Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. maí 2025 19:04 Íbúðin er í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem er merkt fyrri eigendum, orlofsnefnd húsmæðra. vísir/bjarni Leigusali á Hverfisgötu segist tala fyrir daufum eyrum lögreglu og Reykjavíkurborgar vegna íbúa í húsnæði á vegum borgarinnar sem haldi nágrönnum í heljargreipum. Leigusalinn hafi sjálfur titrað af hræðslu í samskiptum sínum við manninn. Íbúar á Hverfisgötu lýsa ófremdarástandi vegna manns sem haldi þeim í heljargreipum. Maðurinn býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar en húsið er merkt fyrri eigendum, orlofsnefnd húsmæðra. Að þeirra mati ætti maðurinn að vera vistaður á stofnun og er um tifandi tímasprengju að ræða. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu. Hann var fyrir tveimur vikum handtekinn vegna gruns um að hafa frelsissvipt ferðamann og haldið honum nauðugum í íbúðinni í nokkra klukkutíma. Í framhaldinu var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald, en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi fyrir skömmu. Starði á hann inn um gluggann Verjandi Sigurðar sagði í samtali við fréttastofu fyrir tveimur vikum að Sigurður glími við geðrænan vanda. Hann væri bæði hættulegur sjálfum sér og öðrum. Nágrannar Sigurðar sem fréttastofa ræddi við báðust undan því að koma fram undir nafni af ótta um líf sitt og limi. Þau sögðu óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspekktir úti á götu. Stanslaust partýstand og slagsmál væru í íbúðinni. Einn íbúi hafði hringt fimmtán sinnum á lögregluna frá því í janúar án þess að nokkuð hafi verið aðhafst. Í gær vaknaði annar íbúi við að Sigurður hafði klifrað upp á skúr við húsið og starað á hann inn um gluggann. Fyrir um tveimur vikum vaknaði sami maður við að sérsveitin var í garði hans vegna fyrrnefndrar frelsissviptingar. „Ég bara titraði“ Leigusali nágranna Sigurðar á Hverfisgötu segir ástandið ólíðandi. Sigurður hafi sjálfur ógnað honum eftir stutt samtal. Hræðsluástand ríki meðal íbúa í grenndinni. „Síðan labba ég upp Hverfisgötuna og upp sundið þarna og þá kemur hann stökkvandi á eftir mér og hótar mér.“ Hvernig leið þér? „Illa, mjög illa. Ég var lengi að jafna mig eftir þetta og ég bara titraði. Það var bara heppni að hann sló mig ekki eða gerði eitthvað meira.“ Talar fyrir daufum eyrum Hann hafi hringt í lögregluna en talað fyrir daufum eyrum. Sömu sögu sé að segja um samskipti hans við Reykjavíkurborg. „Lögmaðurinn hans og Guðmundur Þóroddsson [formaður Afstöðu] telja hann ekki hæfan til að vera hérna, búandi einan hérna.“ Hvað vilt þú sjá gert? „Að honum sé fundið eitthvað annað húsnæði, inn á einhverja stofnun eða hvernig sem er. Eitthvað viðeigandi úrræði? „Já en það er ekki mitt að finna honum úrræði. Hann á ekki heima hérna því miður.“ Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Íbúar á Hverfisgötu lýsa ófremdarástandi vegna manns sem haldi þeim í heljargreipum. Maðurinn býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar en húsið er merkt fyrri eigendum, orlofsnefnd húsmæðra. Að þeirra mati ætti maðurinn að vera vistaður á stofnun og er um tifandi tímasprengju að ræða. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu. Hann var fyrir tveimur vikum handtekinn vegna gruns um að hafa frelsissvipt ferðamann og haldið honum nauðugum í íbúðinni í nokkra klukkutíma. Í framhaldinu var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald, en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi fyrir skömmu. Starði á hann inn um gluggann Verjandi Sigurðar sagði í samtali við fréttastofu fyrir tveimur vikum að Sigurður glími við geðrænan vanda. Hann væri bæði hættulegur sjálfum sér og öðrum. Nágrannar Sigurðar sem fréttastofa ræddi við báðust undan því að koma fram undir nafni af ótta um líf sitt og limi. Þau sögðu óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspekktir úti á götu. Stanslaust partýstand og slagsmál væru í íbúðinni. Einn íbúi hafði hringt fimmtán sinnum á lögregluna frá því í janúar án þess að nokkuð hafi verið aðhafst. Í gær vaknaði annar íbúi við að Sigurður hafði klifrað upp á skúr við húsið og starað á hann inn um gluggann. Fyrir um tveimur vikum vaknaði sami maður við að sérsveitin var í garði hans vegna fyrrnefndrar frelsissviptingar. „Ég bara titraði“ Leigusali nágranna Sigurðar á Hverfisgötu segir ástandið ólíðandi. Sigurður hafi sjálfur ógnað honum eftir stutt samtal. Hræðsluástand ríki meðal íbúa í grenndinni. „Síðan labba ég upp Hverfisgötuna og upp sundið þarna og þá kemur hann stökkvandi á eftir mér og hótar mér.“ Hvernig leið þér? „Illa, mjög illa. Ég var lengi að jafna mig eftir þetta og ég bara titraði. Það var bara heppni að hann sló mig ekki eða gerði eitthvað meira.“ Talar fyrir daufum eyrum Hann hafi hringt í lögregluna en talað fyrir daufum eyrum. Sömu sögu sé að segja um samskipti hans við Reykjavíkurborg. „Lögmaðurinn hans og Guðmundur Þóroddsson [formaður Afstöðu] telja hann ekki hæfan til að vera hérna, búandi einan hérna.“ Hvað vilt þú sjá gert? „Að honum sé fundið eitthvað annað húsnæði, inn á einhverja stofnun eða hvernig sem er. Eitthvað viðeigandi úrræði? „Já en það er ekki mitt að finna honum úrræði. Hann á ekki heima hérna því miður.“
Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira