„Beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. júní 2025 22:04 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ sóttu um leyfi fyrir átta þúsund manns á tónleikunum en talið er að mun fleiri hafi verið á staðnum. Reyndur skipuleggjandi viðburða segir öryggisgæslu á tónleikum FM95BLÖ ekki hafa verið fullnægjandi. Áfengissala hófst fyrr en leyfi var fyrir. „Beiðnin frá þeim sem voru að halda skemmtunina var fyrir átta þúsund manns,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Vísar hann þar í tónleikana Fermingarveisla aldarinnar á vegum þríeykisins í FM95BLÖ og Nordic Live Events. Mikill troðningur var á svæðinu og leituðu fimmtán manns á bráðamóttökuna með einhvers konar áverka vegna þess. Skipuleggjendur tónleikanna hafa verið boðaðir á fund lögreglu auk þess sem greining mun fara fram á því hvað fór úrskeiðis. Jón Viðar segir að heimild sé fyrir því að veita leyfi fyrir 11.500 manns í Laugardalshöll en skipuleggjendur hátíðarinnar hafi einungis óskað eftir leyfi fyrir átta þúsund. „Í rauninni var beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns,“ segir hann. „Laugardalshöllin hefur heimild til þess að fara upp í 11.500 því að flóttaleiðir eru það öflugar.“ Greint var frá um helgina að tíu þúsund manns hefðu sótt tónleikana en að sögn Birgis Bárðarsonar, framkvæmdastjóra Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., sem sér um rekstur Laugardalshallar, voru um 8600 manns á staðnum. Fréttastofa Rúv, sem hefur leyfisbréfið undir höndum, greinir frá að leyfi til sölu á áfengi hafi tekið gildi klukkan sex síðdegis. Dagskrá hófst klukkan 17 en þá hafði húsið verið opnað og áfengissala hafin 140 öryggisverðir á Backstreet Boys en 75 á FM95BLÖ „Af myndum og frásögnum að dæma þá er þetta skólabókardæmi um algjöra amatöra í öllu skipulagi. Það er súrt að þessi viðburður hafi fengið að fara fram með þessu plani,“ skrifar Hrannar Hafsteinsson, eigandi Live Production, á Facebook. Hrannar er með mikla reynslu í skipulagningu stórra viðburða og sá meðal annars um skipulagningu tónleika Backstreet Boys hér á landi. Hrannar segir fjölda öryggisvarða á tónleikum FM95BLÖ verið ófullnægjandi. „Í fréttum kemur fram að lögreglan hafi gert kröfu um 65 manns í gæslu en viðburðahaldari hafi fjölgað í 75, sá hefur haldið viðburði áður og á því að vita að þessi reglugerð um fjölda í gæslu er röng/úrelt. Til að nefna dæmi þá voru 10.000 gestir á Backstreet Boys og vorum við þá með um 140 manns í gæslu.“ Hrannar segir einnig að til þess að sjá um umfang svona stórra viðburða væri venjan að vera með svokallað aðgerðarstjórnarrými. Þar eru bæði öryggisstjóri og öryggisverkfræðingur en ekkert rými fyrir aðgerðastjórn var sett upp á tónleikunum. „Einnig hafa fulltrúar slökkviliðs og lögreglu haft aðgang að þessu rými. Í rýminu eru allar öryggismyndavélar og um ca 30 auka öryggismyndavélar. Þarna eru teknar ákvarðanir um hvað á að gera og hvað á EKKI að gera,“ segir Hann. „Í gærkvöldi var þetta rými ekki sett upp, sem er stór galið.“ Hrannar tekur þá fram að hann hafi ekki tekið þátt í skipulagningu tónleikanna. FM95BLÖ Tónleikar á Íslandi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
„Beiðnin frá þeim sem voru að halda skemmtunina var fyrir átta þúsund manns,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Vísar hann þar í tónleikana Fermingarveisla aldarinnar á vegum þríeykisins í FM95BLÖ og Nordic Live Events. Mikill troðningur var á svæðinu og leituðu fimmtán manns á bráðamóttökuna með einhvers konar áverka vegna þess. Skipuleggjendur tónleikanna hafa verið boðaðir á fund lögreglu auk þess sem greining mun fara fram á því hvað fór úrskeiðis. Jón Viðar segir að heimild sé fyrir því að veita leyfi fyrir 11.500 manns í Laugardalshöll en skipuleggjendur hátíðarinnar hafi einungis óskað eftir leyfi fyrir átta þúsund. „Í rauninni var beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns,“ segir hann. „Laugardalshöllin hefur heimild til þess að fara upp í 11.500 því að flóttaleiðir eru það öflugar.“ Greint var frá um helgina að tíu þúsund manns hefðu sótt tónleikana en að sögn Birgis Bárðarsonar, framkvæmdastjóra Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., sem sér um rekstur Laugardalshallar, voru um 8600 manns á staðnum. Fréttastofa Rúv, sem hefur leyfisbréfið undir höndum, greinir frá að leyfi til sölu á áfengi hafi tekið gildi klukkan sex síðdegis. Dagskrá hófst klukkan 17 en þá hafði húsið verið opnað og áfengissala hafin 140 öryggisverðir á Backstreet Boys en 75 á FM95BLÖ „Af myndum og frásögnum að dæma þá er þetta skólabókardæmi um algjöra amatöra í öllu skipulagi. Það er súrt að þessi viðburður hafi fengið að fara fram með þessu plani,“ skrifar Hrannar Hafsteinsson, eigandi Live Production, á Facebook. Hrannar er með mikla reynslu í skipulagningu stórra viðburða og sá meðal annars um skipulagningu tónleika Backstreet Boys hér á landi. Hrannar segir fjölda öryggisvarða á tónleikum FM95BLÖ verið ófullnægjandi. „Í fréttum kemur fram að lögreglan hafi gert kröfu um 65 manns í gæslu en viðburðahaldari hafi fjölgað í 75, sá hefur haldið viðburði áður og á því að vita að þessi reglugerð um fjölda í gæslu er röng/úrelt. Til að nefna dæmi þá voru 10.000 gestir á Backstreet Boys og vorum við þá með um 140 manns í gæslu.“ Hrannar segir einnig að til þess að sjá um umfang svona stórra viðburða væri venjan að vera með svokallað aðgerðarstjórnarrými. Þar eru bæði öryggisstjóri og öryggisverkfræðingur en ekkert rými fyrir aðgerðastjórn var sett upp á tónleikunum. „Einnig hafa fulltrúar slökkviliðs og lögreglu haft aðgang að þessu rými. Í rýminu eru allar öryggismyndavélar og um ca 30 auka öryggismyndavélar. Þarna eru teknar ákvarðanir um hvað á að gera og hvað á EKKI að gera,“ segir Hann. „Í gærkvöldi var þetta rými ekki sett upp, sem er stór galið.“ Hrannar tekur þá fram að hann hafi ekki tekið þátt í skipulagningu tónleikanna.
FM95BLÖ Tónleikar á Íslandi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira