Segir ljóst að Víðir hafi brotið stjórnsýslureglur: „Það er verið að kaupa sér vinsældir“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2025 00:03 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Vísir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar, hafi brotið stjórnsýslureglur með afskiptum sínum af máli Oscars. Hann segir að málið sé enn eitt dæmið um að þingmenn kaupi sér vinsældir með lögbrotum. Víðir Reynisson hefur sætt harðri gagnrýni úr ranni stjórnarandstöðunnar eftir að hann tjáði Útlendingastofnun að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að allsherjarnefnd alþingis legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Hefur þingmaðurinn verið sakaður um pólitísk afskipti og galin vinnubrögð. Haukur Arnþórsson var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann segir að málið líti mjög illa út gagnvart stjórnsýslunni. „Þetta er ekki pólitískt mál. Það þýðir ekkert að koma í fjölmiðla og segja: „Ég tek pólitíska ákvörðun.“ Þetta er stjórnsýslumál,“ segir Haukur. Stendur eitthvað í lögum um að Víðir hafi ekki mátt senda þennan tölvupóst? „Já hann mátti ekkert senda þennan tölvupóst. Þetta er brot á stjórnskipuninni. Það getur enginn stjórnmálamaður farið að skipta sér af því hvað framkvæmdavaldið gerir,“ segir hann. Fer hann svo að tala um hvernig hlutirnir voru á dögum Jónasar frá Hriflu, þegar hann var að „vesenast“ í ríkisstofnunum. Hann segir að mál Víðis sé miklu verra en maður áttar sig á. Hann telur að verið sé að kaupa sér vinsældir. En Víðir segist bundinn eigin samvisku, og segir að þingmenn eigi að taka ákvarðanir þannig? „Hann gerir það í pólitískum málum en þetta er ekki pólitískt mál, þetta er bara rangt hjá honum. Það er einfaldlega þannig að þetta er stjórnsýslumál.“ Þá segir hann að á umliðnum árum hafi átt sér stað mikil valddreifing í samfélaginu, vald hafi verið tekið frá ráðherrum til að þeir séu ekki að taka geðþóttaákvarðanir til stofnana og síðan séu líka komnar úrskurðarnefndir. „Það er ekki lengur hægt að kæra mál til ráðherra, þau eru kærð til úrskurðanefnda.“ „Þetta mál fer til útlendingastofnunar svo fer það til kærunefndar útlendingamála, og ef menn eru ósáttir fer það fyrir dómstóla. Það fer aldrei fyrir alþingi, það er alþingi sem setur lögin um þetta“ „Það að brjóta gegn þrískiptingu valdsins er mjög alvarlegt.“ Þá segir Haukur einnig að það gangi gegn jafnræðisreglu að taka einn til hliðar af nítján sem bíða brottvísunar úr landi fram fyrir röðina. „Hann má ekki taka svona stjórnsýsluákvörðun hann Víðir.“ En þetta er ekki fyrsta dæmið af þessum toga, Guðmundur Ingi hafði samband við ríkislögreglustjóra í fyrra vegna sambærilegs máls? „Jájá það hafa verið nokkur svona dæmi. Svandís Svavarsdóttir setti bann á hvalveiðar sem var ólöglegt. Það eru allmörg dæmi um það að þingmenn kaupi sér vinsældir með lögbrötum.“ Hvaða afleiðingar mun þetta hafa? „Væntanlega engar,“ segir Haukur. Viðtalið er lengra og hægt er að hlusta á það í heild sinni í spilararnum hér að ofan. Mál Oscars frá Kólumbíu Alþingi Bylgjan Reykjavík síðdegis Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisborgararéttur Tengdar fréttir „Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. 4. júní 2025 12:19 „Það er rétt skilið“ Útlendingastofnun varaði Víði Reynisson, formann Allsherjar- og menntamálanefndar, við því að það yrði fordæmisgefandi ef stofunin frestaði brottvísun allra þeirra 19 sem voru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra. Útlendingastofnun krafðist þess vegna skýrari svara frá þingmanninum. 4. júní 2025 11:22 Forstjóri Útlendingastofnunar vildi skýr svör frá Víði um umsókn Oscars Forstjóri Útlendingastofnunar fór í tölvupósti fram á að fá skýr svör frá Víði Reynissyni, formanni allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis, um það hvort undirnefndi nefndarinnar hygðist veita Oscari Boganegra ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. 3. júní 2025 18:43 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Víðir Reynisson hefur sætt harðri gagnrýni úr ranni stjórnarandstöðunnar eftir að hann tjáði Útlendingastofnun að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að allsherjarnefnd alþingis legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Hefur þingmaðurinn verið sakaður um pólitísk afskipti og galin vinnubrögð. Haukur Arnþórsson var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann segir að málið líti mjög illa út gagnvart stjórnsýslunni. „Þetta er ekki pólitískt mál. Það þýðir ekkert að koma í fjölmiðla og segja: „Ég tek pólitíska ákvörðun.“ Þetta er stjórnsýslumál,“ segir Haukur. Stendur eitthvað í lögum um að Víðir hafi ekki mátt senda þennan tölvupóst? „Já hann mátti ekkert senda þennan tölvupóst. Þetta er brot á stjórnskipuninni. Það getur enginn stjórnmálamaður farið að skipta sér af því hvað framkvæmdavaldið gerir,“ segir hann. Fer hann svo að tala um hvernig hlutirnir voru á dögum Jónasar frá Hriflu, þegar hann var að „vesenast“ í ríkisstofnunum. Hann segir að mál Víðis sé miklu verra en maður áttar sig á. Hann telur að verið sé að kaupa sér vinsældir. En Víðir segist bundinn eigin samvisku, og segir að þingmenn eigi að taka ákvarðanir þannig? „Hann gerir það í pólitískum málum en þetta er ekki pólitískt mál, þetta er bara rangt hjá honum. Það er einfaldlega þannig að þetta er stjórnsýslumál.“ Þá segir hann að á umliðnum árum hafi átt sér stað mikil valddreifing í samfélaginu, vald hafi verið tekið frá ráðherrum til að þeir séu ekki að taka geðþóttaákvarðanir til stofnana og síðan séu líka komnar úrskurðarnefndir. „Það er ekki lengur hægt að kæra mál til ráðherra, þau eru kærð til úrskurðanefnda.“ „Þetta mál fer til útlendingastofnunar svo fer það til kærunefndar útlendingamála, og ef menn eru ósáttir fer það fyrir dómstóla. Það fer aldrei fyrir alþingi, það er alþingi sem setur lögin um þetta“ „Það að brjóta gegn þrískiptingu valdsins er mjög alvarlegt.“ Þá segir Haukur einnig að það gangi gegn jafnræðisreglu að taka einn til hliðar af nítján sem bíða brottvísunar úr landi fram fyrir röðina. „Hann má ekki taka svona stjórnsýsluákvörðun hann Víðir.“ En þetta er ekki fyrsta dæmið af þessum toga, Guðmundur Ingi hafði samband við ríkislögreglustjóra í fyrra vegna sambærilegs máls? „Jájá það hafa verið nokkur svona dæmi. Svandís Svavarsdóttir setti bann á hvalveiðar sem var ólöglegt. Það eru allmörg dæmi um það að þingmenn kaupi sér vinsældir með lögbrötum.“ Hvaða afleiðingar mun þetta hafa? „Væntanlega engar,“ segir Haukur. Viðtalið er lengra og hægt er að hlusta á það í heild sinni í spilararnum hér að ofan.
Mál Oscars frá Kólumbíu Alþingi Bylgjan Reykjavík síðdegis Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisborgararéttur Tengdar fréttir „Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. 4. júní 2025 12:19 „Það er rétt skilið“ Útlendingastofnun varaði Víði Reynisson, formann Allsherjar- og menntamálanefndar, við því að það yrði fordæmisgefandi ef stofunin frestaði brottvísun allra þeirra 19 sem voru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra. Útlendingastofnun krafðist þess vegna skýrari svara frá þingmanninum. 4. júní 2025 11:22 Forstjóri Útlendingastofnunar vildi skýr svör frá Víði um umsókn Oscars Forstjóri Útlendingastofnunar fór í tölvupósti fram á að fá skýr svör frá Víði Reynissyni, formanni allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis, um það hvort undirnefndi nefndarinnar hygðist veita Oscari Boganegra ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. 3. júní 2025 18:43 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
„Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. 4. júní 2025 12:19
„Það er rétt skilið“ Útlendingastofnun varaði Víði Reynisson, formann Allsherjar- og menntamálanefndar, við því að það yrði fordæmisgefandi ef stofunin frestaði brottvísun allra þeirra 19 sem voru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra. Útlendingastofnun krafðist þess vegna skýrari svara frá þingmanninum. 4. júní 2025 11:22
Forstjóri Útlendingastofnunar vildi skýr svör frá Víði um umsókn Oscars Forstjóri Útlendingastofnunar fór í tölvupósti fram á að fá skýr svör frá Víði Reynissyni, formanni allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis, um það hvort undirnefndi nefndarinnar hygðist veita Oscari Boganegra ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. 3. júní 2025 18:43