Leikskólagjöld í Kópavogi þau hæstu á landinu Örn Arnarson skrifar 4. júní 2025 14:30 Samleik – samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – lýsa yfir áhyggjum vegna hækkunar á leikskólagjöldum sem tók gildi 1. apríl síðastliðinn. Um er að ræða aðra hækkun bæjarins á árinu, og að teknu tilliti til regluverks hefur bærinn heimild til að hækka leikskólagjöldin allt að tvívegis til viðbótar á þessu ári. Þetta vekur spurningar um forgangsröðun meirihlutans í bæjarstjórn. Það er staðreynd að gjaldskrá Kópavogs fyrir leikskóla er sú hæsta á landinu. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun barna – en samkvæmt nýjustu gögnum eru 41,5% barna í Kópavogi í átta tíma vistun eða lengur. Meðal dvalartími barna í leikskóla í Kópavogi er 7,3 klukkustundir. Foreldrar hafa því raunverulega þörf fyrir fulla leikskólaþjónustu. Þrátt fyrir að svokallað Kópavogsmódel veiti sumum foreldrum afslátt eða niðurfellingu gjalda, eru því miður ekki allir í þeirri stöðu að geta nýtt sér það. Fyrir fjölmargar fjölskyldur hefur hækkunin því bein áhrif á heimilisbókhaldið – og dregur úr jafnrétti til náms og atvinnuþátttöku. Samanborið við nágrannasveitarfélög hækkar Kópavogur leikskólagjöld meira og oftar. Þetta verður enn óskiljanlegra í ljósi þess að Kópavogsbær hefur skilað miklum hagnaði á undanförnum misserum. Sá hagnaður virðist hins vegar ekki skila sér í bættum kjörum fyrir barnafjölskyldur – heldur á að ráðast í lækkun á fasteignagjöldum. Við spyrjum: Ef hægt er að lækka skatta á fasteignir – af hverju er ekki hægt að lækka leikskólagjöld? Ætti velferð barna og jafnt aðgengi að menntun og umönnun ekki að vera í forgangi? Við hvetjum meirihlutann í bæjarstjórn Kópavogs til að endurskoða þessa stefnu. Foreldrar vilja ekki sjá fleiri gjaldskrárhækkanir – þeir vilja sjá réttláta og sanngjarna þjónustu sem tekur mið af raunverulegum þörfum fjölskyldna. Höfundur er formaður Samleik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Samleik – samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – lýsa yfir áhyggjum vegna hækkunar á leikskólagjöldum sem tók gildi 1. apríl síðastliðinn. Um er að ræða aðra hækkun bæjarins á árinu, og að teknu tilliti til regluverks hefur bærinn heimild til að hækka leikskólagjöldin allt að tvívegis til viðbótar á þessu ári. Þetta vekur spurningar um forgangsröðun meirihlutans í bæjarstjórn. Það er staðreynd að gjaldskrá Kópavogs fyrir leikskóla er sú hæsta á landinu. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun barna – en samkvæmt nýjustu gögnum eru 41,5% barna í Kópavogi í átta tíma vistun eða lengur. Meðal dvalartími barna í leikskóla í Kópavogi er 7,3 klukkustundir. Foreldrar hafa því raunverulega þörf fyrir fulla leikskólaþjónustu. Þrátt fyrir að svokallað Kópavogsmódel veiti sumum foreldrum afslátt eða niðurfellingu gjalda, eru því miður ekki allir í þeirri stöðu að geta nýtt sér það. Fyrir fjölmargar fjölskyldur hefur hækkunin því bein áhrif á heimilisbókhaldið – og dregur úr jafnrétti til náms og atvinnuþátttöku. Samanborið við nágrannasveitarfélög hækkar Kópavogur leikskólagjöld meira og oftar. Þetta verður enn óskiljanlegra í ljósi þess að Kópavogsbær hefur skilað miklum hagnaði á undanförnum misserum. Sá hagnaður virðist hins vegar ekki skila sér í bættum kjörum fyrir barnafjölskyldur – heldur á að ráðast í lækkun á fasteignagjöldum. Við spyrjum: Ef hægt er að lækka skatta á fasteignir – af hverju er ekki hægt að lækka leikskólagjöld? Ætti velferð barna og jafnt aðgengi að menntun og umönnun ekki að vera í forgangi? Við hvetjum meirihlutann í bæjarstjórn Kópavogs til að endurskoða þessa stefnu. Foreldrar vilja ekki sjá fleiri gjaldskrárhækkanir – þeir vilja sjá réttláta og sanngjarna þjónustu sem tekur mið af raunverulegum þörfum fjölskyldna. Höfundur er formaður Samleik.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun