Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2025 15:18 Dagurinn hjá Penske-liðinu á sunnudag byrjaði illa þegar Scott McLaughlin lenti í hörðum árekstri og gat ekki tekið þátt í tímatökum fyrir Indy 500. Liðið fór úr öskunni úr eldinn þegar hinir tveir bílarnir voru dæmdir ólöglegir rétt þegar tímatakan var að hefjast. AP/John Maxwell Sigursælasta liðið í sögu Indianapolis 500-kappakstursins rak forseta sinn og tvo aðra háttsetta stjórnendur eftir að tveir bílar þess reyndust ólöglegir í tímatökum um síðustu helgi. Eigandi liðsins er jafnframt eigandi kappakstursins og hefur uppákoman vakið upp spurningar um hagsmunaárekstra. Penske-liðið hefur unnið Indy 500-kappaksturinn, stærsta kappakstur í heimi, tuttugu sinnum af þeim 108 skiptum sem hann hefur verið haldinn, oftar en nokkuð annað lið. Eigandi liðsins, Roger Penske, á jafnframt Indianapolis-brautina og Indycar-mótaröðina sem Indy 500 er hluti af. Rétt áður en tveir af þremur bílum liðsins áttu að hefja seinni umferð tímataka á sunnudag voru þeir úrskurðaðir ólöglegir. Í ljós kom að átt hafði verið við höggdeyfa aftan á bílunum. Josef Newgarden, sigurvegari síðustu tveggja Indy 500, og Will Power, sigurvegara keppninnar árið 2018, var í kjölfarið skipað í öftustu rásröð fyrir kappaksturinn sem fer fram á sunnudag. Jafnvel fyrir þetta hafði dagurinn verið slæmur hjá Penske þar sem þriðji ökumaður liðsins, Scott McLaughlin, lenti í svo hörðum árekstri í æfingum um morguninn að hann gat ekki tekið þátt í tímatökunni. Annað svindlið á aðeins ári Margir keppinautar Penske brugðust ókvæða við tíðindunum minnugir þess að aðeins ár er liðið frá því að liðið varð uppvíst að því að misnota viðbótarafl sem ökumenn hafa aðgang að í skömmtum til þess að hjálpa til við framúrakstur. Sigur í fyrstu keppni ársins var dæmdur af Newgarden og Tim Cindric, forseti Indycar-arms Penske og liðsstjóri Power voru settir í bann í Indy 500-keppninni í fyrra. „Ég hef miklar áhyggjur, eins og aðrir liðseigendur, af því að Penske-liðið hafi í annað skiptið á tveimur tímabilum orðið uppvíst að meiriháttar tæknilegum brotum í nokkrum bílum,“ sagði Zak Brown, forstjóri McLaren-liðsins, eftir að tilkynnt var um refsingu Penske-liðsins í vikunni. Tim Cindric, forseti Indycar-liðs Penske til tuttugu ára, (t.v.) var látinn axla ábyrgð á tveimur svindmálum rétt fyrir stærsta kappakstur ársins. Cindric stærði jafnframt keppnisáætlun Josef Newgarden (t.h.) sem reynir nú að verða fyrsti maðurinn í sögunni til þess að vinna Indy 500 þrjú ár í röð.AP/Michael Conroy Vísbendingar hafa síðan komið fram um að átt hafi verið við sama hlut í sigurbíl Newgarden í kappakstrinum í fyrra og í bíl liðsfélaga hans McLaughlin sem var þá á ráspól. Baðst afsökunar á kerfislægum mistökum Til þess að lægja öldurnar tók Penske ákvörðun um að reka Cindric, sem hefur forseti liðsins í tuttugu og fimm ár, og tvo aðra af hæst settu yfirmönnum liðsins til fjölda ára á miðvikudag. Þeir höfðu þegar verið settir í bann frá keppninni í ár, annað árið í röð, áður en þeir voru reknir. „Ekkert er mikilvægara en heilindi íþróttarinnar okkar og keppnisliða. Við höfum lent í stofnanalægum mistökum síðustu tvö árin og við urðum að gera nauðsynlegar breytingar. Ég bið aðdáendur okkar, samstarfsaðila okkar og fyrirtækið okkar afsökunar á að hafa brugðist þeim,“ sagði Roger Penske í yfirlýsingu. Indycar-mótaröðin skoðar nú að koma á fót sjálfstæðri stjórn sem annast rekstur og tæknilegt eftirlit til þess að forðast mögulega hagsmunaárekstra þess að Penske eigi og stjórni bæði mótaröðinni og einu besta liðinu samtímis. Þrátt fyrir að þeir ræsi í 32. og 33. sæti eru Newgarden og McLaughlin enn taldir á meðal þeirra sigurstranglegustu í kappakstrinum á sunnudag. Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Penske-liðið hefur unnið Indy 500-kappaksturinn, stærsta kappakstur í heimi, tuttugu sinnum af þeim 108 skiptum sem hann hefur verið haldinn, oftar en nokkuð annað lið. Eigandi liðsins, Roger Penske, á jafnframt Indianapolis-brautina og Indycar-mótaröðina sem Indy 500 er hluti af. Rétt áður en tveir af þremur bílum liðsins áttu að hefja seinni umferð tímataka á sunnudag voru þeir úrskurðaðir ólöglegir. Í ljós kom að átt hafði verið við höggdeyfa aftan á bílunum. Josef Newgarden, sigurvegari síðustu tveggja Indy 500, og Will Power, sigurvegara keppninnar árið 2018, var í kjölfarið skipað í öftustu rásröð fyrir kappaksturinn sem fer fram á sunnudag. Jafnvel fyrir þetta hafði dagurinn verið slæmur hjá Penske þar sem þriðji ökumaður liðsins, Scott McLaughlin, lenti í svo hörðum árekstri í æfingum um morguninn að hann gat ekki tekið þátt í tímatökunni. Annað svindlið á aðeins ári Margir keppinautar Penske brugðust ókvæða við tíðindunum minnugir þess að aðeins ár er liðið frá því að liðið varð uppvíst að því að misnota viðbótarafl sem ökumenn hafa aðgang að í skömmtum til þess að hjálpa til við framúrakstur. Sigur í fyrstu keppni ársins var dæmdur af Newgarden og Tim Cindric, forseti Indycar-arms Penske og liðsstjóri Power voru settir í bann í Indy 500-keppninni í fyrra. „Ég hef miklar áhyggjur, eins og aðrir liðseigendur, af því að Penske-liðið hafi í annað skiptið á tveimur tímabilum orðið uppvíst að meiriháttar tæknilegum brotum í nokkrum bílum,“ sagði Zak Brown, forstjóri McLaren-liðsins, eftir að tilkynnt var um refsingu Penske-liðsins í vikunni. Tim Cindric, forseti Indycar-liðs Penske til tuttugu ára, (t.v.) var látinn axla ábyrgð á tveimur svindmálum rétt fyrir stærsta kappakstur ársins. Cindric stærði jafnframt keppnisáætlun Josef Newgarden (t.h.) sem reynir nú að verða fyrsti maðurinn í sögunni til þess að vinna Indy 500 þrjú ár í röð.AP/Michael Conroy Vísbendingar hafa síðan komið fram um að átt hafi verið við sama hlut í sigurbíl Newgarden í kappakstrinum í fyrra og í bíl liðsfélaga hans McLaughlin sem var þá á ráspól. Baðst afsökunar á kerfislægum mistökum Til þess að lægja öldurnar tók Penske ákvörðun um að reka Cindric, sem hefur forseti liðsins í tuttugu og fimm ár, og tvo aðra af hæst settu yfirmönnum liðsins til fjölda ára á miðvikudag. Þeir höfðu þegar verið settir í bann frá keppninni í ár, annað árið í röð, áður en þeir voru reknir. „Ekkert er mikilvægara en heilindi íþróttarinnar okkar og keppnisliða. Við höfum lent í stofnanalægum mistökum síðustu tvö árin og við urðum að gera nauðsynlegar breytingar. Ég bið aðdáendur okkar, samstarfsaðila okkar og fyrirtækið okkar afsökunar á að hafa brugðist þeim,“ sagði Roger Penske í yfirlýsingu. Indycar-mótaröðin skoðar nú að koma á fót sjálfstæðri stjórn sem annast rekstur og tæknilegt eftirlit til þess að forðast mögulega hagsmunaárekstra þess að Penske eigi og stjórni bæði mótaröðinni og einu besta liðinu samtímis. Þrátt fyrir að þeir ræsi í 32. og 33. sæti eru Newgarden og McLaughlin enn taldir á meðal þeirra sigurstranglegustu í kappakstrinum á sunnudag.
Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira