Sport

Dag­skráin í dag: Odda­leikur á Króknum og fleiri úr­slita­leikir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Allt undir á Króknum.
Allt undir á Króknum. Vísir/Pawel

Það er vægast sagt rosaleg dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport. Úrslitaeinvígi Tindastóls og Stjörnunnar ræðst á Króknum. Manchester United og Tottenham Hotspur mætast í úrslitum Evrópudeildarinnar og úrslitaeinvígi New York Knicks og Indiana Pacers í austurhluta NBA-deildarinnar í körfubolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.00 hefst útsending frá Sauðárkróki þar sem oddaleikur Tindatóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta fer fram. Sigurvegarinn stendur uppi sem Íslandsmeistari í körfubolta.

Klukkan 21.50 er Körfuboltakvöld á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Á miðnætti hefst einvígi New York Knicks og Indiana Pacers í úrslitum austurhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Sigurvegari einvígisins leikur til úrslita gegn annað hvort Oklahoma City Thunder eða Minnesota Timberwolves.

Vodafone Sport

Klukkan 18.30 hefst upphitun fyrir úrslitaleik Man United og Tottenham. Ásamt því að vinna Evrópudeildina fær sigurvegarinn sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Klukkan 18.50 hefst útsending frá Bilbao á Spáni þar sem úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram.

Klukkan 21.00 verður leikur kvöldsins gerður upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×