælingu sem lá næst mánaðarmótum hverju sinni. Greinilegt er að breiðustu verðhækkanirnar komu til milli janúar- og febrúarmælinganna hjá báðum verslunum. Þær hækkanir sem enn eiga sér stað eru því á mjórri grunni nú, þ.e. drifnar áfram af færri vörum. Af stærstu fjórum verslunum landsins er Nettó sú eina sem enn heldur uppi hækkunartakti síðustu tveggja mánaða,“ segir í tilkynningunni. Matvöruverslun Verslun Verðlag Neytendur Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Í tilkynningu frá ASÍ segir að verðlag á dagvöru hafi hækkað um 0,61 prósent milli mars og apríl samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ. Það hafi verið þriðja mánuðinn í röð þar sem verðlag á matvöru hafi hækkað um meira en hálft prósent, sem sé meðalhækkun á matvöru undanfarið ár og jafngildi 6 próenta ársverðhækkun. Þó sé útlit fyrir að hækkanirnar séu að dragast saman að magni og umfangi. „Áhrifin eru að mestu rekjanleg til tveggja þátta. Sá fyrri er hækkun á verðlagi innlendra vörumerkja, en það hefur frá áramótum hækkað mun hraðar en verðlag erlendra vörumerkja. Munurinn á hækkunartaktinum var mestur í janúar og febrúar. Síðari þátturinn er slaknandi verðaðhald hjá Nettó og Kjörbúðinni, sem hafa haldið aftur af verðhækkunum frá miðju síðasta ári en hafa gefið eftir frá áramótum. Verðlækkunin í fyrra hjá Nettó og Kjörbúðinni vegur á móti miklum hækkunum í byrjun þessa árs og er árshækkun hjá þessum tveimur keðjum því í lægri kantinum. Sú verslun sem hækkar mest á milli ára, og þar sem verðlag hækkaði um nær 11% milli janúar og apríl, er Iceland, sem tók í apríl fram úr 10-11 sem dýrasta verslun landsins. Hvorki Iceland né 10-11eru þó veigamiklar í dagvöruvísitölunni. Grænir punktar hækka aftur Hluta af hækkunum dagvöruvísitölunnar síðustu mánuði má rekja til verðbreytinga Kjörbúðarinnar. Í júlí 2024 var hluti af vörum Kjörbúðarinnar merktur með grænum punkti og lækkaður í verði, að meðaltali um 9%. Vörurnar áttu samkvæmt Kjörbúðinni að vera „á sambærilegu verði og í lágvöruverslun“. Undanfarna mánuði hefur verð á vörum sem voru merktar með græna punktinum farið hækkandi að nýju. Stærsta stökkið var upp um 11% í mars. Í apríl hækkaði verð á öllum vörum í Kjörbúðinni að meðaltali um 1,6%. Sumargrillið verður hratt dýrara Verð á nautakjöti hefur hækkað hratt á þessu ári og hafa margar vörur í flokknum hækkað meira á þessu ári (janúar-maí 2025) en á átta mánuðunum þar á undan (maí-janúar 2024). Á grafinu hér að neðan eru birtar vörur í flokknum sem verðlagseftirlitið hefur gögn fyrir hjá Bónus og Krónunni aftur til maí í fyrra. Hækkunin í byrjun þessa árs vegur þungt — og hamborgarar fara ekki varhluta af því. Einnig gæti orðið dýrara að bjóða upp á bernaise-sósu með steikinni. Verð á Stjörnueggjum hækkaði um 9% í maí. Vert er að benda á að verð á Nesbú-eggjum hefur hækkað hægar en uppsöfnuð árshækkun er engu að síður 6,5% að meðaltali í stærstu fjórum verslunarkeðjunum; Bónus, Krónunni, Hagkaup og Nettó. Dregur úr hækkunum í maí Þótt maímánuður sé ungur eru vísbendingar um að hækkunartakturinn í langstærstu verslunum, Bónus og Krónunni, sé að róast. Eftirfarandi graf ber saman hlutfall vara sem hækka í verði í Krónunni milli 8. maí og 8. apríl og svo koll af kolli 8. hvers mánaðar til undirritunar kjarasamninga. Í grafinu fyrir Bónus var stuðst við þá mælingu sem lá næst mánaðarmótum hverju sinni. Greinilegt er að breiðustu verðhækkanirnar komu til milli janúar- og febrúarmælinganna hjá báðum verslunum. Þær hækkanir sem enn eiga sér stað eru því á mjórri grunni nú, þ.e. drifnar áfram af færri vörum. Af stærstu fjórum verslunum landsins er Nettó sú eina sem enn heldur uppi hækkunartakti síðustu tveggja mánaða,“ segir í tilkynningunni.
Matvöruverslun Verslun Verðlag Neytendur Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira