Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 16:33 Cassie Ventura og Sean „Diddy“ Combs, á frumsýningu í Los Angeles árið 2017. AP/Chris Pizzello Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, hefur í dag þurft að svara spurningum lögmanna Diddy, eftir að hafa svarað saksóknurum síðustu tvo daga. Lögmennirnir hafa meðal annars látið hana lesa upp kynferðisleg skilaboð sem hún sendi á Diddy í gegnum árin. Samband þeirra hófst fyrir tæpum átján árum, eða árið 2007, þegar Cassie var 21 árs gömul. Vitnaleiðsla lögmanna Diddy hófst á því að Cassie var látin lesa upp tölvupósta og önnur skilaboð sem þau sendu sín á milli, þar sem þau töluðu vel um hvort annað. Söngkonan sagði að Diddy hefði verið mjög sjarmerandi og sagðist hafa orðið ástfangin af honum. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie hefur varið síðustu tveimur dögum í að segja frá umfangsmiklum kynlífsathöfnum eða partíum sem Diddy hélt reglulega og segir hann hafa þvingað sig til þátttöku. Hún sagði Diddy hafa notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Þetta mun hafa staðið yfir um árabil. Bað um hlé milli spurninga Í dómsal í dag var Cassie meðal annars látin lesa tölvupóst frá 2010, þar sem hún kvartaði við Diddy yfir því að hann sýndi henni ekki næga athygli. Hún vildi ekki peninga frá honum, heldur athygli hans. Eftir það las hún skilaboð þeirra á milli frá 2009, þar sem Diddy spurði hana hvenær hún væri til í kynlífspartí. Hún svaraði á þann veg að hún væri alltaf tilbúin í slíkt. Markmið lögmanna Diddy virðist vera að sýna fram á að Cassie hafi verið viljugur þátttakandi í svallinu. Í þessum skilaboðum talaði hún meðal annars, samkvæmt vakt AP fréttaveitunnar, um hvað hana langaði að gera í svalli og síðar var hún látin lesa skilaboð þar sem hún bað Diddy um nánara samband. Hún þyrfti að líta á hann sem sinn mann til að geta orðið opnari fyrir því sem þau gerðu í svefnherberginu, eða hótelherbergjum víða um Bandaríkin. Á einum tímapunkti bað Cassie dómarann um hlé þegar kynferðisleg skilaboð þeirra voru sýnd í dómsal. Það var samþykkt. Þegar vitnaleiðslurnar höfðu staðið yfir í rúmar tvær mínútur spurði lögmaður Diddy hvort Cassie þætti sanngjarnt að segja að hún hefði gert út af við feril Diddys þegar hún höfðaði mál gegn honum í nóvember 2023 og opinberaði tilvist þessara kynlífspartía. Hún sagðist alveg geta samþykkt það. Vitnaleiðslurnar stóðu enn yfir þegar fréttin er birt. Bandaríkin Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Samband þeirra hófst fyrir tæpum átján árum, eða árið 2007, þegar Cassie var 21 árs gömul. Vitnaleiðsla lögmanna Diddy hófst á því að Cassie var látin lesa upp tölvupósta og önnur skilaboð sem þau sendu sín á milli, þar sem þau töluðu vel um hvort annað. Söngkonan sagði að Diddy hefði verið mjög sjarmerandi og sagðist hafa orðið ástfangin af honum. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie hefur varið síðustu tveimur dögum í að segja frá umfangsmiklum kynlífsathöfnum eða partíum sem Diddy hélt reglulega og segir hann hafa þvingað sig til þátttöku. Hún sagði Diddy hafa notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Þetta mun hafa staðið yfir um árabil. Bað um hlé milli spurninga Í dómsal í dag var Cassie meðal annars látin lesa tölvupóst frá 2010, þar sem hún kvartaði við Diddy yfir því að hann sýndi henni ekki næga athygli. Hún vildi ekki peninga frá honum, heldur athygli hans. Eftir það las hún skilaboð þeirra á milli frá 2009, þar sem Diddy spurði hana hvenær hún væri til í kynlífspartí. Hún svaraði á þann veg að hún væri alltaf tilbúin í slíkt. Markmið lögmanna Diddy virðist vera að sýna fram á að Cassie hafi verið viljugur þátttakandi í svallinu. Í þessum skilaboðum talaði hún meðal annars, samkvæmt vakt AP fréttaveitunnar, um hvað hana langaði að gera í svalli og síðar var hún látin lesa skilaboð þar sem hún bað Diddy um nánara samband. Hún þyrfti að líta á hann sem sinn mann til að geta orðið opnari fyrir því sem þau gerðu í svefnherberginu, eða hótelherbergjum víða um Bandaríkin. Á einum tímapunkti bað Cassie dómarann um hlé þegar kynferðisleg skilaboð þeirra voru sýnd í dómsal. Það var samþykkt. Þegar vitnaleiðslurnar höfðu staðið yfir í rúmar tvær mínútur spurði lögmaður Diddy hvort Cassie þætti sanngjarnt að segja að hún hefði gert út af við feril Diddys þegar hún höfðaði mál gegn honum í nóvember 2023 og opinberaði tilvist þessara kynlífspartía. Hún sagðist alveg geta samþykkt það. Vitnaleiðslurnar stóðu enn yfir þegar fréttin er birt.
Bandaríkin Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira