Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar 13. maí 2025 10:31 Það vekur sérstaka athygli þegar fyrrverandi dómsmálaráðherra og lögfræðimenntuð þingkona, Sigríður Á. Andersen, heldur því fram í þættinum Spursmál að eini tilgangur skattlagningar sé að „afla ríkissjóði tekna“ – og að „menn laga ekki siðferði með sköttum“. Það er vissulega gagnlegt að fá áminningu um svona einfalda hagfræðilega nálgun frá þeim sem eitt sinn bar ábyrgð á dómskerfi landsins. Maður skyldi ætla að lögfræðingur – hvað þá fyrrverandi ráðherra – hefði einhverja yfirsýn yfir meginreglur laga, stjórnarskrá og siðferðilegar skyldur stjórnvalda. En annað virðist raunin. Sem borgari og fagmaður í félags- og samfélagsmálum verð ég að mótmæla þessari þröngu og í raun hættulegu sýn á samfélagið. Ríkið er ekki peningavél. Það hefur siðferðislegar skyldur, sérstaklega þegar kemur að ráðstöfun auðlinda og jafnræði í samfélaginu. Skattlagning er ekki bara bókhald – hún er pólitísk og siðferðileg yfirlýsing um hvað við viljum standa fyrir sem samfélag. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 kveður skýrt á um það hlutverk stjórnvalda að gæta jafnræðis og mannréttinda. Í 1. gr. er fjallað um að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn, og í 65. gr. kemur skýrt fram að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Það er ekki hægt að fella þessar grundvallarreglur í einhvers konar pólitískan minimalisma sem gengur út á að „skattur er bara skattur“. Þegar Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, bendir á að veiðigjöld snúist líka um siðferði, þá er hann í raun að minna okkur á að þjóðin á auðlindirnar – ekki útgerðirnar. Þá ber að nýta á sanngjarnan og ábyrgan hátt, þannig að samfélagið í heild njóti góðs af, ekki bara örfáir aðilar sem hafa haft tangarhald á fiskimiðum og áhrif í gegnum valdakerfi landsins. Og já – það er siðferðislegt mál. Af hverju ætti það ekki að vera það? Það sem Sigríður kallar „ranghugmyndir“ eru í raun lýðræðislegar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og félagslegt réttlæti. Ef við förum að líta á allar slíkar kröfur sem „misskilning á hlutverki skatta“, þá höfum við misst sjónar á því hvað ríkið á að vera – samfélagsleg samábyrgð, ekki þjónusta fyrir útvalda. Það er þessi hugsun – að siðferði eigi ekki heima í stjórnmálum eða skattamálum – sem leiðir til vantrausts á stjórnmálamenn og vaxandi fjarlægðar milli almennings og valdhafa. Þegar siðferðileg ábyrgð víkur fyrir markaðslegri hugsun, þá verður lýðræðið veikara. Það er engin tilviljun að slík ummæli koma frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, flokks sem hefur lengi átt í tilfinningasambandi við sérhagsmuni sjávarútvegsins og stundað pólitískt afneitunarferli gagnvart gagnrýni almennings. Það má vera að Sigríður telji skattlagningu ekki vera siðferðilegt mál – en í því felst bæði vanmat og virðingarleysi gagnvart lýðræðislegu samtali, hlutverki stjórnmálamanna og ábyrgð þeirra gagnvart þjóðinni. Stjórnendur bera ekki aðeins lagalega ábyrgð – heldur líka siðferðislega. Og það ætti lögmaður að vita. En í ljósi þess að Sigríður hefur einungis réttindi til að fara með mál í héraðsdómi, þá er það nokkuð víst að hún hafi ekki það gott vald á megininnihaldi laganna og hvernig eigi að túlka þau. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það vekur sérstaka athygli þegar fyrrverandi dómsmálaráðherra og lögfræðimenntuð þingkona, Sigríður Á. Andersen, heldur því fram í þættinum Spursmál að eini tilgangur skattlagningar sé að „afla ríkissjóði tekna“ – og að „menn laga ekki siðferði með sköttum“. Það er vissulega gagnlegt að fá áminningu um svona einfalda hagfræðilega nálgun frá þeim sem eitt sinn bar ábyrgð á dómskerfi landsins. Maður skyldi ætla að lögfræðingur – hvað þá fyrrverandi ráðherra – hefði einhverja yfirsýn yfir meginreglur laga, stjórnarskrá og siðferðilegar skyldur stjórnvalda. En annað virðist raunin. Sem borgari og fagmaður í félags- og samfélagsmálum verð ég að mótmæla þessari þröngu og í raun hættulegu sýn á samfélagið. Ríkið er ekki peningavél. Það hefur siðferðislegar skyldur, sérstaklega þegar kemur að ráðstöfun auðlinda og jafnræði í samfélaginu. Skattlagning er ekki bara bókhald – hún er pólitísk og siðferðileg yfirlýsing um hvað við viljum standa fyrir sem samfélag. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 kveður skýrt á um það hlutverk stjórnvalda að gæta jafnræðis og mannréttinda. Í 1. gr. er fjallað um að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn, og í 65. gr. kemur skýrt fram að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Það er ekki hægt að fella þessar grundvallarreglur í einhvers konar pólitískan minimalisma sem gengur út á að „skattur er bara skattur“. Þegar Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, bendir á að veiðigjöld snúist líka um siðferði, þá er hann í raun að minna okkur á að þjóðin á auðlindirnar – ekki útgerðirnar. Þá ber að nýta á sanngjarnan og ábyrgan hátt, þannig að samfélagið í heild njóti góðs af, ekki bara örfáir aðilar sem hafa haft tangarhald á fiskimiðum og áhrif í gegnum valdakerfi landsins. Og já – það er siðferðislegt mál. Af hverju ætti það ekki að vera það? Það sem Sigríður kallar „ranghugmyndir“ eru í raun lýðræðislegar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og félagslegt réttlæti. Ef við förum að líta á allar slíkar kröfur sem „misskilning á hlutverki skatta“, þá höfum við misst sjónar á því hvað ríkið á að vera – samfélagsleg samábyrgð, ekki þjónusta fyrir útvalda. Það er þessi hugsun – að siðferði eigi ekki heima í stjórnmálum eða skattamálum – sem leiðir til vantrausts á stjórnmálamenn og vaxandi fjarlægðar milli almennings og valdhafa. Þegar siðferðileg ábyrgð víkur fyrir markaðslegri hugsun, þá verður lýðræðið veikara. Það er engin tilviljun að slík ummæli koma frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, flokks sem hefur lengi átt í tilfinningasambandi við sérhagsmuni sjávarútvegsins og stundað pólitískt afneitunarferli gagnvart gagnrýni almennings. Það má vera að Sigríður telji skattlagningu ekki vera siðferðilegt mál – en í því felst bæði vanmat og virðingarleysi gagnvart lýðræðislegu samtali, hlutverki stjórnmálamanna og ábyrgð þeirra gagnvart þjóðinni. Stjórnendur bera ekki aðeins lagalega ábyrgð – heldur líka siðferðislega. Og það ætti lögmaður að vita. En í ljósi þess að Sigríður hefur einungis réttindi til að fara með mál í héraðsdómi, þá er það nokkuð víst að hún hafi ekki það gott vald á megininnihaldi laganna og hvernig eigi að túlka þau. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun