Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2025 08:32 Stephanie Case hljóp til sigurs í hundrað kílómetra hlaupi, með sex mánaða dóttur sína á brjósti. @theultrarunnergirl Ofurhlauparinn Stephanie Case náði öllum að óvörum að vinna stærsta ofurmaraþon Bretlands, með sex mánaða dóttur sína á brjósti. Case, sem er 43 ára kanadískur mannréttindalögfræðingur, er þekkt sem „ofurhlaupastelpan“ (e. theultrarunnergirl) á samfélagsmiðlum en síðustu ár hefur hún hins vegar haldið sig frá keppni í hlaupum. Hún hefur nefnilega unnið að því að eignast barn en gengið í gegnum þá erfiðu reynslu sem fósturmissir er, oftar en einu sinni, áður en hún fæddi svo Pepper fyrir hálfu ári. Case sneri svo aftur til keppni með stæl á dögunum, í Ultra-Trail Snowdonia hlaupinu í Wales, og lét sig ekki muna um að gefa Pepper brjóst í keppninni. Pabbinn, John Roberts, fór með dótturina á milli drykkjarstöðva þar sem mæðgurnar höfðu þá báðar færi á að slökkva þorsta. View this post on Instagram A post shared by Strava (@strava) Case var ræst af stað hálftíma á eftir þeim hlaupurum sem fyrir fram voru taldir sterkastir í hlaupinu, og var ekki með neinar væntingar um að komast á verðlaunapall. Hlaupið gekk hins vegar svo vel að hún endaði á að vinna. „Þetta var í alvöru eins og að hjóla – með hverjum kílómetra fann ég að ég hafði ekkert misst á síðustu þremur árum. Raunar hef ég öðlast meiri ánægju og styrk úr þessari íþrótt sem móðir en ég gerði nokkurn tímann áður,“ skrifaði Case á Instagram. „Þó að það hafi brotið í mér hjartað að skilja Pepper litlu alltaf eftir á drykkjarstöðvunum þá vildi ég sýna henni – okkur báðum – hversu magnaðar mömmuhlauparar geta verið,“ skrifaði Case og hvatti nýjar mæður til að vera óhræddar við að setja sér ný markmið. View this post on Instagram A post shared by RUN (@outside_run) Að sama skapi kvaðst hún meðvituð um að þó að saga sín gæti verið hvatning fyrir suma þá gæti hún dregið aðra niður: „Ég er heppin að vera í lagi líkamlega eftir barneignir (með miklum grindarbotnsæfingum!). Sumar eru ekki svo heppnar,“ skrifaði Case og var svo hreinskilin með það að hún hefði ekki alveg haft stjórn á þvagblöðrunni eftir 95 kílómetra hlaup. Case hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið hlaupið, þegar hún kom í mark: „Síðan kíkti einhver á flögutímann hjá mér. Hlaupstjórarnir komu svo til mín og voru bara: „Þú vannst reyndar. Geturðu hlaupið aftur í gegnum markið fyrir myndavélarnar?““ Það gerði Case en var enn í hálfgerðu áfalli yfir því að hafa í alvörunni unnið. Hún sé hins vegar ekki frábrugðin öðrum. „Ég er ekkert sérstök. Ég eignaðist barn og hljóp í keppni. Það ætti að vera eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Case. Case lauk hlaupinu á 16 klukkutímum, 53 mínútum og 22 sekúndum. Hlaup Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira
Case, sem er 43 ára kanadískur mannréttindalögfræðingur, er þekkt sem „ofurhlaupastelpan“ (e. theultrarunnergirl) á samfélagsmiðlum en síðustu ár hefur hún hins vegar haldið sig frá keppni í hlaupum. Hún hefur nefnilega unnið að því að eignast barn en gengið í gegnum þá erfiðu reynslu sem fósturmissir er, oftar en einu sinni, áður en hún fæddi svo Pepper fyrir hálfu ári. Case sneri svo aftur til keppni með stæl á dögunum, í Ultra-Trail Snowdonia hlaupinu í Wales, og lét sig ekki muna um að gefa Pepper brjóst í keppninni. Pabbinn, John Roberts, fór með dótturina á milli drykkjarstöðva þar sem mæðgurnar höfðu þá báðar færi á að slökkva þorsta. View this post on Instagram A post shared by Strava (@strava) Case var ræst af stað hálftíma á eftir þeim hlaupurum sem fyrir fram voru taldir sterkastir í hlaupinu, og var ekki með neinar væntingar um að komast á verðlaunapall. Hlaupið gekk hins vegar svo vel að hún endaði á að vinna. „Þetta var í alvöru eins og að hjóla – með hverjum kílómetra fann ég að ég hafði ekkert misst á síðustu þremur árum. Raunar hef ég öðlast meiri ánægju og styrk úr þessari íþrótt sem móðir en ég gerði nokkurn tímann áður,“ skrifaði Case á Instagram. „Þó að það hafi brotið í mér hjartað að skilja Pepper litlu alltaf eftir á drykkjarstöðvunum þá vildi ég sýna henni – okkur báðum – hversu magnaðar mömmuhlauparar geta verið,“ skrifaði Case og hvatti nýjar mæður til að vera óhræddar við að setja sér ný markmið. View this post on Instagram A post shared by RUN (@outside_run) Að sama skapi kvaðst hún meðvituð um að þó að saga sín gæti verið hvatning fyrir suma þá gæti hún dregið aðra niður: „Ég er heppin að vera í lagi líkamlega eftir barneignir (með miklum grindarbotnsæfingum!). Sumar eru ekki svo heppnar,“ skrifaði Case og var svo hreinskilin með það að hún hefði ekki alveg haft stjórn á þvagblöðrunni eftir 95 kílómetra hlaup. Case hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið hlaupið, þegar hún kom í mark: „Síðan kíkti einhver á flögutímann hjá mér. Hlaupstjórarnir komu svo til mín og voru bara: „Þú vannst reyndar. Geturðu hlaupið aftur í gegnum markið fyrir myndavélarnar?““ Það gerði Case en var enn í hálfgerðu áfalli yfir því að hafa í alvörunni unnið. Hún sé hins vegar ekki frábrugðin öðrum. „Ég er ekkert sérstök. Ég eignaðist barn og hljóp í keppni. Það ætti að vera eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Case. Case lauk hlaupinu á 16 klukkutímum, 53 mínútum og 22 sekúndum.
Hlaup Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira