Borðaði súrdeigsbrauð og mældist með áfengi í útblæstri Jón Ísak Ragnarsson skrifar 31. maí 2025 00:11 Súrdeigsbrauð. Getty/Natasha Breen Íslenskur maður um fertugt var stoppaður af lögreglu í vikunni og mældist með alkóhól í útblæstri þrátt fyrir að hafa aldrei drukkið deigan dropa. Ástæðan fyrir þessu var súrdeigsbrauð sem maðurinn hafði nýlega lagt sér til munns. Lögreglumaður segir að slíkar falskar mælingar komi fyrir en séu ekki algengar. Frétt DV um málið vakti mikla athygli í vikunni, þar sem maðurinn sagðist ekkert botna í mælingunni þar sem hann hefði aldrei drukkið. Sagt er frá því að maðurinn hafi verið að maula á hádegismatnum sínum í bílnum, skinduhyrnu úr súrdeigi. Logi Sigurjónsson, aðalvarðstjóri umferðardeilar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að það hafi verið rétt viðbrögð að leyfa manninum að blása aftur eftir að hafa skolað munninn, en þá hafi ekkert áfengi mælst. Hann veit ekki hvers vegna súrdeigið getur valdið þessu. „Ég er nú enginn sérfræðingur í súrdeigsbrauði, en það væntanlega á sér stað einhver gerjun þarna. En hún er mjög lítil og hann hefur væntanlega bara verið nýbúinn að kyngja bita af súrdeigi þegar hann blés í mælinn.“ Logi segir að önnur matvæli sem geti valdið falskri mælingu séu léttbjórar, malt og slíkt. Þannig drykkir geti mælst svona rétt eftir síðasta sopa. En svona konfekt með rommi og slíkt? Ég held það sé ekki áfengi í því, ég veit ekki til þess. Logi segir að það sé ekki algengt að lögreglan fái falska niðurstöðu í mælingum. Mælitækin séu orðin nokkuð nákvæm. „Já þau eru það en samt gefa þessir mælar sem eru notaði úti á vettvangi bara vísbendingu sem síðan er unnið eftir. Yfirleitt er hlustað á rök manna ef þeir mæla eindregið á móti því að áfengi hafi verið haft við hönd,“ segir Logi. Áfengi Bylgjan Reykjavík Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Frétt DV um málið vakti mikla athygli í vikunni, þar sem maðurinn sagðist ekkert botna í mælingunni þar sem hann hefði aldrei drukkið. Sagt er frá því að maðurinn hafi verið að maula á hádegismatnum sínum í bílnum, skinduhyrnu úr súrdeigi. Logi Sigurjónsson, aðalvarðstjóri umferðardeilar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að það hafi verið rétt viðbrögð að leyfa manninum að blása aftur eftir að hafa skolað munninn, en þá hafi ekkert áfengi mælst. Hann veit ekki hvers vegna súrdeigið getur valdið þessu. „Ég er nú enginn sérfræðingur í súrdeigsbrauði, en það væntanlega á sér stað einhver gerjun þarna. En hún er mjög lítil og hann hefur væntanlega bara verið nýbúinn að kyngja bita af súrdeigi þegar hann blés í mælinn.“ Logi segir að önnur matvæli sem geti valdið falskri mælingu séu léttbjórar, malt og slíkt. Þannig drykkir geti mælst svona rétt eftir síðasta sopa. En svona konfekt með rommi og slíkt? Ég held það sé ekki áfengi í því, ég veit ekki til þess. Logi segir að það sé ekki algengt að lögreglan fái falska niðurstöðu í mælingum. Mælitækin séu orðin nokkuð nákvæm. „Já þau eru það en samt gefa þessir mælar sem eru notaði úti á vettvangi bara vísbendingu sem síðan er unnið eftir. Yfirleitt er hlustað á rök manna ef þeir mæla eindregið á móti því að áfengi hafi verið haft við hönd,“ segir Logi.
Áfengi Bylgjan Reykjavík Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira