Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. maí 2025 21:04 Sanna Magdalena Mörudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir ríkið fyrst og fremst bera ábyrgð í máli manns sem hefur haldið íbúm Hverfisgötu í heljargreipum. Vísir/Ívar Fannar Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir ríkið draga lappirnar þegar kemur að því að bjóða andlega veikum einstaklingum viðeigandi úrræði. Á sama tíma sé mikilvægt að hlusta á áhyggjur íbúa sem segjast óttast nágranna sinn á Hverfisgötu. Íbúar á Hverfisgötu lýstu nýverið í kvöldfréttum Stöðvar 2 ófremdarástandi vegna manns sem þeir segja að haldi sér í heljargreipum. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar, býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu, síðast þegar hann hélt ferðamanni í gíslingu á heimili sínu. Verjandi hans sagði við fréttastofu að hann glími við geðrænan vanda og sögðu nágrannar óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspektir úti á götu. Ástandið sé ólíðandi, hann verði að fá úrræði vegna andlegrar heilsu sinnar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir spjótin beinast að ríkinu í málinu. „Við sjáum víða að það eru einmitt ekki til úrræði sem eru til staðar og ég myndi segja að þetta sé birtingarmynd þess þegar við erum ekki að setja fjármagn í velferð, þegar við erum ekki með kerfi til staðar sem á að mæta fólki sem þarf á stuðningi að halda,“ sagði Sanna. „Þannig ég myndi segja algjörlega að við þurfum að einblína á það af hverju erum við ekki með þennan stuðning til staðar og af hverju ríkið hefur ekki verið að bjóða upp á það. Og ég vona svo innilega að við sjáum hratt og fljótt hvernig þau sjá fyrir sér að leysa úr þessum málum hvað varðar þetta svið.“ Hugurinn hjá fólki sem upplifi krefjandi aðstæður Sanna segir sitt hlutverk á sama tíma að taka tillit til áhyggja íbúa. Borgin meti ýmsa þætti þegar verið er að úthluta húsnæði. „Þá er verið að líta til ýmissa þátta og ef búseta gengur í einhverjum tilfellum ekki upp þá verður auðvitað að skoða það og þær reglur sem við erum með og sífellt að þora að líta til þess. En ég ítreka að það eru fleiri aðilar sem þurfa að koma að málum,“ sagði hún. Sanna segir að hún muni fylgja máli mannsins eftir við ríkið og halda áfram samtali um bætta þjónustu til handa andlega veikum einstaklingum í borginni. Það að þarna búi veikur maður sem hefur meðal annars haldið ferðamanni í gíslingu og að hann búi þarna enn hlýtur að hafa áhrif á ímynd borgarinnar? „Ég er fyrst og fremst að hugsa um líðan fólks sem upplifir krefjandi aðstæður bæði manneskjunnar sem við á og íbúa, það er það sem ég er fyrst og fremst að hugsa um,“ sagði Sanna. Reykjavík Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. 2. maí 2025 15:45 Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Íbúar á Hverfisgötu lýstu nýverið í kvöldfréttum Stöðvar 2 ófremdarástandi vegna manns sem þeir segja að haldi sér í heljargreipum. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar, býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu, síðast þegar hann hélt ferðamanni í gíslingu á heimili sínu. Verjandi hans sagði við fréttastofu að hann glími við geðrænan vanda og sögðu nágrannar óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspektir úti á götu. Ástandið sé ólíðandi, hann verði að fá úrræði vegna andlegrar heilsu sinnar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir spjótin beinast að ríkinu í málinu. „Við sjáum víða að það eru einmitt ekki til úrræði sem eru til staðar og ég myndi segja að þetta sé birtingarmynd þess þegar við erum ekki að setja fjármagn í velferð, þegar við erum ekki með kerfi til staðar sem á að mæta fólki sem þarf á stuðningi að halda,“ sagði Sanna. „Þannig ég myndi segja algjörlega að við þurfum að einblína á það af hverju erum við ekki með þennan stuðning til staðar og af hverju ríkið hefur ekki verið að bjóða upp á það. Og ég vona svo innilega að við sjáum hratt og fljótt hvernig þau sjá fyrir sér að leysa úr þessum málum hvað varðar þetta svið.“ Hugurinn hjá fólki sem upplifi krefjandi aðstæður Sanna segir sitt hlutverk á sama tíma að taka tillit til áhyggja íbúa. Borgin meti ýmsa þætti þegar verið er að úthluta húsnæði. „Þá er verið að líta til ýmissa þátta og ef búseta gengur í einhverjum tilfellum ekki upp þá verður auðvitað að skoða það og þær reglur sem við erum með og sífellt að þora að líta til þess. En ég ítreka að það eru fleiri aðilar sem þurfa að koma að málum,“ sagði hún. Sanna segir að hún muni fylgja máli mannsins eftir við ríkið og halda áfram samtali um bætta þjónustu til handa andlega veikum einstaklingum í borginni. Það að þarna búi veikur maður sem hefur meðal annars haldið ferðamanni í gíslingu og að hann búi þarna enn hlýtur að hafa áhrif á ímynd borgarinnar? „Ég er fyrst og fremst að hugsa um líðan fólks sem upplifir krefjandi aðstæður bæði manneskjunnar sem við á og íbúa, það er það sem ég er fyrst og fremst að hugsa um,“ sagði Sanna.
Reykjavík Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. 2. maí 2025 15:45 Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. 2. maí 2025 15:45
Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27