Skipstjórinn svarar fyrir sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2025 11:59 Það andar köldu milli þeirra Gylfa og Sigurgeirs eftir slysið í nóvember 2023. Fyrrverandi skipstjóri á Huginn VE55 sem missti akkeri sem olli skemmdum á neysluvatnslögn í Vestmannaeyjum fyrir hálfu öðru ári segir mikil vonbrigði hvernig stjórnendur og eigendur Vinnslustöðvarinnar hafi komið fram eftir atvikið. Útgerðin sverti starfsmenn sína og dragi úr eigin ábyrgð á slysinu. Í nýlegri skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa var komist að þeirri niðurstöðu að hvorki hefði verið gengið rétt né nægjanlega vel frá akkerisbúnaði skipsins. Jafnframt hefði skipstjóri Hugins ekki haft réttar forsendur til að meta staðsetningu akkerisins þar sem hann hefði ekki vitað að akkeriskeðjan væri ekki í réttri lengd. Nefndin snerti einnig á samskiptavanda milli skipstjórnarmanna á Huginn VE55 og útgerðarinnar, þ.e. Vinnslustöðvarinnar þar sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri. Vinnslustöðin keypti útgerðarfélagið Hugin snemma árs 2021. Við kaupin var ákveðið að Guðmundur Ingi Guðmundsson yrði skipstjóri á móti föður sínum Guðmundi Hugin Guðmundssyni og föðurbróður, Gylfa Viðari Guðmundssyni. Gylfi og Guðmundur Huginn áttu 17,15 prósenta hlut í Hugin við söluna en þeir hafa komist á lista skattakónga í Eyjum vegna stöðu sinnar í sjávarútveginum. Nokkuð er síðan Guðmundur Huginn steig úr brúnni og eftir að neysluvatnslögnin fór í sundur í nóvember 2023 var Guðmundi Inga og Gylfa Viðari sagt upp störfum. Í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar fyrir helgi í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndarinnar var lögð áhersla á ábyrgð áhafnar að hafa ekki gengið nógu vel frá akkerisbúnaði. Þá hefði Vinnslustöðin tekið athugasemdir um dapra vinnustaðamenningu til skoðunar. Segja Huginsmenn hafa verið þvera Varðandi meint stirð samskipti stjórnenda hjá Vinnslustöðinni og skipstjórnarmanna þá fellst Vinnslustöðin ekki á þá niðurstöðu. „Þvert á móti voru þau í fullu samræmi við það sem almennt tíðkast í daglegum samskiptum og samstarfi við aðra skipstjóra hjá samstæðu Vinnslustöðvarinnar, móðurfélags Hugins ehf. Þess skal þó getið að eftir kaup Vinnslustöðvarinnar á öllu hlutafé Hugins ehf. urðu breytingar á skipulagi og starfsemi útgerðar skipsins. Fyrrum eigendur útgerðarinnar héldu áfram störfum sem yfirmenn skipsins en þurftu, eins og oft fylgir slíkum breytingum, að aðlagast nýju starfsumhverfi og breyttri stöðu innan skipulagsheildarinnar.“ Atvikið og afleiðingar þess hafi verið áhöfn Hugins þungbær reynsla, líkt og fyrir aðra sem að málinu hafi komið. Þá hafi málið einnig reynst mörgum í samfélaginu í Vestmannaeyjum erfitt. „Útgerðin lítur málið alvarlegum augum og harmar þær aðstæður sem upp komu. Stjórnendur útgerðarinnar leggja áherslu á að málið fái eðlilegan framgang í viðeigandi farvegi og óska jafnframt eftir að opinberri umræðu um það verði stillt í hóf af tillitssemi við alla sem í hlut eiga.“ Hófstillt umræða eða þöggun? Gylfi Viðar Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE55 umræddan dag, stingur niður penna á Facebook og staldrar við beiðni Vinnslustöðvarinnar (VSV) um hófstillta umræðu. Hann líti á hana sem þöggunartilburði því ýmislegt sé ósagt. „Yfirlýsingar framkvæmdarstjóra VSV í þessu máli m.a opinberlega og í sjórétti hafa hins vegar ekki einkennst af tillitsemi heldur því að sverta mannorð og starfsheiður fyrrverandi skipstjórnarmanna á Huginn VE55. Hann hefur opinberlega nafngreint okkur, ásakað og stillt upp sem vanhæfum. Mönnum sem hafa unnið af heilindum fyrir sitt byggðarlag og haft það sem meginmarkmið að fiska vel og skila áhöfn og skipi heilu og höldnu í höfn,“ segir Gylfi. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar er Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. „Samskiptahættir stjórnenda VSV virðast þó standa til bóta en samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) er stefnt að því að haldinn sé fyrirlestur um jákvæð og heilbrigð samskipti innan fyrirtækisins í kringum sjómannadaginn 2025, 19 mánuðum eftir að atvikið átti sér stað,“ segir Gylfi. Hann er hugsi yfir fullyrðingum þess efnis að samskiptavandi sé ekki á ábyrgð Vinnslustöðvarinnar heldur skipstjórnarmanna, þ.e. Gylfa og skyldmenna sem seldu hlut sinn en héldu áfram störfum á Hugin VE. „Áfram heldur VSV því áfram að sverta sína fyrrum starfsmenn og koma ábyrgðinni á aðra. Í sömu frétt þar sem tilgreindar eru niðurstöður skýrslu RNSA hefur vísvitandi verið sleppt að segja hver ástæðan var fyrir því að skipstjóri hafði ekki réttar forsendur til að meta staðsetningu ankerisins – enda liggur ábyrgðin hjá VSV.“ Vantaði rúma 100 metra á keðjuna Gylfi segir þá skipstjórnarmenn ekki haft vitneskju um að ankeriskeðjan væri of stutt þegar atvikið varð. „Ankerið hefði aldrei tekið niður í innsiglingunni heldur austan við Bjarnarey ef rétt lengd hefði verið á keðjunni. Þar af leiðandi hefði skaðinn á vatnslögninni aldrei orðið sá sem hann varð. Enda hefur komið í ljós að það vantaði rúma 100 metra á ankeriskeðjuna.“ Þá vanti á þriðju klukkustund af upptökum úr öryggismyndavél úti á dekki Hugins umræddan dag sem vísi á ankerisspilið. „Þessi tími gæti mögulega upplýst meira um hvað gerðist áður en ankerið festist í innsiglingunni. Samkvæmt rannsóknarnefnd eru órofnar upptökur til í sex vikur aftur í tímann en það eru ekki til upptökur á landleiðinni fyrir atvikið frá Vík í Mýrdal og þangað til að komið er að innsiglingunni. Samkvæmt upplýsingum sem fyrir liggja fór myndavélin aftur af stað eftir að komið var í innsiglinguna!“ Vinnslustöðin hafi greint og komið upptökum úr vélinni til rannsóknarnefndar en sagst ekki eiga tímann frá 14:47 til 17:11 þennan dag. „Ástæða þess að myndefni frá þessum tíma er horfið hafa ekki komið fram frá stjórnendum VSV.“ Haldið frá upplýsingum um viðhald Gylfi segir tvennt þurfa að koma til að ankeri haldi. Annars vegar öryggislás, sem Vinnslustöðin hafi sagt hafa verið opinn í nokkrar vikur og kennt skipstjórnarmönnum um, en líka bremsa á ankerisspili sem hífir og slakar keðjunni. „Rannsóknarnefnd vill meina að hún hafi verið illa eða óhert eða bremsan ekki setið rétt. Ástæður þess að svo hafi verið liggja þó ekki fyrir,“ segir Gylfi. Eftirlit með ankerisspili sé á ábyrgð yfirvélstjóra. Í sjóprófum hafi komið fram að venja sé að smyrja og liðka kúplingu á ankerisspili einu sinni í viku og taka sjónskoðun í leiðinni. Huginn VE að loðnuveiðum undan Snæfellsjökli í mars 2021.KMU Gylfi bendir á að nokkrum mánuðum áður en atvikið varð hafi Huginn VE55 farið í slipp á Akureyri. „Skipstjórnarmenn voru sendir heim um leið og komið var með bátinn norður. Það kom reyndar ekki á óvart þar sem stuttu áður höfðu stjórnendur VSV sagt að skipstjórnarmenn bæru enga ábyrgð á neinu er kæmi að viðhaldi hjá VSV.“ Það sé erfitt að sjá hvernig frágangur og eftirlit með búnaði um borð í skipi geti verið fullnægjandi þegar upplýsingar fáist ekki frá útgerðinni um viðhald. „Fram kom í sjóprófum að sniðið hafði verið af ankerinu í slippnum því það hafi ekki passað eða verið af réttri stærð. Yfirvélstjóri greindi frá því að það hafi ekki verið tekið niður, en tæknilegur rekstrarstjóri greindi frá því í sjóprófum að það væri ekki hægt að sverfa af því nema að láta það síga.“ Vitneskja um að keðjan á ankerinu var of stutt hefði því þarna átt að vera ljós hafi hún ekki verið það fyrir. „Óljóst er einnig hvort gengið hafi verið rétt frá ankerinu eftir þessa framkvæmd. Skipstjórnarmenn voru ekki upplýstir um þessar framkvæmdir heldur fréttu af þeim eftir atvikið 17. nóvember 2023.“ Aldrei spurðir út í atvik Gylfi segir það eiga að vera allra hag að upplýsa og greina atvik sem verði á sjó til að tryggja öryggi sjómanna, draga úr hættum og læra af mistökum. „Fyrrum skipstjórnarmenn Hugins lögðu sig fram við að vinna með lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa við að greina atvikið.“ Í nýlegri tilkynningu Vinnslustöðvarinnar hafi útgerðin sagt frá eigin frumrannsókn á atvikinu og eigin niðurstöðum. „Í einni af frétt framkvæmdarstjóra um málið hafði hann þó sagt að hann ætlaði sér hvorki að vera rannsakandi né dómari í málinu, hann hefur þó tekið að sér bæði hlutverkin.“ Í stað þess að Vinnslustöðin hefði unnið með skipstjórnarmönnum að því að greina orsakir þess sem gerðist hafi þeim frá upphafi verið haldið algjörlega utan við málið af Vinnslustöðinni og sagt upp störfum innan sólarhrings. „Hins vegar voru stjórnendur frá VSV ásamt fleirum um borð dagana eftir atvikið. Framkvæmdarstjórinn fullyrti fljótt að öryggisloki hafi verið prófaður eftir atvikið og verið í fullkomnu lagi. Líklega var það partur af hans svokölluðu frumrannsókn sem átti sér stað áður en rannsóknarnefndin kom á staðinn.“ Rannsóknarnefndin hafi komið til Vestmannaeyja á mánudeginum 20. nóvember en eiginleg rannsókn á búnaðinum ekki farið fram fyrr en síðar. „Það sætir furðu að á engum tímapunkti hefur stjórn Vinnslustöðvarinnar haft samband við skipstjórnarmenn til að fá upplýsingar um þeirra hlið mála.“ Í atvikaskýrslu frá skrifstofu Vinnslustöðvarinnar sem lögð var fyrir sjórétt hafi verið rakið hvað ætti að hafa gerst þegar ankerið féll. „Margt í þeirri skýrslu var hrakið í sjóprófum enda hluti hennar ósannindi. Fram kom svo í sjóprófum að textann í skýrslunni hafði mannauðsstjórinn ritað. Eðlilegt hefði verið að stjórn VSV hefði kynnt sér allar hliðar málsins en stjórnir fyrirtækja hafa rétt og skyldu til að fylgjast með störfum framkvæmdarstjóra og samþykki stjórnar þarf í óvenjulegum eða stórfelldum málefnum.“ Stjórnin beri því einnig ábyrgð á því hvernig á málinu hafi verið tekið, það unnið og í hvaða farveg það hafi farið. Barist fyrir dómstólum „Það eru mikil vonbrigði að verða vitni að og finna það hvernig stjórnendur og eigendur í stóru fyrirtæki með djúpar rætur í okkar góða samfélagi hafa komið fram í kjölfar þessa atviks. Það er sárt að sjá hvernig mannauður fyrirtækis er vanvirtur, markmiðið virðist hafa verið að brjóta upp góða og samhenta áhöfn fyrir og í kjölfarið á atviki sem var þess eðlis að taka hefði þurft utan um mannskapinn og hlúa að honum.“ Málinu er þó ekki lokið með niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar. Vestmannaeyjabær höfðaði skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni vegna tjónsins á neysluvatnslögninni. Telur bærinn tjónið að minnsta kosti upp á einn og hálfan milljarð. „Tryggingafélag útgerðarinnar, VÍS, hefur greitt bætur vegna tjónsins á neysluvatnslögn og ljósleiðara í samræmi við ákvæði siglingalaga, og hefur tjónið þar með verið bætt að fullu samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það hafa HS Veitur og Vestmannaeyjabær lýst því yfir að þau sætti sig ekki við þau málalok og undirbúa nú málssókn á hendur bæði útgerðinni og VÍS. Það mál mun hafa sinn gang hjá dómstólum,“ segir á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa var komist að þeirri niðurstöðu að hvorki hefði verið gengið rétt né nægjanlega vel frá akkerisbúnaði skipsins. Jafnframt hefði skipstjóri Hugins ekki haft réttar forsendur til að meta staðsetningu akkerisins þar sem hann hefði ekki vitað að akkeriskeðjan væri ekki í réttri lengd. Nefndin snerti einnig á samskiptavanda milli skipstjórnarmanna á Huginn VE55 og útgerðarinnar, þ.e. Vinnslustöðvarinnar þar sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri. Vinnslustöðin keypti útgerðarfélagið Hugin snemma árs 2021. Við kaupin var ákveðið að Guðmundur Ingi Guðmundsson yrði skipstjóri á móti föður sínum Guðmundi Hugin Guðmundssyni og föðurbróður, Gylfa Viðari Guðmundssyni. Gylfi og Guðmundur Huginn áttu 17,15 prósenta hlut í Hugin við söluna en þeir hafa komist á lista skattakónga í Eyjum vegna stöðu sinnar í sjávarútveginum. Nokkuð er síðan Guðmundur Huginn steig úr brúnni og eftir að neysluvatnslögnin fór í sundur í nóvember 2023 var Guðmundi Inga og Gylfa Viðari sagt upp störfum. Í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar fyrir helgi í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndarinnar var lögð áhersla á ábyrgð áhafnar að hafa ekki gengið nógu vel frá akkerisbúnaði. Þá hefði Vinnslustöðin tekið athugasemdir um dapra vinnustaðamenningu til skoðunar. Segja Huginsmenn hafa verið þvera Varðandi meint stirð samskipti stjórnenda hjá Vinnslustöðinni og skipstjórnarmanna þá fellst Vinnslustöðin ekki á þá niðurstöðu. „Þvert á móti voru þau í fullu samræmi við það sem almennt tíðkast í daglegum samskiptum og samstarfi við aðra skipstjóra hjá samstæðu Vinnslustöðvarinnar, móðurfélags Hugins ehf. Þess skal þó getið að eftir kaup Vinnslustöðvarinnar á öllu hlutafé Hugins ehf. urðu breytingar á skipulagi og starfsemi útgerðar skipsins. Fyrrum eigendur útgerðarinnar héldu áfram störfum sem yfirmenn skipsins en þurftu, eins og oft fylgir slíkum breytingum, að aðlagast nýju starfsumhverfi og breyttri stöðu innan skipulagsheildarinnar.“ Atvikið og afleiðingar þess hafi verið áhöfn Hugins þungbær reynsla, líkt og fyrir aðra sem að málinu hafi komið. Þá hafi málið einnig reynst mörgum í samfélaginu í Vestmannaeyjum erfitt. „Útgerðin lítur málið alvarlegum augum og harmar þær aðstæður sem upp komu. Stjórnendur útgerðarinnar leggja áherslu á að málið fái eðlilegan framgang í viðeigandi farvegi og óska jafnframt eftir að opinberri umræðu um það verði stillt í hóf af tillitssemi við alla sem í hlut eiga.“ Hófstillt umræða eða þöggun? Gylfi Viðar Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE55 umræddan dag, stingur niður penna á Facebook og staldrar við beiðni Vinnslustöðvarinnar (VSV) um hófstillta umræðu. Hann líti á hana sem þöggunartilburði því ýmislegt sé ósagt. „Yfirlýsingar framkvæmdarstjóra VSV í þessu máli m.a opinberlega og í sjórétti hafa hins vegar ekki einkennst af tillitsemi heldur því að sverta mannorð og starfsheiður fyrrverandi skipstjórnarmanna á Huginn VE55. Hann hefur opinberlega nafngreint okkur, ásakað og stillt upp sem vanhæfum. Mönnum sem hafa unnið af heilindum fyrir sitt byggðarlag og haft það sem meginmarkmið að fiska vel og skila áhöfn og skipi heilu og höldnu í höfn,“ segir Gylfi. