Áhugi á Bandaríkjareisum snarminnkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2025 11:05 Donald Trump sneri aftur í Hvíta húsið 20. janúar síðastliðinn. Hann var áður forseti frá 2017 til 2021. AP/David Dermer Áhugi Íslendinga á ferðalögum til Bandaríkjanna hefur dvínað eftir að Donald Trump sneri aftur í embætti forseta Bandaríkjanna í upphafi árs. Áhuginn hefur dregist mest saman hjá kjósendum Samfylkingar og Viðreisnar. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup, sem tekinn var dagana 9. til 27. maí hefur áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna minnkað hjá rúmlega helmingi landsmanna, og minnkað nokkuð hjá rösklega einum af hverjum tíu. Áhuginn er óbreyttur hjá tæplega fjórðungi landsmanna og hefur aukist hjá ríflega tveimur af hverjum hundrað. Einn af hverjum tíu segist hvorki hafa haft áhuga á Bandaríkjaferðum fyrir né eftir embættistöku Trumps. Svarendur voru spurðir hvort áhugi þeirra á að ferðast til Bandaríkjanna hefði aukist eða minnkað eftir að Donald Trump tók við embætti forseta í byrjun árs.Gallup „Áhuginn á ferðalögum til Bandaríkjanna eftir að Trump tók aftur við embætti forseta hefur frekar minnkað hjá konum en körlum og frekar hjá fólki milli fertugs og sextugs en yngra eða eldra fólki. Áhuginn hefur frekar minnkað hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins en hjá íbúum landsbyggðarinnar, sem eru aftur á móti líklegri en höfuðborgarbúar til að segjast hvorki hafa haft áhuga á að ferðast til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók við embætti í byrjun árs. Áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna hefur frekar minnkað hjá fólki með meiri menntun en minni, en fólk með minni menntun er líklegra til að segjast hvorki hafa haft áhuga á þeim fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti,“ segir í þjóðarpúlsinum. Sjá einnig: Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Áhugi fólks á ferðalögum vestur um haf var einnig skoðaður með tilliti til stjórnmálaskoðana. Áhuginn dróst mest saman hjá þeim sem sögðust myndu kjósa Viðreisn eða Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, en hefur helst aukist hjá þeim sem kysu Miðflokkinn eða Flokk fólksins. Svörum var skipt upp eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og stjórnmálaskoðunum.Gallup Áhuginn hefur helst haldist óbreyttur hjá þeim sem kysu Miðflokkinn og þar á eftir hjá þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn. Þetta skýrist af því að innan við einn af hverjum tíu þeirra sem kysu Miðflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn sögðust hvorki hafa haft áhuga á ferðalögum til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti. Könnunin var netkönnun sem gerð var dagana 9. til 27. maí. Heildarúrtakkstærð var 1.916 og þátttökuhlutfall var 43,6 prósent. Einstakilngar í úrtakinu voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Bandaríkin Donald Trump Skoðanakannanir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup, sem tekinn var dagana 9. til 27. maí hefur áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna minnkað hjá rúmlega helmingi landsmanna, og minnkað nokkuð hjá rösklega einum af hverjum tíu. Áhuginn er óbreyttur hjá tæplega fjórðungi landsmanna og hefur aukist hjá ríflega tveimur af hverjum hundrað. Einn af hverjum tíu segist hvorki hafa haft áhuga á Bandaríkjaferðum fyrir né eftir embættistöku Trumps. Svarendur voru spurðir hvort áhugi þeirra á að ferðast til Bandaríkjanna hefði aukist eða minnkað eftir að Donald Trump tók við embætti forseta í byrjun árs.Gallup „Áhuginn á ferðalögum til Bandaríkjanna eftir að Trump tók aftur við embætti forseta hefur frekar minnkað hjá konum en körlum og frekar hjá fólki milli fertugs og sextugs en yngra eða eldra fólki. Áhuginn hefur frekar minnkað hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins en hjá íbúum landsbyggðarinnar, sem eru aftur á móti líklegri en höfuðborgarbúar til að segjast hvorki hafa haft áhuga á að ferðast til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók við embætti í byrjun árs. Áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna hefur frekar minnkað hjá fólki með meiri menntun en minni, en fólk með minni menntun er líklegra til að segjast hvorki hafa haft áhuga á þeim fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti,“ segir í þjóðarpúlsinum. Sjá einnig: Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Áhugi fólks á ferðalögum vestur um haf var einnig skoðaður með tilliti til stjórnmálaskoðana. Áhuginn dróst mest saman hjá þeim sem sögðust myndu kjósa Viðreisn eða Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, en hefur helst aukist hjá þeim sem kysu Miðflokkinn eða Flokk fólksins. Svörum var skipt upp eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og stjórnmálaskoðunum.Gallup Áhuginn hefur helst haldist óbreyttur hjá þeim sem kysu Miðflokkinn og þar á eftir hjá þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn. Þetta skýrist af því að innan við einn af hverjum tíu þeirra sem kysu Miðflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn sögðust hvorki hafa haft áhuga á ferðalögum til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti. Könnunin var netkönnun sem gerð var dagana 9. til 27. maí. Heildarúrtakkstærð var 1.916 og þátttökuhlutfall var 43,6 prósent. Einstakilngar í úrtakinu voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Bandaríkin Donald Trump Skoðanakannanir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira