Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2025 07:33 Eugene Omalla sést hér ásamt liðsfélögum sínum eftir að gullið var í höfn í París síðasta sumar. Vísir/Getty Hollenski hlauparinn Eugene Omalla hefur beðið liðsfélaga sína afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið sem hann vann ásamt hlaupasveit sinni á uppboði. Eugene Omalla var hluti af boðhlaupssveit Hollands sem vann gull í 4x400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Holland vann þá gull eftir ótrúlegan endasprett Femke Bol sem stakk sér fram úr keppinautunum á lokametrum hlaupsins. Fyrir helgi bárust hins vegar fréttir af því að verðlaunapeningur Omalla frá París væri falur til kaups á uppboðssíðu. Verðlaunapeningurinn er nú seldur og það fyrir tæpar tíu milljónir króna. Ákvörðun Omalla hlaut töluverða gagnrýni enda þótti hún gera lítið úr afreki hollenska liðsins. Hann hefur nú útskýrt sína hlið málsins og beðið liðsfélaga sína afsökunar. „Ég skil neikvæðu viðbrögðin og þess vegna vil ég eyða öllum misskilningi. Þetta snýst ekki um græðgi eða skort á virðingu fyrir virði verðlaunapeningsins. Þetta snýst ekki um að ég sé í fjárhagsvandræðum eða að ég vilji græða smá pening. Þetta er persónulegt, að tryggja framtíð fjölskyldu minnar og vellíðan og styðja þá sem þurfa mest á því að halda,“ sagði Omalla í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Gullpeningar úr silfri Hann segir að peningarnir verði settir í sjóð sem foreldrar hans hafi stofnað og nýttur verði í góðgerðamál. „Þau fórnuðu öllu svo draumar mínir gætu orðið að veruleika. Eftir á að hyggja sé ég að ég hefði átt að segja frá þessu fyrr. Til liðsfélaga minna, þjálfara og allra þeirra sem urðu sárir. Ég er leiður yfir því að þetta var túlkað þannig. Ákvörðun mín var tekin með ást, ábyrgð og þakklæti í huga. Ég vona að þið skiljið það.“ Gullpeningarnir frá París eru reyndar að mestu leyti úr silfri. 98,8% peningsins er úr silfri, þeir eru 529 grömm að þyngd og þar af eru aðeins sex grömm úr gulli. Á hverjum verðlaunapening er járn sem tekið var úr Eifelturninum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Sjá meira
Eugene Omalla var hluti af boðhlaupssveit Hollands sem vann gull í 4x400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Holland vann þá gull eftir ótrúlegan endasprett Femke Bol sem stakk sér fram úr keppinautunum á lokametrum hlaupsins. Fyrir helgi bárust hins vegar fréttir af því að verðlaunapeningur Omalla frá París væri falur til kaups á uppboðssíðu. Verðlaunapeningurinn er nú seldur og það fyrir tæpar tíu milljónir króna. Ákvörðun Omalla hlaut töluverða gagnrýni enda þótti hún gera lítið úr afreki hollenska liðsins. Hann hefur nú útskýrt sína hlið málsins og beðið liðsfélaga sína afsökunar. „Ég skil neikvæðu viðbrögðin og þess vegna vil ég eyða öllum misskilningi. Þetta snýst ekki um græðgi eða skort á virðingu fyrir virði verðlaunapeningsins. Þetta snýst ekki um að ég sé í fjárhagsvandræðum eða að ég vilji græða smá pening. Þetta er persónulegt, að tryggja framtíð fjölskyldu minnar og vellíðan og styðja þá sem þurfa mest á því að halda,“ sagði Omalla í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Gullpeningar úr silfri Hann segir að peningarnir verði settir í sjóð sem foreldrar hans hafi stofnað og nýttur verði í góðgerðamál. „Þau fórnuðu öllu svo draumar mínir gætu orðið að veruleika. Eftir á að hyggja sé ég að ég hefði átt að segja frá þessu fyrr. Til liðsfélaga minna, þjálfara og allra þeirra sem urðu sárir. Ég er leiður yfir því að þetta var túlkað þannig. Ákvörðun mín var tekin með ást, ábyrgð og þakklæti í huga. Ég vona að þið skiljið það.“ Gullpeningarnir frá París eru reyndar að mestu leyti úr silfri. 98,8% peningsins er úr silfri, þeir eru 529 grömm að þyngd og þar af eru aðeins sex grömm úr gulli. Á hverjum verðlaunapening er járn sem tekið var úr Eifelturninum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Sjá meira