Innlent

Hjalti Snær sá sem fannst látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Búið er að bera kennsl á líkið sem fannst í sjónum milli Engeyjar og Viðeyjar um miðjan mánuð.
Búið er að bera kennsl á líkið sem fannst í sjónum milli Engeyjar og Viðeyjar um miðjan mánuð.

Líkið sem fannst í sjónum milli Engeyjar og Viðeyjar að kvöldi 13. maí síðastliðinn er af Hjalta Snæ Árnasyni.

Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hjalta Snæs hafði verið saknað síðan 23. mars síðastliðinn, en hann var 22 ára þegar hann lést.

„Það er búið að bera kennsl á líkið og lögregla getur staðfest að það er af Hjalta Snæ,“ segir Ásmundur Rúnar.

Lögreglu var tilkynnt um lík í sjónum af fólki sem var í skemmtisiglingu milli Engeyjar og Viðeyjar að kvöldi 13. maí. 

Gerður Ósk Hjaltadóttir, móðir Hjalta Snæs, segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldan vilji koma á framfæri þökkum til lögreglu og sjálfboðaliða í björgunarsveitum sem aðstoðuðu við leitina. 


Tengdar fréttir

Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar

Fólk í skemmtisiglingu sigldi fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar rétt fyrir klukkan níu í gærkvöld. Það gerði lögreglu viðvart um málið í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×