Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. maí 2025 18:30 Hetja kvöldsins. John Walton/Getty Images Brighton & Hove Albion kom í tvígang til baka gegn nýkrýndum Englandsmeisturum Liverpool og vann á endanum 3-2 sigur þökk sé sigurmarki hins tvítuga Jack Hinselwood þegar fimm mínútur lifðu leiks. Það virtist ekki mikil meistaraþynnka í gestunum frá Bítlaborginni þegar Harvey Elliott kom þeim yfir eftir undirbúning Conor Bradley á 9. mínútu leiksins. Yasin Ayari, 21 árs gamall miðjumaður frá Svíþjóð, jafnaði metin fyrir heimamenn og stefndi í að leikar yrði jafnir þegar flautað var til hálfleiks. Dominik Szoboszlai var ekki á sama máli og kom Liverpool yfir á nýjan leik eftir undirbúning Harvey Elliott þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Staðan því 1-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Kaoru Mitoma jafnaði metin á 69. mínútu og varamaðurinn Hinselwood steig svo upp á ögurstundu og skoraði sigurmarkið eftir undirbúning Matt O‘Riley sem hafði einnig komið inn af bekknum. Lokatölur 32 og Brighton nú í 8. sæti með 58 stig þegar ein umferð er eftir af deildinni. Meistarar Liverpool eru sem fyrr í 1. sæti með 83 stig. Fótbolti Enski boltinn
Brighton & Hove Albion kom í tvígang til baka gegn nýkrýndum Englandsmeisturum Liverpool og vann á endanum 3-2 sigur þökk sé sigurmarki hins tvítuga Jack Hinselwood þegar fimm mínútur lifðu leiks. Það virtist ekki mikil meistaraþynnka í gestunum frá Bítlaborginni þegar Harvey Elliott kom þeim yfir eftir undirbúning Conor Bradley á 9. mínútu leiksins. Yasin Ayari, 21 árs gamall miðjumaður frá Svíþjóð, jafnaði metin fyrir heimamenn og stefndi í að leikar yrði jafnir þegar flautað var til hálfleiks. Dominik Szoboszlai var ekki á sama máli og kom Liverpool yfir á nýjan leik eftir undirbúning Harvey Elliott þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Staðan því 1-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Kaoru Mitoma jafnaði metin á 69. mínútu og varamaðurinn Hinselwood steig svo upp á ögurstundu og skoraði sigurmarkið eftir undirbúning Matt O‘Riley sem hafði einnig komið inn af bekknum. Lokatölur 32 og Brighton nú í 8. sæti með 58 stig þegar ein umferð er eftir af deildinni. Meistarar Liverpool eru sem fyrr í 1. sæti með 83 stig.
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn