Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Lovísa Arnardóttir skrifar 20. maí 2025 09:54 Helgi Þór og Daðey eru skólasálfræðingar og taka á móti börnum og fullorðnum. Hurð þeirra er ávalt opin. Mosfellsbær Daðey Albertsdóttir og Helgi Þór Harðarson hjá skólaþjónustu Mosfellsbæjar segja tilkynningum hafa fjölgað verulega til barnaverndar síðasta árið. Foreldrar hafi jafnvel tekið til þess ráðs að tilkynna sig sjálf vegna úrræðaleysis. Mosfellsbær ákvað í fyrra að verja 100 milljónum í forvarnir og tilkynnti um 27 aðgerðir fyrir áramót. Sextán aðgerðir eru komnar til framkvæmdar. Daðey og Helgi Þór voru til viðtals um átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Helgi Þór segir blikur á lofti síðasta sumar þegar tilkynningum fjölgaði til barnaverndar um fimmtíu prósent á tæpu ári. Mörg málanna hafi verið alvarleg og þau hafi fundið undiröldu meðal barna og ungmenna sem þau hafi haft miklar áhyggjur af. „Það var eitthvað í gangi sem við höfðum áhyggjur af,“ segir Helgi Þór um ástandið í sveitarfélaginu síðasta haust. Haldinn hafi verið fjölmennur fundur með foreldrum í kjölfarið og rætt við ungmennaráð og börnin í samfélaginu um hvað væri hægt að gera betur. Úr því hafi orðið verkefnið Börnin okkar. Það sé metnaðarfull áætlun í 27 aðgerðum sem miði að því að styðja betur við börn og ungmenni. Af 27 aðgerðum eru 16 komnar af stað. Helgi segir til dæmis hafa verið aukið við frístundastyrk og meiri áhersla sé á jaðarsett börn sem standi verr en önnur börn félagslega. Þá standi til að opna rafíþróttadeild, sálfræðingum hafi verið fjölgað og viðvera þeirra föst í grunnskólum með eldri bekki og stofnuð ný staða unglingaráðgjafa. „Við erum með opna hurð og þú bara mætir,“ segir Daðey um þjónustu sálfræðinga í grunnskólunum sem er fyrir foreldra og börn. Sem liður af þessu sé líka að opna símalínu þar sem foreldrar geta hringt inn og bókað tíma hjá sálfræðingi, félagsráðgjafa eða unglingaráðgjafa í bænum. Skorti fræðslu og stuðning „Rauði þráðurinn á þessum fundum með foreldrum var að það vantaði meiri fræðslu og stuðning og þetta er okkar leið til að svara því kalli.“ Hvað varðar fjölgun tilkynninga til barnaverndar segir Helgi fjölgunina umfram eðlilega fjölgun. Málin sé orðin flóknari en á sama tíma hafi umræða um úrræðaleysi fyrir börn í áhættuhegðun aukist. „Vandamálið fer stækkandi,“ segir Helgi. Hluti aðgerðanna miði að því að hjálpa börnum sem eru í vanda stödd núna en einnig að vera með auknar forvirkar aðgerðir, að vera meira til staðar. Foreldrar hafi margir tekið til þess ráðs að tilkynna sjálf sig til barnaverndar því þau höfðu engin önnur úrræði og vissu ekki hvert þau áttu að leita. „Þetta var þeirra úrræði eða úrræðaleysi,“ segir Daðey og það sé mikilvægt að foreldrar hafi stuðning fyrr. Daðey segir marga foreldra hafa misst samband við skólana í til dæmis heimsfaraldri Covid. Skólasamstarf við foreldra hafi dottið niður og það hafi verið afleiðingar af því. Málaflokkurinn hafi verið vanræktur og mikil ákall undanfarið eftir meira fjármagni í hann. Bæði sveitarfélög og ríki verði að bregðast við því. Svara ákalli foreldra „Þetta erum við að svara ákalli foreldranna. Það voru hundrað milljónum bætt í þennan málaflokk sem er auðvitað gríðarlega mikið miðað við íbúafjöldann.“ Helgi Þór segir kerfið ekki virka nægilega vel þrátt fyrir fleiri úrræði sem séu í boði. Börnum líði ekki nægilega vel og gjá sem hafi myndast á milli skóla og foreldra hafi áhrif. Almennt þurfi grettistak í geðheilbrigðismálum barna. Það sem börn glími við í dag sé alls ekki það sama og börn voru að glíma við á 9. eða 10. áratugnum. Daðey segir alla reyna að gera sitt besta en stundum fái fólk verkefni í hendurnar sem séu stærri en verkfærin sem það hafi höndum. Þá sé aðgengi að fagfólki nauðsynlegt. Daðey segir reglulegar mælingar verða á þeim tillögum sem hafi verið hrint af stað til að meta árangur. Barnavernd Mosfellsbær Bítið Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Mosfellsbær ákvað í fyrra að verja 100 milljónum í forvarnir og tilkynnti um 27 aðgerðir fyrir áramót. Sextán aðgerðir eru komnar til framkvæmdar. Daðey og Helgi Þór voru til viðtals um átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Helgi Þór segir blikur á lofti síðasta sumar þegar tilkynningum fjölgaði til barnaverndar um fimmtíu prósent á tæpu ári. Mörg málanna hafi verið alvarleg og þau hafi fundið undiröldu meðal barna og ungmenna sem þau hafi haft miklar áhyggjur af. „Það var eitthvað í gangi sem við höfðum áhyggjur af,“ segir Helgi Þór um ástandið í sveitarfélaginu síðasta haust. Haldinn hafi verið fjölmennur fundur með foreldrum í kjölfarið og rætt við ungmennaráð og börnin í samfélaginu um hvað væri hægt að gera betur. Úr því hafi orðið verkefnið Börnin okkar. Það sé metnaðarfull áætlun í 27 aðgerðum sem miði að því að styðja betur við börn og ungmenni. Af 27 aðgerðum eru 16 komnar af stað. Helgi segir til dæmis hafa verið aukið við frístundastyrk og meiri áhersla sé á jaðarsett börn sem standi verr en önnur börn félagslega. Þá standi til að opna rafíþróttadeild, sálfræðingum hafi verið fjölgað og viðvera þeirra föst í grunnskólum með eldri bekki og stofnuð ný staða unglingaráðgjafa. „Við erum með opna hurð og þú bara mætir,“ segir Daðey um þjónustu sálfræðinga í grunnskólunum sem er fyrir foreldra og börn. Sem liður af þessu sé líka að opna símalínu þar sem foreldrar geta hringt inn og bókað tíma hjá sálfræðingi, félagsráðgjafa eða unglingaráðgjafa í bænum. Skorti fræðslu og stuðning „Rauði þráðurinn á þessum fundum með foreldrum var að það vantaði meiri fræðslu og stuðning og þetta er okkar leið til að svara því kalli.“ Hvað varðar fjölgun tilkynninga til barnaverndar segir Helgi fjölgunina umfram eðlilega fjölgun. Málin sé orðin flóknari en á sama tíma hafi umræða um úrræðaleysi fyrir börn í áhættuhegðun aukist. „Vandamálið fer stækkandi,“ segir Helgi. Hluti aðgerðanna miði að því að hjálpa börnum sem eru í vanda stödd núna en einnig að vera með auknar forvirkar aðgerðir, að vera meira til staðar. Foreldrar hafi margir tekið til þess ráðs að tilkynna sjálf sig til barnaverndar því þau höfðu engin önnur úrræði og vissu ekki hvert þau áttu að leita. „Þetta var þeirra úrræði eða úrræðaleysi,“ segir Daðey og það sé mikilvægt að foreldrar hafi stuðning fyrr. Daðey segir marga foreldra hafa misst samband við skólana í til dæmis heimsfaraldri Covid. Skólasamstarf við foreldra hafi dottið niður og það hafi verið afleiðingar af því. Málaflokkurinn hafi verið vanræktur og mikil ákall undanfarið eftir meira fjármagni í hann. Bæði sveitarfélög og ríki verði að bregðast við því. Svara ákalli foreldra „Þetta erum við að svara ákalli foreldranna. Það voru hundrað milljónum bætt í þennan málaflokk sem er auðvitað gríðarlega mikið miðað við íbúafjöldann.“ Helgi Þór segir kerfið ekki virka nægilega vel þrátt fyrir fleiri úrræði sem séu í boði. Börnum líði ekki nægilega vel og gjá sem hafi myndast á milli skóla og foreldra hafi áhrif. Almennt þurfi grettistak í geðheilbrigðismálum barna. Það sem börn glími við í dag sé alls ekki það sama og börn voru að glíma við á 9. eða 10. áratugnum. Daðey segir alla reyna að gera sitt besta en stundum fái fólk verkefni í hendurnar sem séu stærri en verkfærin sem það hafi höndum. Þá sé aðgengi að fagfólki nauðsynlegt. Daðey segir reglulegar mælingar verða á þeim tillögum sem hafi verið hrint af stað til að meta árangur.
Barnavernd Mosfellsbær Bítið Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels