Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. maí 2025 14:04 Gunnar E. Sigurbjörnsson formaður Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi segir mikilvægt að hafa í huga að sveitarfélögin koma að fjármögun íþróttafélaganna á Íslandi og hver þeirra lýðheilumarkmið eru. Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúar telja óheillaskref að farið sé að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Mikilvægt sé að umræða fari fram um þetta og að sveitarfélögin komi að henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. Áfengissala í tengslum við kappleiki íþróttafélaganna hefur aukist hratt síðustu ár. Á íþróttaþingi ÍSÍ sem hófst í dag verður rædd tillaga frá íþróttabandalögum Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Þar óska þau eftir því að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. Bandalögin líkja aðstæðum sem hafa skapast í kringum áfengissöluna við villta vestrið. Þá er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Gunnar E. Sigurbjörnsson formaður Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi segir þá sem starfa með ungmennum hafa miklar áhyggjur af sölu áfengis í kringum íþróttaleiki en félagið hefur meðal annars ályktað um málið. „Við teljum að þetta sé óheillaskref. Við teljum að þetta séu röng skilaboð að selja áfengi í kringum íþróttakappleiki þar sem er verið að ýta undir það að börn og fjölskyldur komi saman og styðja við sín lið og taka þátt í stemningunni.“ Hann fangar því að málið verði rætt á íþróttaþingi ÍSÍ en mikilvægt séu að fleiri komi að umræðunni. Þannig þurfi sveitarfélögin að vera með í henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. „Kannski er verið að bera saman íþróttakappleiki hér við það sem við erum að fylgjast með í sjónvarpinu. Stemningunni á leikjum í enska boltanum og í knattspyrnunni út um allt. Munurinn hér er stór stuðningur, helsta fjármögnun íþróttafélaganna er stuðningur frá sveitarfélögunum í landinu. Það er mjög oft þannig að sveitarfélögin byggja upp aðstöðuna og eru að styðja bæði með beinum fjárútlátum og óbeinum.“ Spyrja hver sé stefna sveitarfélaganna sé og hvort það samræmist lýðheilsumarkmiðum þeirra að gera áfengisdrykkju á leikjum hátt undir höfði. „Það er ekki verið að bera saman epli og epli í þessu. Það er öðruvísi kerfi hér heldur en hjá mörgum sem við erum að bera okkur saman við. Þannig við viljum bara að það sé tekið tillit til þess hver sérstaðan er hér og áhrif á þessa aðila sem eru þarna í kring. Sérstaklega á börn og ungmenni og fjölskyldur.“ Áfengi ÍSÍ Reykjavík Reykjanesbær Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Áfengissala í tengslum við kappleiki íþróttafélaganna hefur aukist hratt síðustu ár. Á íþróttaþingi ÍSÍ sem hófst í dag verður rædd tillaga frá íþróttabandalögum Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Þar óska þau eftir því að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. Bandalögin líkja aðstæðum sem hafa skapast í kringum áfengissöluna við villta vestrið. Þá er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Gunnar E. Sigurbjörnsson formaður Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi segir þá sem starfa með ungmennum hafa miklar áhyggjur af sölu áfengis í kringum íþróttaleiki en félagið hefur meðal annars ályktað um málið. „Við teljum að þetta sé óheillaskref. Við teljum að þetta séu röng skilaboð að selja áfengi í kringum íþróttakappleiki þar sem er verið að ýta undir það að börn og fjölskyldur komi saman og styðja við sín lið og taka þátt í stemningunni.“ Hann fangar því að málið verði rætt á íþróttaþingi ÍSÍ en mikilvægt séu að fleiri komi að umræðunni. Þannig þurfi sveitarfélögin að vera með í henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. „Kannski er verið að bera saman íþróttakappleiki hér við það sem við erum að fylgjast með í sjónvarpinu. Stemningunni á leikjum í enska boltanum og í knattspyrnunni út um allt. Munurinn hér er stór stuðningur, helsta fjármögnun íþróttafélaganna er stuðningur frá sveitarfélögunum í landinu. Það er mjög oft þannig að sveitarfélögin byggja upp aðstöðuna og eru að styðja bæði með beinum fjárútlátum og óbeinum.“ Spyrja hver sé stefna sveitarfélaganna sé og hvort það samræmist lýðheilsumarkmiðum þeirra að gera áfengisdrykkju á leikjum hátt undir höfði. „Það er ekki verið að bera saman epli og epli í þessu. Það er öðruvísi kerfi hér heldur en hjá mörgum sem við erum að bera okkur saman við. Þannig við viljum bara að það sé tekið tillit til þess hver sérstaðan er hér og áhrif á þessa aðila sem eru þarna í kring. Sérstaklega á börn og ungmenni og fjölskyldur.“
Áfengi ÍSÍ Reykjavík Reykjanesbær Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira