Sigurður Jökull stýrir Cruise Iceland Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2025 12:41 Sigurður Jökull, Unnur Elva Arnardóttir og Emma Kjartansdóttir. Sigurður Jökull Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Cruise Iceland. Hann hafði áður setið í stjórn félagsins. Í tilkynningu segir að á aðalfundi Cruise Iceland, sem haldinn var 30. apríl, hafi ný stjórn verið skipuð en þar hafi þau Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna og Unnur Elva Arnardóttir forstöðumaður hjá Skeljungi bæst við en Unnur Elva var jafnframt kjörinn formaður Cruise Iceland. Varaformaður samtakanna er eftir sem áður Emma Kjartansdóttir fyrir hönd Iceland Travel en í stjórninni sitja einnig Íris Jóhannsdóttir fyrir hönd Gáru, Jóhanna Tryggvadóttir fyrir hönd Hafnarsamlags Norðurlands, Aðalheiður Borgþórsdóttir fyrir Hafnir Múlaþings og Blængur Blængsson fyrir Samskip. Varamenn í stjórn eru Hilmar Lyngmo hafnarstjóri hjá Höfnum Ísafjarðarbæjar, Örlygur Hnefill Örlygsson fyrir Hafnir Norðurþings og Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar. „Fyrsta verkefni sem aðalfundur fól nýrri stjórn var því ráðning framkvæmdastjóra samtakanna sem fyrst og einhentu formaður og varaformaður samtakanna sér í það verkefni. Þann 5. maí auglýstu samtökin eftir framkvæmdastjóra og bárust margar umsóknir. Hæfustu umsækjendur voru teknir í viðtal og úr þeim hópi valdi stjórn Cruise Iceland Sigurð Jökul Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformann félagsins í hlutverkið. Þar réðu úrslitum, ekki aðeins þekking hans úr fyrra starfi sem Markaðsstjóri Faxaflóahafna og reynsla hans sem stjórnarformaður Cruise Iceland, heldur einnig stuðningur innlendra sem erlendra aðildarfélaga Cruise Iceland.“ Nýr framkvæmdastjóri mun taka til starfa í ágúst og verður skrifstofa samtakanna til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Einnig segir að á aðalfundi hafi ennfremur verið samþykktar mikilvægar breytingar á skipulagi samtakanna sem fögnuðu 20 ára afmæli í fyrra. „Breytingarnar fela í sér áætlun um fjölgun félagsmanna enda hagaðilar skemmtiferðaskipa mjög fjölbreyttur og stór hópur sem undanfarin misseri hefur áþreifanlega orðið var við hve hagsmunagæsla samtakanna er mikilvæg. Fyrirkomulagi félagsgjalda hefur einnig verið breytt með það fyrir augum að gera minni aðilum auðveldara að taka þátt í starfi samtakanna á sama tíma og búinn er til farvegur fyrir leiðandi hagaðila innan geirans, þ.e. þau fyrirtæki sem bera hitann og þungann af málefnum skemmtiferðaskipa á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Hafnarmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Í tilkynningu segir að á aðalfundi Cruise Iceland, sem haldinn var 30. apríl, hafi ný stjórn verið skipuð en þar hafi þau Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna og Unnur Elva Arnardóttir forstöðumaður hjá Skeljungi bæst við en Unnur Elva var jafnframt kjörinn formaður Cruise Iceland. Varaformaður samtakanna er eftir sem áður Emma Kjartansdóttir fyrir hönd Iceland Travel en í stjórninni sitja einnig Íris Jóhannsdóttir fyrir hönd Gáru, Jóhanna Tryggvadóttir fyrir hönd Hafnarsamlags Norðurlands, Aðalheiður Borgþórsdóttir fyrir Hafnir Múlaþings og Blængur Blængsson fyrir Samskip. Varamenn í stjórn eru Hilmar Lyngmo hafnarstjóri hjá Höfnum Ísafjarðarbæjar, Örlygur Hnefill Örlygsson fyrir Hafnir Norðurþings og Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar. „Fyrsta verkefni sem aðalfundur fól nýrri stjórn var því ráðning framkvæmdastjóra samtakanna sem fyrst og einhentu formaður og varaformaður samtakanna sér í það verkefni. Þann 5. maí auglýstu samtökin eftir framkvæmdastjóra og bárust margar umsóknir. Hæfustu umsækjendur voru teknir í viðtal og úr þeim hópi valdi stjórn Cruise Iceland Sigurð Jökul Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformann félagsins í hlutverkið. Þar réðu úrslitum, ekki aðeins þekking hans úr fyrra starfi sem Markaðsstjóri Faxaflóahafna og reynsla hans sem stjórnarformaður Cruise Iceland, heldur einnig stuðningur innlendra sem erlendra aðildarfélaga Cruise Iceland.“ Nýr framkvæmdastjóri mun taka til starfa í ágúst og verður skrifstofa samtakanna til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Einnig segir að á aðalfundi hafi ennfremur verið samþykktar mikilvægar breytingar á skipulagi samtakanna sem fögnuðu 20 ára afmæli í fyrra. „Breytingarnar fela í sér áætlun um fjölgun félagsmanna enda hagaðilar skemmtiferðaskipa mjög fjölbreyttur og stór hópur sem undanfarin misseri hefur áþreifanlega orðið var við hve hagsmunagæsla samtakanna er mikilvæg. Fyrirkomulagi félagsgjalda hefur einnig verið breytt með það fyrir augum að gera minni aðilum auðveldara að taka þátt í starfi samtakanna á sama tíma og búinn er til farvegur fyrir leiðandi hagaðila innan geirans, þ.e. þau fyrirtæki sem bera hitann og þungann af málefnum skemmtiferðaskipa á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Hafnarmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira