Setjum kraft í íslenskukennslu fullorðinna Anna Linda Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2025 15:02 Þegar horft er til íslenskunáms fullorðinna einstaklinga með fjölmenningarlegan bakgrunn er ljóst að úrbóta er þörf. Við getum horft til nágrannalanda okkar og skoðað hvernig staðið er að slíku námi og hvort ekki væri rétt að gera slíkt nám að skyldu fyrir fullorðna innflytjendur. Margt gott er gert og margt í boði en einhverra hluta vegna sitja margir hjá. Víða er unnið metnaðarfullt starf þegar kemur að íslenskukennslu fullorðinna einstaklinga en við þurfum að ná til allra. Margar gildar ástæður liggja fyrir því. Við tölum um inngildingu; að nýir þegnar verði virkir í okkar samfélagi. Þar þurfa athafnir að fylgja orðum og við verðum að huga að því að lögleiða íslenskunám innflytjenda þeim sjálfum og okkur öllum til heilla. Innflytjendur sinna til dæmis aðhlynningar- og eða þjónustörfum, oft án eða með lítilli íslenskukunnáttu. Það skapar mikið álag á bæði þá og skjólstæðinga þeirra. Einn mikilvægasti þátturinn í að verða virkur samfélagsþegn er að finna að þú sért hluti af samfélaginu. Finna að þú tilheyrir, að þú skiptir máli. Í þeim efnum er tungumálið veigamest því án þess er erfitt að fóta sig í nýju samfélagi. Ábyrgðin er okkar Við bjóðum nýja íbúa víðs vegar úr heiminum velkomna. Við fögnum fjölbreytileikanum en þessum nýju íbúum þarf að fylgja alla leið. Það er á okkar ábyrgð að nýir þegnar læri málið. Sjá til þess að hvatinn sé til staðar og íslenskunámið aðgengilegt. Þannig má koma í veg fyrir ýmsan vanda sem fylgir því að kunna ekki tungumálið. Það blasir við víða í samfélaginu að skortur á íslenskukunnáttu getur verið til vandræða og skapað óþarfa árekstra. Má þar m.a. nefna hjúkrunarheimilin, leigubíla, veitingastaði og hin ýmsu þjónustustörf. Það er ekki við neinn að sakast. Við verðum hins vegar að gera íslenskunámið aðgengilegra og mæta þessum fjölbreytta hópi. Þegar fólk flytur í nýtt land vill það tilheyra. Lykillinn að því er tungumálið, um það eru flestir sammála. Það eru ekki mörg ár frá því íslenska sem annað tungumál var gert að námgrein í grunnskólanum. Víðast var slíkri kennslu sinnt. Í dag fer þessi kennsla fram samkvæmt aðalnámskrá í íslensku þar sem hæfniviðmiðum greinarinnar er fylgt. Í grunnskólunum er unnið metnaðarfullt starf og margir sem koma að þeirra vinnu með það í huga að efla þjónustu við börn með fjölmenningarlegan bakgrunn. Fullorðna fólkið situr eftir Á hinn bóginn vantar stefnu og reglugerðir varðandi fullorðna fólkið. Á mörgum stöðum er boðið uppá metnaðarfulla kennslu fyrir þennan hóp og frábær námskeið eru í boði en alltof margir sækja engin námskeið. Fyrir því liggja vafalítið margar ástæður en þessu þurfum við að breyta. Lítil færni í íslensku fullorðinna skapar líka ýmsan vanda í grunnskólunum sem reyna af fremsta megni að vera styðjandi við nemendur og forráðamenn þeirra. Þessi mál þekki ég mjög vel. Ég starfa sem deildarstjóri Fjölmenningardeildar Vallaskóla á Selfossi og hef kennt íslensku sem annað tungumál til margra ára. Einnig hef ég um áratuga skeið kennt íslensku sem annað tungumál hjá Fræðsluneti Suðurlands og kynnst þar frábæru fólki, oft foreldrum minna skjólstæðinga í grunnskólanum. Ég þekki því þörfina úr mörgum áttum og veit að margir vildu hafa betra aðgengi að íslenskunámi, öflugri hvata og jafnvel pressu, ekki síst til að styðja betur við nám barna sinna. Þessu þarf að breyta. Við þurfum að lögfesta íslenskukennslu fullorðins fólks. Tökum þetta alla leið. Það er ekki nóg að tala um inngildingu, sýnum hana í verki. Höfundur skipaði 5. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar horft er til íslenskunáms fullorðinna einstaklinga með fjölmenningarlegan bakgrunn er ljóst að úrbóta er þörf. Við getum horft til nágrannalanda okkar og skoðað hvernig staðið er að slíku námi og hvort ekki væri rétt að gera slíkt nám að skyldu fyrir fullorðna innflytjendur. Margt gott er gert og margt í boði en einhverra hluta vegna sitja margir hjá. Víða er unnið metnaðarfullt starf þegar kemur að íslenskukennslu fullorðinna einstaklinga en við þurfum að ná til allra. Margar gildar ástæður liggja fyrir því. Við tölum um inngildingu; að nýir þegnar verði virkir í okkar samfélagi. Þar þurfa athafnir að fylgja orðum og við verðum að huga að því að lögleiða íslenskunám innflytjenda þeim sjálfum og okkur öllum til heilla. Innflytjendur sinna til dæmis aðhlynningar- og eða þjónustörfum, oft án eða með lítilli íslenskukunnáttu. Það skapar mikið álag á bæði þá og skjólstæðinga þeirra. Einn mikilvægasti þátturinn í að verða virkur samfélagsþegn er að finna að þú sért hluti af samfélaginu. Finna að þú tilheyrir, að þú skiptir máli. Í þeim efnum er tungumálið veigamest því án þess er erfitt að fóta sig í nýju samfélagi. Ábyrgðin er okkar Við bjóðum nýja íbúa víðs vegar úr heiminum velkomna. Við fögnum fjölbreytileikanum en þessum nýju íbúum þarf að fylgja alla leið. Það er á okkar ábyrgð að nýir þegnar læri málið. Sjá til þess að hvatinn sé til staðar og íslenskunámið aðgengilegt. Þannig má koma í veg fyrir ýmsan vanda sem fylgir því að kunna ekki tungumálið. Það blasir við víða í samfélaginu að skortur á íslenskukunnáttu getur verið til vandræða og skapað óþarfa árekstra. Má þar m.a. nefna hjúkrunarheimilin, leigubíla, veitingastaði og hin ýmsu þjónustustörf. Það er ekki við neinn að sakast. Við verðum hins vegar að gera íslenskunámið aðgengilegra og mæta þessum fjölbreytta hópi. Þegar fólk flytur í nýtt land vill það tilheyra. Lykillinn að því er tungumálið, um það eru flestir sammála. Það eru ekki mörg ár frá því íslenska sem annað tungumál var gert að námgrein í grunnskólanum. Víðast var slíkri kennslu sinnt. Í dag fer þessi kennsla fram samkvæmt aðalnámskrá í íslensku þar sem hæfniviðmiðum greinarinnar er fylgt. Í grunnskólunum er unnið metnaðarfullt starf og margir sem koma að þeirra vinnu með það í huga að efla þjónustu við börn með fjölmenningarlegan bakgrunn. Fullorðna fólkið situr eftir Á hinn bóginn vantar stefnu og reglugerðir varðandi fullorðna fólkið. Á mörgum stöðum er boðið uppá metnaðarfulla kennslu fyrir þennan hóp og frábær námskeið eru í boði en alltof margir sækja engin námskeið. Fyrir því liggja vafalítið margar ástæður en þessu þurfum við að breyta. Lítil færni í íslensku fullorðinna skapar líka ýmsan vanda í grunnskólunum sem reyna af fremsta megni að vera styðjandi við nemendur og forráðamenn þeirra. Þessi mál þekki ég mjög vel. Ég starfa sem deildarstjóri Fjölmenningardeildar Vallaskóla á Selfossi og hef kennt íslensku sem annað tungumál til margra ára. Einnig hef ég um áratuga skeið kennt íslensku sem annað tungumál hjá Fræðsluneti Suðurlands og kynnst þar frábæru fólki, oft foreldrum minna skjólstæðinga í grunnskólanum. Ég þekki því þörfina úr mörgum áttum og veit að margir vildu hafa betra aðgengi að íslenskunámi, öflugri hvata og jafnvel pressu, ekki síst til að styðja betur við nám barna sinna. Þessu þarf að breyta. Við þurfum að lögfesta íslenskukennslu fullorðins fólks. Tökum þetta alla leið. Það er ekki nóg að tala um inngildingu, sýnum hana í verki. Höfundur skipaði 5. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun