Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. maí 2025 08:37 Fundur forsetanna mun hafa verið stuttur en Trump er staddur í opinberri heimsókn í Miðausturlöndum og verður þar næstu daga. Hvíta húsið Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti í morgun Ahmed al-Sharaa bráðabirgðaforseta Sýrlands, á fundi í Sádi-Arabíu. Fundurinn var ákveðinn með skömmum fyrirvara en áður höfðu Bandaríkjamenn aflétt viðskiptaþvingunum sem settar voru á Sýrland á meðan Bashar Al Assad var við völd í landinu. Honum var steypt af stóli á dögunum af Al Sharaa sem lýsti sig forseta til bráðabirgða. Nokkur óvissa hefur verið um stöðuna í Sýrlandi því Al Sharaa fer fyrir samtökunum Hayat Tahrir al-Sham sem vesturlönd hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Al Sharaa hefur kallað eftir því að þeirri skilgreiningu verði breytt. Á fundinum í morgun voru auk forsetanna tveggja, krónprinsinn í Sádi-Arabíu og Erdogan Tyrklandsforseti. Mikil fagnaðarlæti brutust út í höfuðborg Damaskus eftir að ljóst var að viðskiptabanninu hafði verið aflétt en bannið hefur komið í veg fyrir alla fjárfestingu í landinu en mikil endurreisn er framundan í Sýrlandi eftir áralangt borgarastríð. Samkvæmt talskonu Trumps fór hann fram á það við Sharaa að Sýrland gengi inn í Abraham-samkomulagið og taka upp opinber samskipti við Ísrael. Trump bað Sharaa einnig um að segja erlendum vígamönnum að yfirgefa Sýrland og að vísa palestínskum vígamönnum úr landi. Þá fór Trump fram á það að ríkisstjón Sharaa aðstoðaði við að koma í veg fyrir upprisu Íslamska ríkisins og að ríkið tæki yfir rekstur umdeildra fangabúða fyrir erlenda vígamenn ISIS og fjölskyldur þeirra í austurhluta Sýrlands. Today, President Trump, at the invitation of Crown Prince Mohammed bin Salman, met with Syrian President Ahmad al-Sharaa. President Erdogan of Turkey joined by phone. President Erdogan praised President Trump for lifting sanctions on Syria and committed to working alongside Saudi… pic.twitter.com/0yhyZbQ1o0— Karoline Leavitt (@PressSec) May 14, 2025 Sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil rekið þessar búðir en hafa lengi kvartað yfir því mikla álagi sem fylgir því og hafa þeir sömuleiðis varað við því að árásir séu tíðar of ástandið hafi versnað til muna. Í heildina hafa Kúrdar haldið um 55 þúsund konum og börnum í þessum búðum. Ríkisstjórnir heimaríkja þeirra hafa ekki viljað taka við þeim og því hafa þessar konur og börnin þeirra setið föst í búðunum um árabil. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Sádi-Arabía Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. 12. maí 2025 11:51 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Fundurinn var ákveðinn með skömmum fyrirvara en áður höfðu Bandaríkjamenn aflétt viðskiptaþvingunum sem settar voru á Sýrland á meðan Bashar Al Assad var við völd í landinu. Honum var steypt af stóli á dögunum af Al Sharaa sem lýsti sig forseta til bráðabirgða. Nokkur óvissa hefur verið um stöðuna í Sýrlandi því Al Sharaa fer fyrir samtökunum Hayat Tahrir al-Sham sem vesturlönd hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Al Sharaa hefur kallað eftir því að þeirri skilgreiningu verði breytt. Á fundinum í morgun voru auk forsetanna tveggja, krónprinsinn í Sádi-Arabíu og Erdogan Tyrklandsforseti. Mikil fagnaðarlæti brutust út í höfuðborg Damaskus eftir að ljóst var að viðskiptabanninu hafði verið aflétt en bannið hefur komið í veg fyrir alla fjárfestingu í landinu en mikil endurreisn er framundan í Sýrlandi eftir áralangt borgarastríð. Samkvæmt talskonu Trumps fór hann fram á það við Sharaa að Sýrland gengi inn í Abraham-samkomulagið og taka upp opinber samskipti við Ísrael. Trump bað Sharaa einnig um að segja erlendum vígamönnum að yfirgefa Sýrland og að vísa palestínskum vígamönnum úr landi. Þá fór Trump fram á það að ríkisstjón Sharaa aðstoðaði við að koma í veg fyrir upprisu Íslamska ríkisins og að ríkið tæki yfir rekstur umdeildra fangabúða fyrir erlenda vígamenn ISIS og fjölskyldur þeirra í austurhluta Sýrlands. Today, President Trump, at the invitation of Crown Prince Mohammed bin Salman, met with Syrian President Ahmad al-Sharaa. President Erdogan of Turkey joined by phone. President Erdogan praised President Trump for lifting sanctions on Syria and committed to working alongside Saudi… pic.twitter.com/0yhyZbQ1o0— Karoline Leavitt (@PressSec) May 14, 2025 Sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil rekið þessar búðir en hafa lengi kvartað yfir því mikla álagi sem fylgir því og hafa þeir sömuleiðis varað við því að árásir séu tíðar of ástandið hafi versnað til muna. Í heildina hafa Kúrdar haldið um 55 þúsund konum og börnum í þessum búðum. Ríkisstjórnir heimaríkja þeirra hafa ekki viljað taka við þeim og því hafa þessar konur og börnin þeirra setið föst í búðunum um árabil.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Sádi-Arabía Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. 12. maí 2025 11:51 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. 12. maí 2025 11:51