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar er Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. „Samskiptahættir stjórnenda VSV virðast þó standa til bóta en samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) er stefnt að því að haldinn sé fyrirlestur um jákvæð og heilbrigð samskipti innan fyrirtækisins í kringum sjómannadaginn 2025, 19 mánuðum eftir að atvikið átti sér stað,“ segir Gylfi. Hann er hugsi yfir fullyrðingum þess efnis að samskiptavandi sé ekki á ábyrgð Vinnslustöðvarinnar heldur skipstjórnarmanna, þ.e. Gylfa og skyldmenna sem seldu hlut sinn en héldu áfram störfum á Hugin VE. „Áfram heldur VSV því áfram að sverta sína fyrrum starfsmenn og koma ábyrgðinni á aðra. Í sömu frétt þar sem tilgreindar eru niðurstöður skýrslu RNSA hefur vísvitandi verið sleppt að segja hver ástæðan var fyrir því að skipstjóri hafði ekki réttar forsendur til að meta staðsetningu ankerisins – enda liggur ábyrgðin hjá VSV.“ Vantaði rúma 100 metra á keðjuna Gylfi segir þá skipstjórnarmenn ekki haft vitneskju um að ankeriskeðjan væri of stutt þegar atvikið varð. „Ankerið hefði aldrei tekið niður í innsiglingunni heldur austan við Bjarnarey ef rétt lengd hefði verið á keðjunni. Þar af leiðandi hefði skaðinn á vatnslögninni aldrei orðið sá sem hann varð. Enda hefur komið í ljós að það vantaði rúma 100 metra á ankeriskeðjuna.“ Þá vanti á þriðju klukkustund af upptökum úr öryggismyndavél úti á dekki Hugins umræddan dag sem vísi á ankerisspilið. „Þessi tími gæti mögulega upplýst meira um hvað gerðist áður en ankerið festist í innsiglingunni. Samkvæmt rannsóknarnefnd eru órofnar upptökur til í sex vikur aftur í tímann en það eru ekki til upptökur á landleiðinni fyrir atvikið frá Vík í Mýrdal og þangað til að komið er að innsiglingunni. Samkvæmt upplýsingum sem fyrir liggja fór myndavélin aftur af stað eftir að komið var í innsiglinguna!“ Vinnslustöðin hafi greint og komið upptökum úr vélinni til rannsóknarnefndar en sagst ekki eiga tímann frá 14:47 til 17:11 þennan dag. „Ástæða þess að myndefni frá þessum tíma er horfið hafa ekki komið fram frá stjórnendum VSV.“ Haldið frá upplýsingum um viðhald Gylfi segir tvennt þurfa að koma til að ankeri haldi. Annars vegar öryggislás, sem Vinnslustöðin hafi sagt hafa verið opinn í nokkrar vikur og kennt skipstjórnarmönnum um, en líka bremsa á ankerisspili sem hífir og slakar keðjunni. „Rannsóknarnefnd vill meina að hún hafi verið illa eða óhert eða bremsan ekki setið rétt. Ástæður þess að svo hafi verið liggja þó ekki fyrir,“ segir Gylfi. Eftirlit með ankerisspili sé á ábyrgð yfirvélstjóra. Í sjóprófum hafi komið fram að venja sé að smyrja og liðka kúplingu á ankerisspili einu sinni í viku og taka sjónskoðun í leiðinni. Huginn VE að loðnuveiðum undan Snæfellsjökli í mars 2021.KMU Gylfi bendir á að nokkrum mánuðum áður en atvikið varð hafi Huginn VE55 farið í slipp á Akureyri. „Skipstjórnarmenn voru sendir heim um leið og komið var með bátinn norður. Það kom reyndar ekki á óvart þar sem stuttu áður höfðu stjórnendur VSV sagt að skipstjórnarmenn bæru enga ábyrgð á neinu er kæmi að viðhaldi hjá VSV.“ Það sé erfitt að sjá hvernig frágangur og eftirlit með búnaði um borð í skipi geti verið fullnægjandi þegar upplýsingar fáist ekki frá útgerðinni um viðhald. „Fram kom í sjóprófum að sniðið hafði verið af ankerinu í slippnum því það hafi ekki passað eða verið af réttri stærð. Yfirvélstjóri greindi frá því að það hafi ekki verið tekið niður, en tæknilegur rekstrarstjóri greindi frá því í sjóprófum að það væri ekki hægt að sverfa af því nema að láta það síga.“ Vitneskja um að keðjan á ankerinu var of stutt hefði því þarna átt að vera ljós hafi hún ekki verið það fyrir. „Óljóst er einnig hvort gengið hafi verið rétt frá ankerinu eftir þessa framkvæmd. Skipstjórnarmenn voru ekki upplýstir um þessar framkvæmdir heldur fréttu af þeim eftir atvikið 17. nóvember 2023.“ Aldrei spurðir út í atvik Gylfi segir það eiga að vera allra hag að upplýsa og greina atvik sem verði á sjó til að tryggja öryggi sjómanna, draga úr hættum og læra af mistökum. „Fyrrum skipstjórnarmenn Hugins lögðu sig fram við að vinna með lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa við að greina atvikið.“ Í nýlegri tilkynningu Vinnslustöðvarinnar hafi útgerðin sagt frá eigin frumrannsókn á atvikinu og eigin niðurstöðum. „Í einni af frétt framkvæmdarstjóra um málið hafði hann þó sagt að hann ætlaði sér hvorki að vera rannsakandi né dómari í málinu, hann hefur þó tekið að sér bæði hlutverkin.“ Í stað þess að Vinnslustöðin hefði unnið með skipstjórnarmönnum að því að greina orsakir þess sem gerðist hafi þeim frá upphafi verið haldið algjörlega utan við málið af Vinnslustöðinni og sagt upp störfum innan sólarhrings. „Hins vegar voru stjórnendur frá VSV ásamt fleirum um borð dagana eftir atvikið. Framkvæmdarstjórinn fullyrti fljótt að öryggisloki hafi verið prófaður eftir atvikið og verið í fullkomnu lagi. Líklega var það partur af hans svokölluðu frumrannsókn sem átti sér stað áður en rannsóknarnefndin kom á staðinn.“ Rannsóknarnefndin hafi komið til Vestmannaeyja á mánudeginum 20. nóvember en eiginleg rannsókn á búnaðinum ekki farið fram fyrr en síðar. „Það sætir furðu að á engum tímapunkti hefur stjórn Vinnslustöðvarinnar haft samband við skipstjórnarmenn til að fá upplýsingar um þeirra hlið mála.“ Í atvikaskýrslu frá skrifstofu Vinnslustöðvarinnar sem lögð var fyrir sjórétt hafi verið rakið hvað ætti að hafa gerst þegar ankerið féll. „Margt í þeirri skýrslu var hrakið í sjóprófum enda hluti hennar ósannindi. Fram kom svo í sjóprófum að textann í skýrslunni hafði mannauðsstjórinn ritað. Eðlilegt hefði verið að stjórn VSV hefði kynnt sér allar hliðar málsins en stjórnir fyrirtækja hafa rétt og skyldu til að fylgjast með störfum framkvæmdarstjóra og samþykki stjórnar þarf í óvenjulegum eða stórfelldum málefnum.“ Stjórnin beri því einnig ábyrgð á því hvernig á málinu hafi verið tekið, það unnið og í hvaða farveg það hafi farið. Barist fyrir dómstólum „Það eru mikil vonbrigði að verða vitni að og finna það hvernig stjórnendur og eigendur í stóru fyrirtæki með djúpar rætur í okkar góða samfélagi hafa komið fram í kjölfar þessa atviks. Það er sárt að sjá hvernig mannauður fyrirtækis er vanvirtur, markmiðið virðist hafa verið að brjóta upp góða og samhenta áhöfn fyrir og í kjölfarið á atviki sem var þess eðlis að taka hefði þurft utan um mannskapinn og hlúa að honum.“ Málinu er þó ekki lokið með niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar. Vestmannaeyjabær höfðaði skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni vegna tjónsins á neysluvatnslögninni. Telur bærinn tjónið að minnsta kosti upp á einn og hálfan milljarð. „Tryggingafélag útgerðarinnar, VÍS, hefur greitt bætur vegna tjónsins á neysluvatnslögn og ljósleiðara í samræmi við ákvæði siglingalaga, og hefur tjónið þar með verið bætt að fullu samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það hafa HS Veitur og Vestmannaeyjabær lýst því yfir að þau sætti sig ekki við þau málalok og undirbúa nú málssókn á hendur bæði útgerðinni og VÍS. Það mál mun hafa sinn gang hjá dómstólum,“ segir á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira