Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2025 21:31 Parísarhjól gæti brátt risið á Miðbakka að nýju. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst auglýsa eftir áhugasmömum aðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í sumar. Verkefnið skilaði borginni ágóða á síðasta ári. Parísarhjól var sett upp á Miðbakka síðastliðið sumar, en þá var um tilraunaverkefni að ræða. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að verkefnið hafi gengið vel, og því ákveðið að endurtaka leikinn og auglýsa eftir aðila til að reka hjólið í ár. Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, fór fyrstu ferð í parísarhjólinu með fréttamanni Stöðvar 2 á síðasta ári: Í tilkynningunni segir að ef viðunandi tilboð berist verði gerður samningur við Faxaflóahafnir um afnot af svæði á Miðbakka, með möguleika á eins árs framlengingu. Sá samningur sé háður samþykki borgarráðs. Félagið Taylor's Tivoli Iceland ehf. sá um rekstur parísarhjólsins í fyrra. Þá var gengið úr skugga um að búnaðurinn stæðist íslenskar aðstæður, þar með talið vindálag og jarðhræringar. „Áhersla var lögð á góða hljóðvist í kringum parísarhjólið og reyndust áhyggjur af hávaða óþarfar, svo lítið heyrðist í parísarhjólinu að það mældist ekki í mælingum vegna umferðar á Geirsgötu,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að áhugi á rekstri hjólsuns hafi reynst meiri en ráðgert var, og ljóst að um langtímaverkefni gæti verið að ræða væru áhugasamir aðilar til staðar. Taylor's Tivoli Iceland hafi greitt þrjár milljónir króna auk virðisaukaskatts fyrir leigu á líðinni, og verkefnið hafi skilað gróða fyrir borgina. Hver ferð í hjólið kostaði þrjú þúsund krónur. Helsti kostnaður Reykjavíkur vegna verkefnisins hafi verið tilfærsla hjólabrettaramps á Klambratún og greiðsla fyrir verkfræðiráðgjöf við mat á öryggisatriðum. Reykjavík Parísarhjól á Miðbakka Ferðaþjónusta Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Parísarhjól var sett upp á Miðbakka síðastliðið sumar, en þá var um tilraunaverkefni að ræða. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að verkefnið hafi gengið vel, og því ákveðið að endurtaka leikinn og auglýsa eftir aðila til að reka hjólið í ár. Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, fór fyrstu ferð í parísarhjólinu með fréttamanni Stöðvar 2 á síðasta ári: Í tilkynningunni segir að ef viðunandi tilboð berist verði gerður samningur við Faxaflóahafnir um afnot af svæði á Miðbakka, með möguleika á eins árs framlengingu. Sá samningur sé háður samþykki borgarráðs. Félagið Taylor's Tivoli Iceland ehf. sá um rekstur parísarhjólsins í fyrra. Þá var gengið úr skugga um að búnaðurinn stæðist íslenskar aðstæður, þar með talið vindálag og jarðhræringar. „Áhersla var lögð á góða hljóðvist í kringum parísarhjólið og reyndust áhyggjur af hávaða óþarfar, svo lítið heyrðist í parísarhjólinu að það mældist ekki í mælingum vegna umferðar á Geirsgötu,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að áhugi á rekstri hjólsuns hafi reynst meiri en ráðgert var, og ljóst að um langtímaverkefni gæti verið að ræða væru áhugasamir aðilar til staðar. Taylor's Tivoli Iceland hafi greitt þrjár milljónir króna auk virðisaukaskatts fyrir leigu á líðinni, og verkefnið hafi skilað gróða fyrir borgina. Hver ferð í hjólið kostaði þrjú þúsund krónur. Helsti kostnaður Reykjavíkur vegna verkefnisins hafi verið tilfærsla hjólabrettaramps á Klambratún og greiðsla fyrir verkfræðiráðgjöf við mat á öryggisatriðum.
Reykjavík Parísarhjól á Miðbakka Ferðaþjónusta Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira