Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 12:52 Christopher G. Cavoli, yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins, og Erin Sawyer, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ásamt samráðshópi þingmanna um mótun stefnu Íslands í öryggis- og varnarmálum. Stjórnarráðið Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Þorgerður Katrín hafi gert Cavoli grein fyrir aukinni áherslu íslenskra stjórnvalda á öryggis- og varnarmál og yfirstandandi stefnumótavinnu. Þau eru einnig sögð hafa rætt horfur í öryggismálum og varnarviðbúnaði NATO. Cavoli fundaði einnig með samráðshópi þingmanna sem vinna að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum á Íslandi. Þá hitti hann skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og kynnti sér aðstæður á öryggissvæðinu í Keflavík. „Það var afar kærkomið að fá Cavoli hershöfðingja til Íslands á þessum tímapunkti, einmitt þegar vinna við að móta stefnu Íslands í varnarmálum stendur yfir,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu í tilkynningunni. „Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á aðstæðum á Norður-Atlantshafi og nýtist okkur vel.“ Fregnir bárust af því í mars að innan veggja Hvíta hússins væri til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna og til greina kæmi að Bandaríkin létu stöðu SACEUR af hendi. Bandarískur herforingi hefur ætíð stýrt herafla NATO. Síðan þá hafa ráðamenn í Bandaríkjunum ekki viljað útiloka þetta en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og hans ráðgjafar hafa verið harðorðir í garð bandalagsríkja Bandaríkjanna í Evrópu. Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Þorgerður Katrín hafi gert Cavoli grein fyrir aukinni áherslu íslenskra stjórnvalda á öryggis- og varnarmál og yfirstandandi stefnumótavinnu. Þau eru einnig sögð hafa rætt horfur í öryggismálum og varnarviðbúnaði NATO. Cavoli fundaði einnig með samráðshópi þingmanna sem vinna að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum á Íslandi. Þá hitti hann skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og kynnti sér aðstæður á öryggissvæðinu í Keflavík. „Það var afar kærkomið að fá Cavoli hershöfðingja til Íslands á þessum tímapunkti, einmitt þegar vinna við að móta stefnu Íslands í varnarmálum stendur yfir,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu í tilkynningunni. „Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á aðstæðum á Norður-Atlantshafi og nýtist okkur vel.“ Fregnir bárust af því í mars að innan veggja Hvíta hússins væri til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna og til greina kæmi að Bandaríkin létu stöðu SACEUR af hendi. Bandarískur herforingi hefur ætíð stýrt herafla NATO. Síðan þá hafa ráðamenn í Bandaríkjunum ekki viljað útiloka þetta en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og hans ráðgjafar hafa verið harðorðir í garð bandalagsríkja Bandaríkjanna í Evrópu.
Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira