Rúmur helmingur ánægður með störf Höllu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2025 09:29 Rúmt ár er síðan Halla var kjörin í embættið. Vísir/Vilhelm Fimmtíu og tvö prósent þjóðarinnar eru ánægð með störf Höllu Tómasdóttur forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Það er lítilleg aukning frá síðasta ári, þegar eð meðaltali 48 prósent sögðust ánægðir með störf hennar. Fram kemur í skýrslu Maskínu að rúm 24 prósent sögðust mjög ánægð með störf hennar, tæp 28 prósent sögðust frekar ánægð, rétt tæpur þriðjungur sagðist hvorki ánægður né óánægður. Þá sögðust rúm 14 prósent frekar eða mjög óánægð með störf Höllu, þar af rúm fjögur prósent sem sögðust mjög óánægð. Konur og kjósendur Flokks fólksins ánægðastir Þá eru konur samkvæmt niðurstöðunum ánægðari með störf hennar en karlar. Fjörutíu prósent karlkyns svarenda sögðust ánægð eða mjög ánægð með störf hennar samanborið við rúm 65 prósent kvenkyns svarenda. Dreifing eftir aldri, búsetu og heimilistekjum var nokkuð jöfn en athygli vekur að Halla vinnur sér inn fæst stig frá íbúum Austurlands. Tæp 44 prósent segjast ánægð með störf hennar samanborið við rúm sextíu prósent svarenda af Suðurlandi og Reykjanesi. Loks voru þátttakendur spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þeir sem kjósa myndu Flokk fólksins eru langtum ánægðastir með störf Höllu, eða tæpt 71 prósent. Þar á eftir koma þeir sem myndu kjósa samfylkinguna, tæp 59 prósent, síðan Sjálfstæðisflokkinn, tæp 55 prósent, tæp 54 prósent Viðreisnarmanna eru ánægðir með störf Höllu. Næst í röðinni eru Framsóknarmenn, tæplega 53 prósent, 46 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins eru ánægðir með störf Höllu og tæp 42 prósent Miðflokksmanna. Mest óánægja með störf Höllu er meðal Pírata, en einungis 27 prósent þeirra sem myndu kjósa þá eru ánægðir með störf hennar, og meðal þeirra sem kjósa myndu Vinstri græna, einungis 15 prósent kjósenda þeirra eru ánægðir með störf hennar. Könnunin fór fram 9. til 14. maí 2025 og voru svarendur 939 talsins. Forseti Íslands Skoðanakannanir Halla Tómasdóttir Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Það er lítilleg aukning frá síðasta ári, þegar eð meðaltali 48 prósent sögðust ánægðir með störf hennar. Fram kemur í skýrslu Maskínu að rúm 24 prósent sögðust mjög ánægð með störf hennar, tæp 28 prósent sögðust frekar ánægð, rétt tæpur þriðjungur sagðist hvorki ánægður né óánægður. Þá sögðust rúm 14 prósent frekar eða mjög óánægð með störf Höllu, þar af rúm fjögur prósent sem sögðust mjög óánægð. Konur og kjósendur Flokks fólksins ánægðastir Þá eru konur samkvæmt niðurstöðunum ánægðari með störf hennar en karlar. Fjörutíu prósent karlkyns svarenda sögðust ánægð eða mjög ánægð með störf hennar samanborið við rúm 65 prósent kvenkyns svarenda. Dreifing eftir aldri, búsetu og heimilistekjum var nokkuð jöfn en athygli vekur að Halla vinnur sér inn fæst stig frá íbúum Austurlands. Tæp 44 prósent segjast ánægð með störf hennar samanborið við rúm sextíu prósent svarenda af Suðurlandi og Reykjanesi. Loks voru þátttakendur spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þeir sem kjósa myndu Flokk fólksins eru langtum ánægðastir með störf Höllu, eða tæpt 71 prósent. Þar á eftir koma þeir sem myndu kjósa samfylkinguna, tæp 59 prósent, síðan Sjálfstæðisflokkinn, tæp 55 prósent, tæp 54 prósent Viðreisnarmanna eru ánægðir með störf Höllu. Næst í röðinni eru Framsóknarmenn, tæplega 53 prósent, 46 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins eru ánægðir með störf Höllu og tæp 42 prósent Miðflokksmanna. Mest óánægja með störf Höllu er meðal Pírata, en einungis 27 prósent þeirra sem myndu kjósa þá eru ánægðir með störf hennar, og meðal þeirra sem kjósa myndu Vinstri græna, einungis 15 prósent kjósenda þeirra eru ánægðir með störf hennar. Könnunin fór fram 9. til 14. maí 2025 og voru svarendur 939 talsins.
Forseti Íslands Skoðanakannanir Halla Tómasdóttir Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira