Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2025 08:42 Marco Rubio er mættur til Tyrklands. AP/Khalil Hamra Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. Samningamenn Rússlands og Úkraínu hittast í Istanbúl á næstu klukkustundum ásamt fulltrúa Bandaríkjanna, en það eru gestgjafar Tyrkja sem leiða viðræðurnar. Fram kemur í umfjöllun BBC að nú sé hins vegar hafinn þríhliða fundur sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Tyrklands í Dolmabahce-höllinni í Istanbúl. Á fundinum eru Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Keith Kellogg, erindreki Trumps gagnvart Úkraínu, Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu og Andriy Yermak, yfirmaður forsetaskrifstofu Selenskí, auk Hakans Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands. Fjölmiðlar fylgjast grannt með gangi mála í Tyrklandi þessa vikuna.Getty/Burak Kara Rubio sagði í gær að hann hefði „ekki miklar væntingar“ til viðræðnanna á milli Rússlands og Úkraínu í dag. Væntingarnar eru almennt sagðar í lágmarki en í gær sagði Trump Bandaríkjaforseti að engin hreyfing myndi komast á viðræðurnar fyrr en hann sjálfur myndi hitta Pútín í persónu. Í morgun sagði Trump að hann vilji hitta Pútín sem fyrst. Sendinefndir í stað forsetanna Í aðdraganda viðræðnanna sem fram eiga að fara í dag hafði Pútín lagt til að viðræður við Úrkaínu færu fram í Tyrklandi. Því svaraði Selenskí með því að skora á Pútín að hitta sig í persónu, hann myndi sjálfur mæta til Tyrklands í dag til að eiga samtal við Pútín. Ekki vildi Pútín verða við því og í staðinn senda þeir báðir sendinefndir. Selenskí sagðist fyrr í vikunni hafa ákveðið að senda erindreka á fund við rússneska sendinefnt þótt Pútín hafi ákveðið að senda lágt setta erindreka. Það sagðist Selenskí hafa gert af virðingu við Donald Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Hann hafi litla sem enga trú á raunverulegum friðarvilja Rússa á meðan þeir séu ekki einu sinni reiðubúnir að fallast á vopnahlé. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tyrkland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Samningamenn Rússlands og Úkraínu hittast í Istanbúl á næstu klukkustundum ásamt fulltrúa Bandaríkjanna, en það eru gestgjafar Tyrkja sem leiða viðræðurnar. Fram kemur í umfjöllun BBC að nú sé hins vegar hafinn þríhliða fundur sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Tyrklands í Dolmabahce-höllinni í Istanbúl. Á fundinum eru Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Keith Kellogg, erindreki Trumps gagnvart Úkraínu, Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu og Andriy Yermak, yfirmaður forsetaskrifstofu Selenskí, auk Hakans Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands. Fjölmiðlar fylgjast grannt með gangi mála í Tyrklandi þessa vikuna.Getty/Burak Kara Rubio sagði í gær að hann hefði „ekki miklar væntingar“ til viðræðnanna á milli Rússlands og Úkraínu í dag. Væntingarnar eru almennt sagðar í lágmarki en í gær sagði Trump Bandaríkjaforseti að engin hreyfing myndi komast á viðræðurnar fyrr en hann sjálfur myndi hitta Pútín í persónu. Í morgun sagði Trump að hann vilji hitta Pútín sem fyrst. Sendinefndir í stað forsetanna Í aðdraganda viðræðnanna sem fram eiga að fara í dag hafði Pútín lagt til að viðræður við Úrkaínu færu fram í Tyrklandi. Því svaraði Selenskí með því að skora á Pútín að hitta sig í persónu, hann myndi sjálfur mæta til Tyrklands í dag til að eiga samtal við Pútín. Ekki vildi Pútín verða við því og í staðinn senda þeir báðir sendinefndir. Selenskí sagðist fyrr í vikunni hafa ákveðið að senda erindreka á fund við rússneska sendinefnt þótt Pútín hafi ákveðið að senda lágt setta erindreka. Það sagðist Selenskí hafa gert af virðingu við Donald Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Hann hafi litla sem enga trú á raunverulegum friðarvilja Rússa á meðan þeir séu ekki einu sinni reiðubúnir að fallast á vopnahlé.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tyrkland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira