Pólitískur gúmmítékki Jens Garðar Helgason skrifar 4. júní 2025 14:00 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur berst nú fyrir því að tryggja strandveiðimönnum 48 daga veiði í sumar, án þess að fylgja vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar. Fara á langt yfir þau 10.000 tonn af þorski sem eru í pottinum í þeim eina tilgangi að halda olnbogabarni ríkisstjórnarinnar, Flokki Fólksins, á mottunni. Þessi friðþæging kostar tvöföldun og jafnvel þreföldun á því magni af þorski sem Hafró hefur ráðlagt um að megi veiða. Hér er Kristrún Frostadóttir að innleiða sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins heitins með fyrrverandi formanns þess flokks í fararbroddi. Frá innleiðingu kvótakerfisins árið 1984 hefur Ísland byggt orðspor sitt á ábyrgum og sjálfbærum veiðum, byggðum á vísindalegri ráðgjöf. Þessi stefna hefur skilað verðmætum á erlendum mörkuðum og tryggt vottanir og traust kaupenda. Að víkja nú frá ráðgjöf Hafró, sérstaklega í tilviki eins mikilvægasta nytjastofns okkar – þorsksins – setur allt kerfið í uppnám og í raun kippir því úr sambandi. Ríkisstjórnin ætlar að skrifa út pólitískan gúmmítékka með frumvarpi sem engin grein hefur verið gerð fyrir hvernig eigi að innleysa síðar. Með því að kippa regluverkinu úr sambandi í sumar skapast skuldbinding sem mun þurfa að greiða til baka. En hvernig? Á að hrófla við 5,3% félagslega pottakerfinu sem byggðakvóta og sértækum byggðakvóta er úthlutað úr líka? Þá verður að taka af mörgum smærri byggðarlögum sem reiða sig á reglubundinn kvóta og skapa störf allt árið – ekki aðeins yfir sumarið. Þetta er ekki stefna – þetta er panik. Þegar stjórnmálamenn fara að hundsa vísindalega ráðgjöf, raska rótgrónu kerfi og leyfa ólympískar veiðar í trássi við sjálfbærnimarkmið er það ekki ábyrg nýsköpun heldur örvænting. Almenningur á betra skilið en enn einn pólitískan gúmmítékkann sem enginn veit hvernig verður greiddur. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Sjávarútvegur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur berst nú fyrir því að tryggja strandveiðimönnum 48 daga veiði í sumar, án þess að fylgja vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar. Fara á langt yfir þau 10.000 tonn af þorski sem eru í pottinum í þeim eina tilgangi að halda olnbogabarni ríkisstjórnarinnar, Flokki Fólksins, á mottunni. Þessi friðþæging kostar tvöföldun og jafnvel þreföldun á því magni af þorski sem Hafró hefur ráðlagt um að megi veiða. Hér er Kristrún Frostadóttir að innleiða sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins heitins með fyrrverandi formanns þess flokks í fararbroddi. Frá innleiðingu kvótakerfisins árið 1984 hefur Ísland byggt orðspor sitt á ábyrgum og sjálfbærum veiðum, byggðum á vísindalegri ráðgjöf. Þessi stefna hefur skilað verðmætum á erlendum mörkuðum og tryggt vottanir og traust kaupenda. Að víkja nú frá ráðgjöf Hafró, sérstaklega í tilviki eins mikilvægasta nytjastofns okkar – þorsksins – setur allt kerfið í uppnám og í raun kippir því úr sambandi. Ríkisstjórnin ætlar að skrifa út pólitískan gúmmítékka með frumvarpi sem engin grein hefur verið gerð fyrir hvernig eigi að innleysa síðar. Með því að kippa regluverkinu úr sambandi í sumar skapast skuldbinding sem mun þurfa að greiða til baka. En hvernig? Á að hrófla við 5,3% félagslega pottakerfinu sem byggðakvóta og sértækum byggðakvóta er úthlutað úr líka? Þá verður að taka af mörgum smærri byggðarlögum sem reiða sig á reglubundinn kvóta og skapa störf allt árið – ekki aðeins yfir sumarið. Þetta er ekki stefna – þetta er panik. Þegar stjórnmálamenn fara að hundsa vísindalega ráðgjöf, raska rótgrónu kerfi og leyfa ólympískar veiðar í trássi við sjálfbærnimarkmið er það ekki ábyrg nýsköpun heldur örvænting. Almenningur á betra skilið en enn einn pólitískan gúmmítékkann sem enginn veit hvernig verður greiddur. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun