Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Lovísa Arnardóttir skrifar 19. maí 2025 09:04 Jón Ólafur Halldórsson tók nýlega við sem formaður Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins er bjartsýnn á horfur í íslensku atvinnulíf en segir stjórnvöld þurfi að vinna með atvinnulífinu. Það sé gríðarlega mikilvægt að samtalið sé virkt og opið þar á milli. Jón Ólafur ræddi efnahags- og tollamál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Ólafur segir hættuna núna að klemmast á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna í tollastríðinu en SA reyni að miðla sínum skilaboðum til stjórnvalda. Samtökin hafi miklar áhyggjur af framvindunni. Það sé erfitt að spá fyrir um framvindu mála en það sé jákvætt að það sé komið á 90 daga vopnahlé á milli Bandaríkjanna og Kína. „Við erum að greina þessa stöðu og tryggja að íslensk fyrirtæki haldi velli.“ Jón Ólafur segir laun hafa hækkað á Íslandi undanfarið umfram það svigrúm sem raunverulega sé til staðar. Þau meti svigrúmið sé sirka verðbólgumarkið plús framleiðsluaukning sem geti verið 1,5 prósent . Það sé samanlagt um fjögur prósent. Skipti máli að hafa fyrirsjáanleika „Í síðustu samningum, stöðugleiksamningum, tókst okkur að semja á þessum nótum til langs tíma, til fjögurra ára, og það skiptir miklu máli þannig að atvinnulífið og fólkið í landinu hafi einhvern fyrirsjáanleika og viti hvað taki við. Hann segir SA taka tillit til verðbólgu og vaxta. Vextir séu of háir og farnir að hamla fjárfestingum. Það sé fjárfestingaþörf og vilji en vextirnir séu of háir. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er á fimmtudag. Því hefur verið spáð að bankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum og haldi lækkunarferlinu áfram í haust. Jón Ólafur segir bankann horfa á stöðuna eins og hún er. Einkaneyslan hafi verið mikil og það séu vangaveltur um það hvers vegna það sé. Már Mixa hafi til dæmis sagt á Sprengisandi í gær að þegar fólk komist ekki inn á húsnæðismarkað, eins og margir gera ekki vegna krafna Seðlabankans um hámarks greiðslubyrði, eyði þau peningunum frekar í eitthvað annað. Jón Ólafur segist ekki vita hvort eitthvað sannleiksgildi sé í þessu en háir vextir hafi þau áhrif að fyrirtæki fari ekki í nauðsynlegar framkvæmdir til að styrkja sína stöðu. Litið ofar í tekjustigann Jón Ólafur telur okkur á réttri leið til að tryggja að landsmenn geti allir náð endum saman. Síðustu kjarasamningar hafi sérstaklega miðað við að hækka laun þeirra lægst launuðu en nú þurfi mögulega að horfa til þeirra sem eru aðeins ofar í tekjustiganum. Það þurfi að vera hvöt fyrir því að til dæmis fara í nám. Eitt og hálft ár eru frá því að síðustu kjarasamningar voru gerðir og því styttist í þá næstu. Jón Ólafur segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins hefji samtalið. Ísland sé dýrt land en laun séu líka há. Það þurfi langtímahugsun og stöðugleika. Hann segir samtökin ekki hafa tekið afstöðu gagnvart inngöngu í Evrópusambandið eða gjaldmiðlinum okkar. Kjaramál Skattar og tollar Bítið Sprengisandur Tengdar fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017. 15. maí 2025 13:32 Jón Ólafur í framboði til formanns SA Jón Ólafur Halldórsson gefur kost á sér til formanns Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann hefur setið í stjórn samtakanna frá 2015 og í framkvæmdastjórn frá árinu 2018. 28. mars 2025 11:44 Erum komin „á endastöð“ í að fara leið krónutöluhækkana við kjarasamninga Ekki verður gengið lengra í þá átt að semja á þeim nótum í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði að áherslan þar séu krónutöluhækkanir, að sögn fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins til síðustu átta ára, enda verður faglært fólk að fá umbun fyrir menntun sína og sérfræðiþekkingu. Í síðustu langtímakjarasamningum var farin blönduð leið en launavísitalan hefur núna hækkað um liðlega sjö prósent á einu ári. 11. maí 2025 13:44 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Jón Ólafur segir hættuna núna að klemmast á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna í tollastríðinu en SA reyni að miðla sínum skilaboðum til stjórnvalda. Samtökin hafi miklar áhyggjur af framvindunni. Það sé erfitt að spá fyrir um framvindu mála en það sé jákvætt að það sé komið á 90 daga vopnahlé á milli Bandaríkjanna og Kína. „Við erum að greina þessa stöðu og tryggja að íslensk fyrirtæki haldi velli.“ Jón Ólafur segir laun hafa hækkað á Íslandi undanfarið umfram það svigrúm sem raunverulega sé til staðar. Þau meti svigrúmið sé sirka verðbólgumarkið plús framleiðsluaukning sem geti verið 1,5 prósent . Það sé samanlagt um fjögur prósent. Skipti máli að hafa fyrirsjáanleika „Í síðustu samningum, stöðugleiksamningum, tókst okkur að semja á þessum nótum til langs tíma, til fjögurra ára, og það skiptir miklu máli þannig að atvinnulífið og fólkið í landinu hafi einhvern fyrirsjáanleika og viti hvað taki við. Hann segir SA taka tillit til verðbólgu og vaxta. Vextir séu of háir og farnir að hamla fjárfestingum. Það sé fjárfestingaþörf og vilji en vextirnir séu of háir. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er á fimmtudag. Því hefur verið spáð að bankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum og haldi lækkunarferlinu áfram í haust. Jón Ólafur segir bankann horfa á stöðuna eins og hún er. Einkaneyslan hafi verið mikil og það séu vangaveltur um það hvers vegna það sé. Már Mixa hafi til dæmis sagt á Sprengisandi í gær að þegar fólk komist ekki inn á húsnæðismarkað, eins og margir gera ekki vegna krafna Seðlabankans um hámarks greiðslubyrði, eyði þau peningunum frekar í eitthvað annað. Jón Ólafur segist ekki vita hvort eitthvað sannleiksgildi sé í þessu en háir vextir hafi þau áhrif að fyrirtæki fari ekki í nauðsynlegar framkvæmdir til að styrkja sína stöðu. Litið ofar í tekjustigann Jón Ólafur telur okkur á réttri leið til að tryggja að landsmenn geti allir náð endum saman. Síðustu kjarasamningar hafi sérstaklega miðað við að hækka laun þeirra lægst launuðu en nú þurfi mögulega að horfa til þeirra sem eru aðeins ofar í tekjustiganum. Það þurfi að vera hvöt fyrir því að til dæmis fara í nám. Eitt og hálft ár eru frá því að síðustu kjarasamningar voru gerðir og því styttist í þá næstu. Jón Ólafur segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins hefji samtalið. Ísland sé dýrt land en laun séu líka há. Það þurfi langtímahugsun og stöðugleika. Hann segir samtökin ekki hafa tekið afstöðu gagnvart inngöngu í Evrópusambandið eða gjaldmiðlinum okkar.
Kjaramál Skattar og tollar Bítið Sprengisandur Tengdar fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017. 15. maí 2025 13:32 Jón Ólafur í framboði til formanns SA Jón Ólafur Halldórsson gefur kost á sér til formanns Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann hefur setið í stjórn samtakanna frá 2015 og í framkvæmdastjórn frá árinu 2018. 28. mars 2025 11:44 Erum komin „á endastöð“ í að fara leið krónutöluhækkana við kjarasamninga Ekki verður gengið lengra í þá átt að semja á þeim nótum í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði að áherslan þar séu krónutöluhækkanir, að sögn fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins til síðustu átta ára, enda verður faglært fólk að fá umbun fyrir menntun sína og sérfræðiþekkingu. Í síðustu langtímakjarasamningum var farin blönduð leið en launavísitalan hefur núna hækkað um liðlega sjö prósent á einu ári. 11. maí 2025 13:44 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Jón Ólafur nýr formaður SA Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017. 15. maí 2025 13:32
Jón Ólafur í framboði til formanns SA Jón Ólafur Halldórsson gefur kost á sér til formanns Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann hefur setið í stjórn samtakanna frá 2015 og í framkvæmdastjórn frá árinu 2018. 28. mars 2025 11:44
Erum komin „á endastöð“ í að fara leið krónutöluhækkana við kjarasamninga Ekki verður gengið lengra í þá átt að semja á þeim nótum í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði að áherslan þar séu krónutöluhækkanir, að sögn fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins til síðustu átta ára, enda verður faglært fólk að fá umbun fyrir menntun sína og sérfræðiþekkingu. Í síðustu langtímakjarasamningum var farin blönduð leið en launavísitalan hefur núna hækkað um liðlega sjö prósent á einu ári. 11. maí 2025 13:44