Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 20. maí 2025 08:32 Rut Arnfjörð Jónsdóttir er klár í slaginn eftir langa bið Haukakvenna fyrir fyrsta leik í úrslitaeinvíginu um titilinn. Vísir/Sigurjón Úrslitaeinvígi um Íslandsmeistatitil kvenna í handbolta hefst á morgun er Haukar sækja nýkrýnda Evrópubikarmeistara Vals heim. Þar með lýkur langri bið Hauka eftir því að einvígið hefjist. Haukakonur hafa beðið um hríð eftir verkefninu en 15 dagar verða liðnir frá sigri liðsins á Fram í undanúrslitum þegar þær heimsækja Val á Hlíðarenda á morgun. Rut Jónsdóttir, leikmaður Hauka, segir pásuna þó hafa verið vel nýtta. „Mér finnst þetta smá skrýtið, maður sérstaklega í svona gír og tryggir sig í úrslit svo tekur við tveggja vikna pása. Það var smá skrýtið en það verður skemmtilegt að byrja aftur,“ „Við höfum æft vel og þær sem hafa verið með smá meiðsli hafa haft tíma til að ná sér. Annars bara góðar æfingar og undirbúningur fyrir leikinn á morgun,“ „Ég verð að viðurkenna það að þetta er óvenjulega langur tími á milli. En það er svo var líka gaman að fylgjast með Valsstelpunum og það er kannski best að óska þeim til hamingju,“ segir Rut í samtali við íþróttadeild. Glöð fyrir hönd vinkvenna sinna í Val Líkt og fram kemur að ofan er ástæða biðar Hauka þátttaka Vals í Evrópubikarúrslitum. Rut er ánægð fyrir hönd Valskvenna sem skráðu sig í sögubækurnar með fyrsta Evróputitli íslensks kvennaliðs um helgina eftir sigur á Porrino frá Spáni. „Ég var að fylgjast með þeim. Það var ótrúlega gaman að horfa á þessa leiki. Þær eru búnar að standa sig svo vel og ég samgleðst þeim innilega,“ „Þetta eru stelpur sem hafa lagt mikið á sig, sama liðið og frábært þjálfarateymi líka. Það er gaman að sjá íslenskt lið og margar vinkonur mínar ná svona frábærum árangri,“ segir Rut. En er engin öfund? Rut hlær og segir: „Ég væri að sjálfsögðu alveg til að vera í þessum sporum en ég bara samgleðst.“ Vonandi þynnka í þeim Valur er talið líklegra liðið fyrirfram enda verið besta lið landsins undanfarin misseri. Rut sér þó möguleika í stöðunni fyrir Haukalið, sem eru alls engir aukvisar. „Vissulega eru þær sterkt lið og örugglega sigurstranglegri fyrirfram. Þær eru búnar að ná alveg frábærum árangri síðustu ár og nánast ekki tapað leik. En þetta er bara handboltaleikur þannig að við erum mjög spenntar að byrja og allt getur gerst,“ segir Rut. En gæti ekki verið smá þynnka í Valskonum eftir helgina? „Vonandi bara,“ segir Rut og hlær. „Þær eru örugglega búnar að njóta og skemmta sér vel en þetta eru bara frábærir íþróttamenn sem við erum að fara að mæta. Hvort það hefur áhrif eða ekki, veit ég ekki.“ Eiginmaður Rutar, Ólafur Gústafsson setti handboltaskóna á hilluna eftir að lið hans FH féll úr leik í úrslitakeppninni í vor. Rut er þó ekki að hætta enn um sinn. „Ég er með ár í viðbót en ég er að verða 35 ára í sumar svo það fer að styttast. En ég ár í viðbót, allavega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en viðtalið í heild hér að neðan. Klippa: Ánægð fyrir hönd Valskvenna en biðin full löng Haukar Valur Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Haukakonur hafa beðið um hríð eftir verkefninu en 15 dagar verða liðnir frá sigri liðsins á Fram í undanúrslitum þegar þær heimsækja Val á Hlíðarenda á morgun. Rut Jónsdóttir, leikmaður Hauka, segir pásuna þó hafa verið vel nýtta. „Mér finnst þetta smá skrýtið, maður sérstaklega í svona gír og tryggir sig í úrslit svo tekur við tveggja vikna pása. Það var smá skrýtið en það verður skemmtilegt að byrja aftur,“ „Við höfum æft vel og þær sem hafa verið með smá meiðsli hafa haft tíma til að ná sér. Annars bara góðar æfingar og undirbúningur fyrir leikinn á morgun,“ „Ég verð að viðurkenna það að þetta er óvenjulega langur tími á milli. En það er svo var líka gaman að fylgjast með Valsstelpunum og það er kannski best að óska þeim til hamingju,“ segir Rut í samtali við íþróttadeild. Glöð fyrir hönd vinkvenna sinna í Val Líkt og fram kemur að ofan er ástæða biðar Hauka þátttaka Vals í Evrópubikarúrslitum. Rut er ánægð fyrir hönd Valskvenna sem skráðu sig í sögubækurnar með fyrsta Evróputitli íslensks kvennaliðs um helgina eftir sigur á Porrino frá Spáni. „Ég var að fylgjast með þeim. Það var ótrúlega gaman að horfa á þessa leiki. Þær eru búnar að standa sig svo vel og ég samgleðst þeim innilega,“ „Þetta eru stelpur sem hafa lagt mikið á sig, sama liðið og frábært þjálfarateymi líka. Það er gaman að sjá íslenskt lið og margar vinkonur mínar ná svona frábærum árangri,“ segir Rut. En er engin öfund? Rut hlær og segir: „Ég væri að sjálfsögðu alveg til að vera í þessum sporum en ég bara samgleðst.“ Vonandi þynnka í þeim Valur er talið líklegra liðið fyrirfram enda verið besta lið landsins undanfarin misseri. Rut sér þó möguleika í stöðunni fyrir Haukalið, sem eru alls engir aukvisar. „Vissulega eru þær sterkt lið og örugglega sigurstranglegri fyrirfram. Þær eru búnar að ná alveg frábærum árangri síðustu ár og nánast ekki tapað leik. En þetta er bara handboltaleikur þannig að við erum mjög spenntar að byrja og allt getur gerst,“ segir Rut. En gæti ekki verið smá þynnka í Valskonum eftir helgina? „Vonandi bara,“ segir Rut og hlær. „Þær eru örugglega búnar að njóta og skemmta sér vel en þetta eru bara frábærir íþróttamenn sem við erum að fara að mæta. Hvort það hefur áhrif eða ekki, veit ég ekki.“ Eiginmaður Rutar, Ólafur Gústafsson setti handboltaskóna á hilluna eftir að lið hans FH féll úr leik í úrslitakeppninni í vor. Rut er þó ekki að hætta enn um sinn. „Ég er með ár í viðbót en ég er að verða 35 ára í sumar svo það fer að styttast. En ég ár í viðbót, allavega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en viðtalið í heild hér að neðan. Klippa: Ánægð fyrir hönd Valskvenna en biðin full löng
Haukar Valur Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira