Öllum sagt upp: „Ekkert verið að hugsa um félagsmiðstöðvastarf“ Agnar Már Másson skrifar 6. júní 2025 13:05 Starfsfólk lýsir þungum áhyggjum af starfi félagsmiðstöðva á Akureyri. Vísir/Vilhelm Þrettán starfsmönnum á félagsmiðstöðvum Akureyrarbæjar var sagt upp á dögunum þar sem bæjaryfirvöld færðu rekstur þeirra undir skólana. Tíu manns voru boðin störf undir nýju fyrirkomulagi en ekki endilega sömu störf. Starfsfólk lýsir áhyggjum af því að frístundastarf í bænum rýrist. Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri eru einar sinnar tegundar þar sem þær hafa hingað til verið reknar óháð grunnskólunum. FÉLAK rekur þar félagsmiðstöðvar fyrir börn frá 5.-10. bekk en einnig hefur stofnunin haldið utan um félagsstarf fyrir ungmenni allt upp í 30 ára aldur, ef enn má ungmenni kalla. Akureyrarbær hefur nú ákveðið að leggja FÉLAK niður í núverandi mynd og fella félagsmiðstöðvar barna undir grunnskólana. Starfsfólk FÉLAK hefur áhyggjur af því að samþætting félagsmiðstöðvanna við skólakerfið geti dregið úr þátttöku í félagsstarfinu. Linda Björk Pálsdóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafi á Akureyri, segir að starfsfólk sé gáttað á breytingunum og átti sig ekki á því hverjum þær eiga að gagna. Óvissa sé einnig uppi um hvert félagsstarf fyrir eldri ungmennin muni fara, að sögn Lindu, sem telur þó líklegt að það muni falla undir hatt Félagsmiðstöðva aldraðra. „Og þú getur rétt ímyndað þér það. Það eru ekki margir 16 ára sem samsama sig með öldruðu fólki,“ segir Linda Björk í samtali við fréttastofu. Engin samskipti við starfsfólk Hún segir að bæjaryfirvöld hafi ekki haft í nokkrum samskiptum við fagaðila í æskulýðsgeiranum áður en þau hrintu breytingunum í framkvæmt, heldur aðeins skólafólk og sveitarstjórnarfólk. „Þau vildu ekki að við vissum að þessu,“ heldur Linda fram. Þannig hafi þrettán manns verið sagt upp án áminningar, en tíu verið boðið annað undir nýju fyrirkomulagi, flestum hafi verið boðið „allt annað starf“. Lindu var sjálfri boðið starf sem „félagsmiðstöðvarfulltrúi“ en hún, sem hefur starfað í frístundastarfi í 25 ár, að segist óviss hvort hún þiggi það. Hvers vegna heldurðu að skólinn hafi verið að þessu? Eru þau að spara? „Nei, ég get ekki séð að þetta sé sparnaður í krónum fyrir bæinn,“ segir hún. „Þau ætla sér að ráða sjö nýja deildarstjóra. En við höfum ekki fengið svör.“ Gagnist aðeins skólunum Linda telur líklegt að breytingarnar séu skólamiðaðar. „Þetta er bara skólamiðað. Þetta snýst allt um skólann. Skólabragur, skólaandi, skólareglur, bara skóli skóli skóli,“ segir hún, en það breyti dýnamíkinni milli nemenda og starfsfólks félagsmiðstöðva. Allt í einu er væri ekki lengur starfsmaður félagsmiðstöðvar, heldur starfsmaður skólans, og fyrir vikið beri börnin minna traust til starfsmannanna. Í yfirlýsingu sem starfsfólk FÉLAK sendi út í gær kom fram að Fjármögnun starfsemi FÉLAK hefði verið ófullnægjandi síðustu ár og ítrekað væri óskað eftir frekari stuðningi til að mæta þörfum barna og ungs fólks sem hefðu aukist til muna síðustu misseri. „Ég tel að þessi breyting sé til þess a[ reyna að laga agavandamál í skólum og takast á við vandamál sem tengjast ekki kennslu,“ segir Linda. „Það er ekkert verið að hugsa um félagsmiðstöðvastarf.“ Skóla- og menntamál Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri eru einar sinnar tegundar þar sem þær hafa hingað til verið reknar óháð grunnskólunum. FÉLAK rekur þar félagsmiðstöðvar fyrir börn frá 5.-10. bekk en einnig hefur stofnunin haldið utan um félagsstarf fyrir ungmenni allt upp í 30 ára aldur, ef enn má ungmenni kalla. Akureyrarbær hefur nú ákveðið að leggja FÉLAK niður í núverandi mynd og fella félagsmiðstöðvar barna undir grunnskólana. Starfsfólk FÉLAK hefur áhyggjur af því að samþætting félagsmiðstöðvanna við skólakerfið geti dregið úr þátttöku í félagsstarfinu. Linda Björk Pálsdóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafi á Akureyri, segir að starfsfólk sé gáttað á breytingunum og átti sig ekki á því hverjum þær eiga að gagna. Óvissa sé einnig uppi um hvert félagsstarf fyrir eldri ungmennin muni fara, að sögn Lindu, sem telur þó líklegt að það muni falla undir hatt Félagsmiðstöðva aldraðra. „Og þú getur rétt ímyndað þér það. Það eru ekki margir 16 ára sem samsama sig með öldruðu fólki,“ segir Linda Björk í samtali við fréttastofu. Engin samskipti við starfsfólk Hún segir að bæjaryfirvöld hafi ekki haft í nokkrum samskiptum við fagaðila í æskulýðsgeiranum áður en þau hrintu breytingunum í framkvæmt, heldur aðeins skólafólk og sveitarstjórnarfólk. „Þau vildu ekki að við vissum að þessu,“ heldur Linda fram. Þannig hafi þrettán manns verið sagt upp án áminningar, en tíu verið boðið annað undir nýju fyrirkomulagi, flestum hafi verið boðið „allt annað starf“. Lindu var sjálfri boðið starf sem „félagsmiðstöðvarfulltrúi“ en hún, sem hefur starfað í frístundastarfi í 25 ár, að segist óviss hvort hún þiggi það. Hvers vegna heldurðu að skólinn hafi verið að þessu? Eru þau að spara? „Nei, ég get ekki séð að þetta sé sparnaður í krónum fyrir bæinn,“ segir hún. „Þau ætla sér að ráða sjö nýja deildarstjóra. En við höfum ekki fengið svör.“ Gagnist aðeins skólunum Linda telur líklegt að breytingarnar séu skólamiðaðar. „Þetta er bara skólamiðað. Þetta snýst allt um skólann. Skólabragur, skólaandi, skólareglur, bara skóli skóli skóli,“ segir hún, en það breyti dýnamíkinni milli nemenda og starfsfólks félagsmiðstöðva. Allt í einu er væri ekki lengur starfsmaður félagsmiðstöðvar, heldur starfsmaður skólans, og fyrir vikið beri börnin minna traust til starfsmannanna. Í yfirlýsingu sem starfsfólk FÉLAK sendi út í gær kom fram að Fjármögnun starfsemi FÉLAK hefði verið ófullnægjandi síðustu ár og ítrekað væri óskað eftir frekari stuðningi til að mæta þörfum barna og ungs fólks sem hefðu aukist til muna síðustu misseri. „Ég tel að þessi breyting sé til þess a[ reyna að laga agavandamál í skólum og takast á við vandamál sem tengjast ekki kennslu,“ segir Linda. „Það er ekkert verið að hugsa um félagsmiðstöðvastarf.“
Skóla- og menntamál Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira