Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2025 11:33 James Comey árið 2018. EPA/MICHAEL REYNOLDS James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. Comey er nú til rannsóknar hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna og lífvörðum forsetans vegna myndbirtingarinnar. Kash Patel, núverandi yfirmaður FBI hefur heitið því að stofnunin muni styðja rannsóknina, samkvæmt frétt Washington Post. Mynd þessi sýnir skeljar sem búið var að raða upp í sandi svo þær mynduðu „86 47“. Með myndinni skrifaði Comey: „Flottar skeljar í göngutúrnum mínum.“. Þessa mynd hafa stuðningsmenn Trumps túlkað sem ákall eftir ofbeldi gegn forsetanum. Myndin sem James Comey birti á Instagram. Donald Trump er 45. og 47. forseti Bandaríkjanna, en talan 86 hefur af stuðningsmönnum Trumps verið túlkuð sem ákall eftir því að hann verði myrtur. Uppruna þessarar túlkunar má rekja til þess að 86 var notað í þjónustugeiranum um viðskiptavini sem neita átti um þjónustu, vísa á brott eða fjarlæga frá tilteknum stöðum, samkvæmt orðabók Mirriam Webster. Í seinni tíð hefur það að „86a" einhvern verið notað, en þó sjaldan, um það að myrða fólk. Oftast er 86 þó notað í því samhengi að losna við einhvern. Comey tók færsluna út og birti aðra þar sem hann sagðist hafa talið að skeljarnar væru pólitísk skilaboð en hann hefði ekki áttað sig á því að fólk tengdi þessar tölur við ofbeldi. Því hafi hann fjarlægt færsluna. Kristi L. Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, sakaði Comey í gær um að kalla eftir því að Trump yrði myrtur. Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, lýsti því svo yfir í viðtali á Fox News í gær að Comey ætti að vera í fangelsi vegna myndbirtingarinnar. Watters: Do you believe Comey should be in jail?Gabbard: I do… Comey, in my view, should be held accountable and put behind bars for this pic.twitter.com/qafhtUJP7a— Acyn (@Acyn) May 16, 2025 James Blair, starfsmaður Trumps í Hvíta húsinu, setti mynd Comey í samhengi við ferðalag forsetans um Mið-Austurlönd. Sakaði hann Comey um að senda út ákall til hryðjuverkahópa og óvineittra ríkja um að myrða Trump á ferðalaginu. Trump yngri, sonur forsetans, hefur sömuleiðis sakað Comey um að kalla eftir því að Trump verði myrtur. Hefur lengi verið illa við Comey Trump hefur lengi haft horn í síðu Comeys og hann hefur um árabil verið fyrirlitinn af Trump-liðum. Forsetinn rak Comey árið 2017, þegar FBI var að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og meinta aðkomu framboðs Trupms af þeim afskiptum. Trump var einnig reiður út í Comey fyrir að rannsaka ekki Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans árið 2016, fyrir hina ýmsu glæpi sem Trump hefur sakað hana um og þá sérstaklega notkun hennar á einkavefþjóni fyrir opinbera tölvupósta. Trump hefur eins og frægt er lengi haldið því fram að hún hefði átt að fara í fangelsi vegna þessa. Donald Trupm í herstöð Bandaríkjanna í Katar.AP/Alex Brandon Árið 2018 gaf Comey út bók og reiddist Trump honum verulega vegna hennar. Þá kallaði Trump Comey eðal annars slímugan, óþokka, útsmoginn og heimskan. Sjá einnig: Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Sjálfur hefur Trump ítrekað í gegnum árin verið sakaður um að kalla eftir ofbeldi gegn andstæðingum hans og óvinum og hefur hann jafnvel sagt það berum orðum. Hann hefur til að mynda sakað Comey um landráð, en hægt er að refsa fyrir landráð með dauðarefsingu. Hann hefur kallað eftir aftöku Mark A. Milley, fyrrverandi formanns herforingjaráðs Bandaríkjanna, og gefið í skyn að Liz Cheny, fyrrverandi þingkona Repúblikanaflokksins, ætti að mæta aftökusveit. Á síðustu dögum hans í embætti náðaði Joe Biden þau tvö, auk annarra, með því markmiði að Trump reyndi ekki að refsa þeim. Í kosningabaráttunni 2016 sagði Trump á fundi að ef Hillary Clinton yrðu kjörinn forseti og fengi að skipa dómara í embætti í Bandaríkjunum, yrði ekkert hægt að gera. Byssueigendur gætu þó mögulega gert eitthvað. Uppfært: Trump hefur tjáð sig um málið. Hann segir það ljóst að Comey hafi kallað eftir því að hann yrði myrtur. Trump sagðist þó ekki vilja segja hvert framhaldið ætti að vera, það væri á borði "Pam", sem er Pam Boni, dómsmálaráðherra. Hann gaf þó í skyn að Comey ætti ekki að fá neina miskun. Trump on Comey: "He knew exactly what that meant ... it meant assassination. It says it loud and clear ... he's calling for the assassination of the president ... it's gonna be up to Pam ... he's a dirty cop." pic.twitter.com/fCkHnoXFjF— Aaron Rupar (@atrupar) May 16, 2025 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakamálarannsóknin sneri að Trump sjálfum Sérstakur rannsakandi sem William Barr, dómsmálaráðherra Donalds Trumps, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu, rannsakaði Trump sjálfan um tíma. 27. janúar 2023 12:25 Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29 Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. 13. maí 2020 15:57 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Comey er nú til rannsóknar hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna og lífvörðum forsetans vegna myndbirtingarinnar. Kash Patel, núverandi yfirmaður FBI hefur heitið því að stofnunin muni styðja rannsóknina, samkvæmt frétt Washington Post. Mynd þessi sýnir skeljar sem búið var að raða upp í sandi svo þær mynduðu „86 47“. Með myndinni skrifaði Comey: „Flottar skeljar í göngutúrnum mínum.“. Þessa mynd hafa stuðningsmenn Trumps túlkað sem ákall eftir ofbeldi gegn forsetanum. Myndin sem James Comey birti á Instagram. Donald Trump er 45. og 47. forseti Bandaríkjanna, en talan 86 hefur af stuðningsmönnum Trumps verið túlkuð sem ákall eftir því að hann verði myrtur. Uppruna þessarar túlkunar má rekja til þess að 86 var notað í þjónustugeiranum um viðskiptavini sem neita átti um þjónustu, vísa á brott eða fjarlæga frá tilteknum stöðum, samkvæmt orðabók Mirriam Webster. Í seinni tíð hefur það að „86a" einhvern verið notað, en þó sjaldan, um það að myrða fólk. Oftast er 86 þó notað í því samhengi að losna við einhvern. Comey tók færsluna út og birti aðra þar sem hann sagðist hafa talið að skeljarnar væru pólitísk skilaboð en hann hefði ekki áttað sig á því að fólk tengdi þessar tölur við ofbeldi. Því hafi hann fjarlægt færsluna. Kristi L. Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, sakaði Comey í gær um að kalla eftir því að Trump yrði myrtur. Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, lýsti því svo yfir í viðtali á Fox News í gær að Comey ætti að vera í fangelsi vegna myndbirtingarinnar. Watters: Do you believe Comey should be in jail?Gabbard: I do… Comey, in my view, should be held accountable and put behind bars for this pic.twitter.com/qafhtUJP7a— Acyn (@Acyn) May 16, 2025 James Blair, starfsmaður Trumps í Hvíta húsinu, setti mynd Comey í samhengi við ferðalag forsetans um Mið-Austurlönd. Sakaði hann Comey um að senda út ákall til hryðjuverkahópa og óvineittra ríkja um að myrða Trump á ferðalaginu. Trump yngri, sonur forsetans, hefur sömuleiðis sakað Comey um að kalla eftir því að Trump verði myrtur. Hefur lengi verið illa við Comey Trump hefur lengi haft horn í síðu Comeys og hann hefur um árabil verið fyrirlitinn af Trump-liðum. Forsetinn rak Comey árið 2017, þegar FBI var að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og meinta aðkomu framboðs Trupms af þeim afskiptum. Trump var einnig reiður út í Comey fyrir að rannsaka ekki Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans árið 2016, fyrir hina ýmsu glæpi sem Trump hefur sakað hana um og þá sérstaklega notkun hennar á einkavefþjóni fyrir opinbera tölvupósta. Trump hefur eins og frægt er lengi haldið því fram að hún hefði átt að fara í fangelsi vegna þessa. Donald Trupm í herstöð Bandaríkjanna í Katar.AP/Alex Brandon Árið 2018 gaf Comey út bók og reiddist Trump honum verulega vegna hennar. Þá kallaði Trump Comey eðal annars slímugan, óþokka, útsmoginn og heimskan. Sjá einnig: Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Sjálfur hefur Trump ítrekað í gegnum árin verið sakaður um að kalla eftir ofbeldi gegn andstæðingum hans og óvinum og hefur hann jafnvel sagt það berum orðum. Hann hefur til að mynda sakað Comey um landráð, en hægt er að refsa fyrir landráð með dauðarefsingu. Hann hefur kallað eftir aftöku Mark A. Milley, fyrrverandi formanns herforingjaráðs Bandaríkjanna, og gefið í skyn að Liz Cheny, fyrrverandi þingkona Repúblikanaflokksins, ætti að mæta aftökusveit. Á síðustu dögum hans í embætti náðaði Joe Biden þau tvö, auk annarra, með því markmiði að Trump reyndi ekki að refsa þeim. Í kosningabaráttunni 2016 sagði Trump á fundi að ef Hillary Clinton yrðu kjörinn forseti og fengi að skipa dómara í embætti í Bandaríkjunum, yrði ekkert hægt að gera. Byssueigendur gætu þó mögulega gert eitthvað. Uppfært: Trump hefur tjáð sig um málið. Hann segir það ljóst að Comey hafi kallað eftir því að hann yrði myrtur. Trump sagðist þó ekki vilja segja hvert framhaldið ætti að vera, það væri á borði "Pam", sem er Pam Boni, dómsmálaráðherra. Hann gaf þó í skyn að Comey ætti ekki að fá neina miskun. Trump on Comey: "He knew exactly what that meant ... it meant assassination. It says it loud and clear ... he's calling for the assassination of the president ... it's gonna be up to Pam ... he's a dirty cop." pic.twitter.com/fCkHnoXFjF— Aaron Rupar (@atrupar) May 16, 2025
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakamálarannsóknin sneri að Trump sjálfum Sérstakur rannsakandi sem William Barr, dómsmálaráðherra Donalds Trumps, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu, rannsakaði Trump sjálfan um tíma. 27. janúar 2023 12:25 Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29 Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. 13. maí 2020 15:57 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Sakamálarannsóknin sneri að Trump sjálfum Sérstakur rannsakandi sem William Barr, dómsmálaráðherra Donalds Trumps, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu, rannsakaði Trump sjálfan um tíma. 27. janúar 2023 12:25
Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29
Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. 13. maí 2020 15:57