Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2025 11:32 Aldrei skal afskrifa Indiana Pacers. getty/Al Bello Það blés ekki byrlega fyrir Indiana Pacers þegar skammt var til leiksloka gegn New York Knicks í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. En Pacers sneri laglega á tölfræðina og vann leikinn. Þegar tvær mínútur og 51 sekúnda lifði leiks kom Jalen Brunson Knicks fjórtán stigum yfir, 119-105. Samkvæmt tölfræði ESPN voru sigurlíkur liðsins þá 99,8 prósent. Þegar 58 sekúndur voru eftir jók Brunson muninn í níu stig, 121-112, og allt benti til þess að Knicks myndi taka forystuna í einvíginu. En Pacers var á öðru máli. Aaron Nesmith skoraði ellefu stig og Tyrese Haliburton jafnaði svo með ótrúlegu skoti í þann mund sem leiktíminn rann út, 125-125. Hann hélt reyndar að hann hefði tryggt Indiana sigurinn en eftir skoðun á myndbandi kom í ljós að hann var fyrir innan þriggja stiga línuna. WHAT A SHOT BY TYRESE HALIBURTON 🤯🤯🤯 https://t.co/8wEwdkeRwZ pic.twitter.com/s497GwRWi9— NBA (@NBA) May 22, 2025 Í framlengingunni hafði Pacers svo betur og vann ótrúlegan sigur, 135-138, og tók þar með forystuna í einvígi liðanna. Fyrir leikinn höfðu lið sem voru með níu stiga forskot eða meira á síðustu mínútu í 4. leikhluta eða framlengingu unnið 1.414 leiki af 1.414 samkvæmt Elias Sports Bureau. En Indiana breytti því. Aldrei er hægt að afskrifa Pacers en í úrslitakeppninni hefur liðið fjórum sinnum komið til baka og unnið eftir að hafa lent sautján stigum undir. Það er það mesta hjá liði í úrslitakeppni síðan 1998. Þá hefur Indiana þrisvar sinnum komið til baka eftir að hafa verið sjö stigum undir á lokamínútunni. Indiana hefur einu sinni komist í úrslit NBA, árið 2000, en þá vann liðið einmitt Knicks í úrslitum Austurdeildarinnar, 4-2. Pacers komst einnig í úrslit Austurdeildarinnar í fyrra en laut þá í lægra haldi fyrir Boston Celtics, 4-0. NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Þegar tvær mínútur og 51 sekúnda lifði leiks kom Jalen Brunson Knicks fjórtán stigum yfir, 119-105. Samkvæmt tölfræði ESPN voru sigurlíkur liðsins þá 99,8 prósent. Þegar 58 sekúndur voru eftir jók Brunson muninn í níu stig, 121-112, og allt benti til þess að Knicks myndi taka forystuna í einvíginu. En Pacers var á öðru máli. Aaron Nesmith skoraði ellefu stig og Tyrese Haliburton jafnaði svo með ótrúlegu skoti í þann mund sem leiktíminn rann út, 125-125. Hann hélt reyndar að hann hefði tryggt Indiana sigurinn en eftir skoðun á myndbandi kom í ljós að hann var fyrir innan þriggja stiga línuna. WHAT A SHOT BY TYRESE HALIBURTON 🤯🤯🤯 https://t.co/8wEwdkeRwZ pic.twitter.com/s497GwRWi9— NBA (@NBA) May 22, 2025 Í framlengingunni hafði Pacers svo betur og vann ótrúlegan sigur, 135-138, og tók þar með forystuna í einvígi liðanna. Fyrir leikinn höfðu lið sem voru með níu stiga forskot eða meira á síðustu mínútu í 4. leikhluta eða framlengingu unnið 1.414 leiki af 1.414 samkvæmt Elias Sports Bureau. En Indiana breytti því. Aldrei er hægt að afskrifa Pacers en í úrslitakeppninni hefur liðið fjórum sinnum komið til baka og unnið eftir að hafa lent sautján stigum undir. Það er það mesta hjá liði í úrslitakeppni síðan 1998. Þá hefur Indiana þrisvar sinnum komið til baka eftir að hafa verið sjö stigum undir á lokamínútunni. Indiana hefur einu sinni komist í úrslit NBA, árið 2000, en þá vann liðið einmitt Knicks í úrslitum Austurdeildarinnar, 4-2. Pacers komst einnig í úrslit Austurdeildarinnar í fyrra en laut þá í lægra haldi fyrir Boston Celtics, 4-0.
NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira