Náðar spilltan fógeta Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2025 14:06 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að náða fógeta sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Forsetinn segir fógetann spillta hafa verið ofsóttan af öfgamönnum í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Scott Jenkins, var fógeti í Culpepersýslu í Virginíu. Hann var dæmdur fyrir svik og mútuþægni í mars og dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að gera auðuga menn að fógetafulltrúum í skiptum fyrir reiðufé en í heild var hann dæmdur til að taka við mútum frá átta aðilum. Hann tók við rúmlega 75 þúsundum dala í mútur. Það samsvarar um 9,5 milljónum króna. Jenkins gerði tvo útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að fógetafulltrúum fyrir fimm þúsund dali annars vegar og tíu þúsund dali hins vegar. Þá sagði athafnamaður frá Virginíu frá því í dómsal að Jenkins hefði hjálpað honum að endurheimta byssuleyfi sitt og svo gert hann að fógetafulltrúa í skiptum fyrir tugi þúsunda dala í reiðufé og lán sem aldrei voru endurgreidd. Hann átti að hefja afplánun sína í dag, þriðjudag. Í síðasta mánuði sagði Jenkins á viðburði á vegum samtaka fógeta, samkvæmt frétt BBC, að hann væri viss um að Trump myndi hjálpa honum, ef hann fengi að segja forsetanum sögu sína. „Spillt“ dómsmálaráðuneyti Trump sagði frá náðuninni á samfélagsmiðli hans í gær og sagði hann að „spillt og vopnvætt“ dómsmálaráðuneyti Joes Biden hefði dregið Jenkins og fjölskyldu hans gegnum svaðið. Jenkins væri yndislegur maður sem hefði verið ofsóttur af öfgamönnum. Hann hélt því einnig fram að dómari málsins hafi meinað Jenkins að leggja fram sönnunargögn sem hefðu leitt til sýknu. Trump á í stirðu sambandi við dómskerfi Bandaríkjanna um þessar mundir en dómarar hafa ítrekað staðið í vegi áætlana hans og þá sérstaklega hvað varðar brottflutning meints flótta- og farandfólks úr landi. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Bandamenn Trumps og ráðgjafar hafa ítrekað kallað eftir því að dómurum verði velt úr sessi eða að ríkisstjórnin fari ekki eftir úrskurði þeirra. Í færslu sinni frá því í gær skrifaði Trump að eins og þekkt væri hefðu öfgafullir dómarar ekki að fylgja lögunum heldur eigin geðþótta. Fógetinn væri fórnarlamb þessa kerfis og að hann myndi ekki verja einum degi í fangelsi. Þessi í stað myndi Jenkins, sem er 53 ára gamall, eiga yndislegt og afkastamikla ævi. Umfangsmiklar náðanir stuðningsmanna Trump hefur ítrekað náðað stuðningsmenn sína. Í síðasta mánuði náðaði hann Repúblikana frá Nevada sem hafði notað fjármuni sem áttu að fara í styttu af lögregluþjóni sem féll við störf í persónulegum tilgangi. Hún notaði peningana meðal annars í lýtalækningar. Í janúar náðaði hann svo Ross Ulbricht, stofnanda vefsins Silk Road, þar sem ólöglegur varningur eins og fíkniefni og vopn gengu kaupum og sölum um langt skeið. Hann var sakfelldur fyrir fíkniefnasölu og peningasölu. Hann var einnig sakaður um að hafa lagt á ráðin um sex launmorð en það tókst ekki að sanna þær ásakanir. Þegar Trump tilkynnti náðun Ulbricht sagði hann „úrþvættin“ sem hafi farið gegn sér á árum áður. Þá hefur Trump náðað Rod Blagojevich, fyrrverandi ríkisstjóra Illinois, sem var dæmdur fyrir að reyna að selja öldungadeildarsæti Baracks Obama. Auk þess að hafa náðað pólitíska bandamenn, fyrrverandi starfsmenn og stríðsglæpamenn á árum áður náðaði Trump einnig, eins og frægt er, alla þá sem tóku þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Scott Jenkins, var fógeti í Culpepersýslu í Virginíu. Hann var dæmdur fyrir svik og mútuþægni í mars og dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að gera auðuga menn að fógetafulltrúum í skiptum fyrir reiðufé en í heild var hann dæmdur til að taka við mútum frá átta aðilum. Hann tók við rúmlega 75 þúsundum dala í mútur. Það samsvarar um 9,5 milljónum króna. Jenkins gerði tvo útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að fógetafulltrúum fyrir fimm þúsund dali annars vegar og tíu þúsund dali hins vegar. Þá sagði athafnamaður frá Virginíu frá því í dómsal að Jenkins hefði hjálpað honum að endurheimta byssuleyfi sitt og svo gert hann að fógetafulltrúa í skiptum fyrir tugi þúsunda dala í reiðufé og lán sem aldrei voru endurgreidd. Hann átti að hefja afplánun sína í dag, þriðjudag. Í síðasta mánuði sagði Jenkins á viðburði á vegum samtaka fógeta, samkvæmt frétt BBC, að hann væri viss um að Trump myndi hjálpa honum, ef hann fengi að segja forsetanum sögu sína. „Spillt“ dómsmálaráðuneyti Trump sagði frá náðuninni á samfélagsmiðli hans í gær og sagði hann að „spillt og vopnvætt“ dómsmálaráðuneyti Joes Biden hefði dregið Jenkins og fjölskyldu hans gegnum svaðið. Jenkins væri yndislegur maður sem hefði verið ofsóttur af öfgamönnum. Hann hélt því einnig fram að dómari málsins hafi meinað Jenkins að leggja fram sönnunargögn sem hefðu leitt til sýknu. Trump á í stirðu sambandi við dómskerfi Bandaríkjanna um þessar mundir en dómarar hafa ítrekað staðið í vegi áætlana hans og þá sérstaklega hvað varðar brottflutning meints flótta- og farandfólks úr landi. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Bandamenn Trumps og ráðgjafar hafa ítrekað kallað eftir því að dómurum verði velt úr sessi eða að ríkisstjórnin fari ekki eftir úrskurði þeirra. Í færslu sinni frá því í gær skrifaði Trump að eins og þekkt væri hefðu öfgafullir dómarar ekki að fylgja lögunum heldur eigin geðþótta. Fógetinn væri fórnarlamb þessa kerfis og að hann myndi ekki verja einum degi í fangelsi. Þessi í stað myndi Jenkins, sem er 53 ára gamall, eiga yndislegt og afkastamikla ævi. Umfangsmiklar náðanir stuðningsmanna Trump hefur ítrekað náðað stuðningsmenn sína. Í síðasta mánuði náðaði hann Repúblikana frá Nevada sem hafði notað fjármuni sem áttu að fara í styttu af lögregluþjóni sem féll við störf í persónulegum tilgangi. Hún notaði peningana meðal annars í lýtalækningar. Í janúar náðaði hann svo Ross Ulbricht, stofnanda vefsins Silk Road, þar sem ólöglegur varningur eins og fíkniefni og vopn gengu kaupum og sölum um langt skeið. Hann var sakfelldur fyrir fíkniefnasölu og peningasölu. Hann var einnig sakaður um að hafa lagt á ráðin um sex launmorð en það tókst ekki að sanna þær ásakanir. Þegar Trump tilkynnti náðun Ulbricht sagði hann „úrþvættin“ sem hafi farið gegn sér á árum áður. Þá hefur Trump náðað Rod Blagojevich, fyrrverandi ríkisstjóra Illinois, sem var dæmdur fyrir að reyna að selja öldungadeildarsæti Baracks Obama. Auk þess að hafa náðað pólitíska bandamenn, fyrrverandi starfsmenn og stríðsglæpamenn á árum áður náðaði Trump einnig, eins og frægt er, alla þá sem tóku þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira