Innlent

Smáskjálftahrina á Reykja­nes­skaga

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Stóra Skógfell við Grindavík. Skjálftahrinan mældist á milli þess og Sýlingarfells.
Stóra Skógfell við Grindavík. Skjálftahrinan mældist á milli þess og Sýlingarfells. vísir/Vilhelm

Smáskjálftahrina reið yfir milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells nú síðdegis. Um þrjátíu skjálftar mældist á svæðinu á rúmri klukkustund.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mælist þó engin aflögun á svæðinu og ekkert er sagt benda til þess að um kvikuhlaup sé að ræða. Skjálftahrinan hófst um klukkan hálf fimm og var að lognast hægt út af um klukkan sex.

Landris mælist áfram í Svartsengi og samkvæmt Veðurstofunni eru hrinur sem þessar viðbúnar á meðan svo er vegna spennu á svæðinu.

Auknar líkur eru taldar á kvikuhlaupi eða eldgosi þegar líða fer á haustið að mati Veðurstofunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×