Sári djúpt snortinn yfir stuðningi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2025 10:13 Sári birtir þessar myndir með færslu sinni. Sári Morg Gergö Sári Morg Gergó, ungverskur karlmaður sem slasaðist illa í brunanum á Hjarðarhaga fyrir tveimur vikum, er á góðum batavegi. Hann segir brunasár á líkamanum gróa vel. Síðustu tvær vikur hafi verið rússíbanareið. Sári var á meðal fjögurra karlmanna sem leigðu herbergi í íbúð í kjallara á Hjarðarhaga 48 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem eldur kviknaði að morgni fimmtudagsins 22. maí. Þrír karlmannanna voru heima og tókst Sári að brjóta sér leið út úr íbúðinni. Hinir tveir brunnu inni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og hefur lögregla á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Sári hefur sagst telja líklegt að bandarískur karlmaður á sextugsaldri, sem vísa átti úr íbúðinni, hafi kveikt í íbúðinni. „Til að byrja með vil ég þakka öllum fyrir alls kyns stuðning sem mér hefur borist síðustu tvær vikurnar,“ segir Sári í færslu á Facebook. „Ég átti aldrei von á því að eiga svona marga að sem ég gæti treyst á.“ Sári segir að sér hafi borist fjöldinn allur af skilaboðum. Hann hafi ekki getað svarað hverjum og einum en geri það þess í stað í færslunni. Útsýnið úr herbergi Sári á Landspítalanum í Fossvogi. „Brunasárin og skurðirnir gróa vel, ný húð er farin að taka á sig fína mynd á vinstri handlegg og hönd. Andlitið er orðið heilt aftur,“ segir Sári. Hann hafi brunnið á vinstri hluta andlitsins. Brunasár séu heilt yfir á vinstri hlið líkama hans en sárin grói vel. „Ég er farinn að geta séð um mig að mestu sjálfur með stuðningi Mariu kærustu minnar. Hún stendur mér við hlið dag hvern.“ Síðasta aðgerðin hafi verið í gær og saumar hafi verið fjarlægðir fyrir þremur dögum. Hann hafi í heildina farið í tvær aðgerðir og fjórar meðferðir þar sem dauð húð var fjarlægð. Eldurinn kviknaði í kjallara í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbænum.Vísir/Anton Brink „Vegna verkja þurfti að svæfa mig í þrjú af fjórum skiptum.“ Hann hrósar starfsfólki Landspítalans og segir um að ræða fagfólk fram í fingurgóma. „Ég var í bestu mögulegu höndum. Ég er afar þakklátur Landspítalanum.“ Hann reiknar með að dagurinn í dag eða morgun verði hans síðasti á sjúkrahúsinu. „Síðustu tvær vikur hafa verið eins og rússíbani á öllum sviðum, ýmsar hugsanir og nýjar upplifanir. En sem betur fer líður mér betur dag frá degi. Enn og aftur, hjartans þakkir til ykkar allra fyrir hjálpina og ég hlakka til að hitta mörg ykkar innan tíðar.“ Eigandi íbúðarinnar á Hjarðarhaga 48 hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali. Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Landspítalinn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. 23. maí 2025 18:47 Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. maí 2025 18:02 „Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. 23. maí 2025 16:02 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Sári var á meðal fjögurra karlmanna sem leigðu herbergi í íbúð í kjallara á Hjarðarhaga 48 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem eldur kviknaði að morgni fimmtudagsins 22. maí. Þrír karlmannanna voru heima og tókst Sári að brjóta sér leið út úr íbúðinni. Hinir tveir brunnu inni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og hefur lögregla á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Sári hefur sagst telja líklegt að bandarískur karlmaður á sextugsaldri, sem vísa átti úr íbúðinni, hafi kveikt í íbúðinni. „Til að byrja með vil ég þakka öllum fyrir alls kyns stuðning sem mér hefur borist síðustu tvær vikurnar,“ segir Sári í færslu á Facebook. „Ég átti aldrei von á því að eiga svona marga að sem ég gæti treyst á.“ Sári segir að sér hafi borist fjöldinn allur af skilaboðum. Hann hafi ekki getað svarað hverjum og einum en geri það þess í stað í færslunni. Útsýnið úr herbergi Sári á Landspítalanum í Fossvogi. „Brunasárin og skurðirnir gróa vel, ný húð er farin að taka á sig fína mynd á vinstri handlegg og hönd. Andlitið er orðið heilt aftur,“ segir Sári. Hann hafi brunnið á vinstri hluta andlitsins. Brunasár séu heilt yfir á vinstri hlið líkama hans en sárin grói vel. „Ég er farinn að geta séð um mig að mestu sjálfur með stuðningi Mariu kærustu minnar. Hún stendur mér við hlið dag hvern.“ Síðasta aðgerðin hafi verið í gær og saumar hafi verið fjarlægðir fyrir þremur dögum. Hann hafi í heildina farið í tvær aðgerðir og fjórar meðferðir þar sem dauð húð var fjarlægð. Eldurinn kviknaði í kjallara í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbænum.Vísir/Anton Brink „Vegna verkja þurfti að svæfa mig í þrjú af fjórum skiptum.“ Hann hrósar starfsfólki Landspítalans og segir um að ræða fagfólk fram í fingurgóma. „Ég var í bestu mögulegu höndum. Ég er afar þakklátur Landspítalanum.“ Hann reiknar með að dagurinn í dag eða morgun verði hans síðasti á sjúkrahúsinu. „Síðustu tvær vikur hafa verið eins og rússíbani á öllum sviðum, ýmsar hugsanir og nýjar upplifanir. En sem betur fer líður mér betur dag frá degi. Enn og aftur, hjartans þakkir til ykkar allra fyrir hjálpina og ég hlakka til að hitta mörg ykkar innan tíðar.“ Eigandi íbúðarinnar á Hjarðarhaga 48 hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali.
Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Landspítalinn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. 23. maí 2025 18:47 Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. maí 2025 18:02 „Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. 23. maí 2025 16:02 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Bensínbrúsar inni í íbúðinni Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. 23. maí 2025 18:47
Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. maí 2025 18:02
„Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. 23. maí 2025 16:02