Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. maí 2025 13:33 Skiptar skoðanir eru á framtíð Heiðmerkur en áform eru um að takmarka bílaumferð og girða af stærra svæði en áður í þágu vatnsverndar. Vísir/Vilhelm Jarðfræðingur segir svæði sem Veitur áforma um að girða af í Heiðmörk í þágu vatnsverndar óþarflega stórt. Hann leggur endurskilgreiningu vatnsverndarsvæðisins og bindur vonir við að Veitur, sem standa fyrir breytingunum, hinkri með framkvæmdir í Heiðmörk. Sjálfbærnistjóri segir forgangsröðunina einfalda; vatnið fyrst og aðrir hagsmunir síðan. Veitur stefna að því að loka stóru svæði Heiðmerkur fyrir almennri bílaumferð á næstu árum í nafni vatnsverndar. Þá eru áform um að stækka girt svæði í kringum Myllulækjarvatnsbólið til muna með þeim afleiðingum að rask verður á gönguleiðum. Skógræktarfélag Reykjavíkur stóð fyrir málþingi vegna breytinganna í Norræna húsinu í gær. Fulltrúum Veitna og Orkuveitu Reykjavíkur var boðin þátttaka í málþinginu en afþökkuðu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stjórnarkona í Skógræktarfélaginu sagði eftir fundinn að breytingarnar takmarki aðgengi að útivistarsvæðinu verulega. Félagið vilji auka aðgengi að svæðinu en ekki takmarka. Hún bendir á að engar almenningssamgöngur gangi að Heiðmörk. „Það langar engan að hafa hringakstur inni í Heiðmörkinni eða akstur þar sem verið er að þyrla ryki eins og stundum þegar það er mikill gegnumakstur. Það er hægt að gera margt til þess að takmarka umferð þarna en það má ekki takmarka möguleika fólks til að koma inn í Heiðmörkina. Skóla, börn, barnaafmæli, eldra fólk, fatlaða. Þeir verða að eiga möguleika á greiðri innkomu inn í Heiðmörk.“ Skynsamlegt að endurmeta stöðuna Árni Hjartarson jarðfræðingur fjallaði um stækkun vatnsverndarsvæðisins á málþinginu. Hann segir sambúð skógræktarinnar og vatnsöflunarinnar hafa staðið yfir á svæðinu áfallalaust í um 75 ár. Gangi áform Veitna um að stækka girðingu í kringum Myllulækjarvatnsbólið eftir lokist hinn svokallaði ríkishringur, ein aðal gönguleiðin á svæðinu. „Samkvæmt reglum eiga þeir að girða af allt verndarsvæðið og hafa ákveðið að gera það. Það hefur eitthvað skort á samræður og samráð milli aðila,“ segir Árni. Hann gerir athugasemd við stærð svæðisins sem til stendur að girða. „Í raun er þetta grunnsvæði eða verndarsvæði í kringum vatnsbólið skilgreint óþarflega stórt. Þannig að það væri alveg hægt að endurskilgreina verndarsvæðið og hafa það minna en það er núna á pappírunum. Og komast af með mun þrengri girðingu.“ Árni segir Skógræktarfélagið og Veitur hæglega getað komist að samkomulagi um framtíð Heiðmerkur þannig að allir gangi sáttir frá borði. Til að mynda sé hægt að færa alla vatnsupptökuna af Myllulækjarsvæðinu upp í Vatnsendakrika. Hann segir skynsamlegt ef Veitur tækju umrædd sjónarmið til greina og frestuðu fyrirhuguðum framkvæmdum í sumar. „Það væri skynsamlegt af þeim að hinkra aðeins og endurmeta stöðuna.“ Vatnið fyrst, svo hitt Eiríkur Hjálmarsson sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar birti skoðunarpistil á Vísi í gær þar sem hann tók í sama streng og Árni um gott samstarf skógræktarinnar en segir breytingar sem fela í sér færslu á vatnsbólinu ótækar. Hann segir að á fyrstu áratugum vatnsveitunnar í Heiðmörk hafi frístundabyggð verið byggð óþægilega nálægt vatnsbólunum, og á sama tíma hafi Suðurlandsvegur verið lagður með ört vaxandi umferð og háspennulínur lagðar þvert yfir vatnstökuna. Í leið hafi útivist á svæðinu farið ört vaxandi. „Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var forgangsröðunin fullljós fyrir áratug. Þá mótuðu þau saman framtíðarsýn á þróun svæðisins. Það var gert með svæðisskipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem afar breið samfélagsleg sátt ríkir um. Vatn er grundvallarnauðsyn fólki, atvinnulífi og brunavörnum í sveitarfélögunum. Þess vegna var vatnsverndin það fyrsta sem sett var á skipulagið. Vatnið fyrst, svo aðrir hagsmunir.“ Hann segir tillögu um að færa vatnsbólið þá fyrstu í meira en öld. „Að það öryggi vatnsbólanna, sem barist hefur verið við að efla um áratugaskeið gegn vaxandi ógnum, lúti í lægra haldi fyrir bílaumferð um útivistarsvæði. Það finnst mér ótækt og væri ömurleg afturför frá þeirri góðu sátt sem sveitarfélögin náðu fyrir réttum áratug um forgangsröðun framtíðarhagsmuna íbúa.“ Vatn Reykjavík Garðabær Kópavogur Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Tengdar fréttir Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur klukkan 17 í Norræna húsinu í tilefni þess að margt bendir til þess að aðgengi almennings verði takmarkað að svæðinu í framtíðinni. 28. maí 2025 15:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Veitur stefna að því að loka stóru svæði Heiðmerkur fyrir almennri bílaumferð á næstu árum í nafni vatnsverndar. Þá eru áform um að stækka girt svæði í kringum Myllulækjarvatnsbólið til muna með þeim afleiðingum að rask verður á gönguleiðum. Skógræktarfélag Reykjavíkur stóð fyrir málþingi vegna breytinganna í Norræna húsinu í gær. Fulltrúum Veitna og Orkuveitu Reykjavíkur var boðin þátttaka í málþinginu en afþökkuðu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stjórnarkona í Skógræktarfélaginu sagði eftir fundinn að breytingarnar takmarki aðgengi að útivistarsvæðinu verulega. Félagið vilji auka aðgengi að svæðinu en ekki takmarka. Hún bendir á að engar almenningssamgöngur gangi að Heiðmörk. „Það langar engan að hafa hringakstur inni í Heiðmörkinni eða akstur þar sem verið er að þyrla ryki eins og stundum þegar það er mikill gegnumakstur. Það er hægt að gera margt til þess að takmarka umferð þarna en það má ekki takmarka möguleika fólks til að koma inn í Heiðmörkina. Skóla, börn, barnaafmæli, eldra fólk, fatlaða. Þeir verða að eiga möguleika á greiðri innkomu inn í Heiðmörk.“ Skynsamlegt að endurmeta stöðuna Árni Hjartarson jarðfræðingur fjallaði um stækkun vatnsverndarsvæðisins á málþinginu. Hann segir sambúð skógræktarinnar og vatnsöflunarinnar hafa staðið yfir á svæðinu áfallalaust í um 75 ár. Gangi áform Veitna um að stækka girðingu í kringum Myllulækjarvatnsbólið eftir lokist hinn svokallaði ríkishringur, ein aðal gönguleiðin á svæðinu. „Samkvæmt reglum eiga þeir að girða af allt verndarsvæðið og hafa ákveðið að gera það. Það hefur eitthvað skort á samræður og samráð milli aðila,“ segir Árni. Hann gerir athugasemd við stærð svæðisins sem til stendur að girða. „Í raun er þetta grunnsvæði eða verndarsvæði í kringum vatnsbólið skilgreint óþarflega stórt. Þannig að það væri alveg hægt að endurskilgreina verndarsvæðið og hafa það minna en það er núna á pappírunum. Og komast af með mun þrengri girðingu.“ Árni segir Skógræktarfélagið og Veitur hæglega getað komist að samkomulagi um framtíð Heiðmerkur þannig að allir gangi sáttir frá borði. Til að mynda sé hægt að færa alla vatnsupptökuna af Myllulækjarsvæðinu upp í Vatnsendakrika. Hann segir skynsamlegt ef Veitur tækju umrædd sjónarmið til greina og frestuðu fyrirhuguðum framkvæmdum í sumar. „Það væri skynsamlegt af þeim að hinkra aðeins og endurmeta stöðuna.“ Vatnið fyrst, svo hitt Eiríkur Hjálmarsson sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar birti skoðunarpistil á Vísi í gær þar sem hann tók í sama streng og Árni um gott samstarf skógræktarinnar en segir breytingar sem fela í sér færslu á vatnsbólinu ótækar. Hann segir að á fyrstu áratugum vatnsveitunnar í Heiðmörk hafi frístundabyggð verið byggð óþægilega nálægt vatnsbólunum, og á sama tíma hafi Suðurlandsvegur verið lagður með ört vaxandi umferð og háspennulínur lagðar þvert yfir vatnstökuna. Í leið hafi útivist á svæðinu farið ört vaxandi. „Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var forgangsröðunin fullljós fyrir áratug. Þá mótuðu þau saman framtíðarsýn á þróun svæðisins. Það var gert með svæðisskipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem afar breið samfélagsleg sátt ríkir um. Vatn er grundvallarnauðsyn fólki, atvinnulífi og brunavörnum í sveitarfélögunum. Þess vegna var vatnsverndin það fyrsta sem sett var á skipulagið. Vatnið fyrst, svo aðrir hagsmunir.“ Hann segir tillögu um að færa vatnsbólið þá fyrstu í meira en öld. „Að það öryggi vatnsbólanna, sem barist hefur verið við að efla um áratugaskeið gegn vaxandi ógnum, lúti í lægra haldi fyrir bílaumferð um útivistarsvæði. Það finnst mér ótækt og væri ömurleg afturför frá þeirri góðu sátt sem sveitarfélögin náðu fyrir réttum áratug um forgangsröðun framtíðarhagsmuna íbúa.“
Vatn Reykjavík Garðabær Kópavogur Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Tengdar fréttir Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur klukkan 17 í Norræna húsinu í tilefni þess að margt bendir til þess að aðgengi almennings verði takmarkað að svæðinu í framtíðinni. 28. maí 2025 15:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur klukkan 17 í Norræna húsinu í tilefni þess að margt bendir til þess að aðgengi almennings verði takmarkað að svæðinu í framtíðinni. 28. maí 2025 15:32