Meðallaun 758 þúsund á mánuði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2025 10:06 Hæstu laun voru forstjórar og framkvæmdastjórar með. Vísir/Hanna Andrésdóttir Regluleg laun voru að meðaltali 758 þúsund krónur á mánuði árið 2024. Ef eingöngu er horft til launafólks í fullu starfi voru regluleg laun að meðaltali 845 þúsund krónur og miðgildið 753. Um 65 prósent fullvinnandi launafólks er með laun undir meðaltali. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri frétt á vef Hagstofunnar. Þar segir að heildarlaun fólks í fullu starfi hafi verið að meðaltali 984 þúsund krónur árið 2024. Helmingur karla var í fullu starfi með heildarlaun yfir 938 þúsund krónum á mánuði en helmingur kvenna í fullu starfi var með heildarlaun yfir 826 þúsund krónum á mánuði. Að jafnaði voru karlar í fullu starfi með fleiri greiddar vinnustundir en konur í fullu starfi og voru greiddar stundir að baki heildarlaunum karla þannig að meðaltali 177,9 stundir á mánuði á árinu en greiddar stundir kvenna 172 stundir. Fleiri greiddar stundir að jafnaði hjá körlum skýri að hluta til hærri heildarlaun þeirra. Þar að auki segir að íslenskur vinnumarkaður sé mjög kynskiptur og starfi um 14 prósent starfandi karla hjá hinu opinbera samanborið við 38 prósent starfandi kvenna. Forstjórar og aðalframkvæmdastjórar fyrirtækja og stofnana voru að jafnaði með hæst heildarlaun eða um 2,4 milljónir króna að meðaltali. Dómarastörf, sérfræðistörf við lækningar, störf yfirmanna framleiðslu- og rekstrardeilda í þjónustufyrirtækjum, störf tengd ráðgjöf og sölu verðbréfa, sérfræðistörf við flugumsjón, störf æðstu embættismanna ríkis og sveitarstjórn og yfirmenn tölvudeilda eru dæmi um störf þar sem heildarlaun eru að meðaltali hærri en 1,7 milljónir króna á mánuði. Lægstu heildarlaunin voru í skrifstofustörfum við bóka- og skjalavörslu, póstflokkun, kótun og þess háttar þar sem heildarlaun voru að jafnaði um 573 þúsund krónur á mánuði, störfum við handþvott og pressun, um 578 þúsund, og störfum tengdum barnagæslu, 605 þúsund. Meðaltal heildarlauna fullvinnandi eftir starfsstéttum árið 2024 var á bilinu 706 til 1.534 þúsund krónur á mánuði, lægst hjá ósérhæfðu starfsfólki en hæst hjá stjórnendum. Dreifing heildarlauna er nokkuð mismunandi eftir starfsstéttum, sem getur skýrst af ólíkum störfum innan einstakra starfsstétta. Það á meðal annars við um stjórnendur en í þeim hópi er að finna bæði æðstu stjórnendur fyrirtækja og yfirmenn deilda. Launadreifing heildarlauna í fullu starfi sýni meðal annars að nærri 62 prósent fullvinnandi starfsfólks í þjónustu og umönnun er með lægri heildarlaun en sem nema 750 þúsund krónum á mánuði og um 14 prósent voru með heildarlaun á bilinu 550 til 600 þúsund. Launadreifing heildarlauna skrifstofufólks er mun einsleitari en innan annarra stétta þar sem um 67% fullvinnandi voru með heildarlaun á bilinu 550 til 850 þúsund krónur á mánuði. Mun meiri dreifing heildarlauna var sjáanleg á meðal sérfræðinga, stjórnenda og iðnaðarfólks. Kjaramál Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri frétt á vef Hagstofunnar. Þar segir að heildarlaun fólks í fullu starfi hafi verið að meðaltali 984 þúsund krónur árið 2024. Helmingur karla var í fullu starfi með heildarlaun yfir 938 þúsund krónum á mánuði en helmingur kvenna í fullu starfi var með heildarlaun yfir 826 þúsund krónum á mánuði. Að jafnaði voru karlar í fullu starfi með fleiri greiddar vinnustundir en konur í fullu starfi og voru greiddar stundir að baki heildarlaunum karla þannig að meðaltali 177,9 stundir á mánuði á árinu en greiddar stundir kvenna 172 stundir. Fleiri greiddar stundir að jafnaði hjá körlum skýri að hluta til hærri heildarlaun þeirra. Þar að auki segir að íslenskur vinnumarkaður sé mjög kynskiptur og starfi um 14 prósent starfandi karla hjá hinu opinbera samanborið við 38 prósent starfandi kvenna. Forstjórar og aðalframkvæmdastjórar fyrirtækja og stofnana voru að jafnaði með hæst heildarlaun eða um 2,4 milljónir króna að meðaltali. Dómarastörf, sérfræðistörf við lækningar, störf yfirmanna framleiðslu- og rekstrardeilda í þjónustufyrirtækjum, störf tengd ráðgjöf og sölu verðbréfa, sérfræðistörf við flugumsjón, störf æðstu embættismanna ríkis og sveitarstjórn og yfirmenn tölvudeilda eru dæmi um störf þar sem heildarlaun eru að meðaltali hærri en 1,7 milljónir króna á mánuði. Lægstu heildarlaunin voru í skrifstofustörfum við bóka- og skjalavörslu, póstflokkun, kótun og þess háttar þar sem heildarlaun voru að jafnaði um 573 þúsund krónur á mánuði, störfum við handþvott og pressun, um 578 þúsund, og störfum tengdum barnagæslu, 605 þúsund. Meðaltal heildarlauna fullvinnandi eftir starfsstéttum árið 2024 var á bilinu 706 til 1.534 þúsund krónur á mánuði, lægst hjá ósérhæfðu starfsfólki en hæst hjá stjórnendum. Dreifing heildarlauna er nokkuð mismunandi eftir starfsstéttum, sem getur skýrst af ólíkum störfum innan einstakra starfsstétta. Það á meðal annars við um stjórnendur en í þeim hópi er að finna bæði æðstu stjórnendur fyrirtækja og yfirmenn deilda. Launadreifing heildarlauna í fullu starfi sýni meðal annars að nærri 62 prósent fullvinnandi starfsfólks í þjónustu og umönnun er með lægri heildarlaun en sem nema 750 þúsund krónum á mánuði og um 14 prósent voru með heildarlaun á bilinu 550 til 600 þúsund. Launadreifing heildarlauna skrifstofufólks er mun einsleitari en innan annarra stétta þar sem um 67% fullvinnandi voru með heildarlaun á bilinu 550 til 850 þúsund krónur á mánuði. Mun meiri dreifing heildarlauna var sjáanleg á meðal sérfræðinga, stjórnenda og iðnaðarfólks.
Kjaramál Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira