Öllum sagt upp: „Ekkert verið að hugsa um félagsmiðstöðvastarf“ Agnar Már Másson skrifar 6. júní 2025 13:05 Starfsfólk lýsir þungum áhyggjum af starfi félagsmiðstöðva á Akureyri. Vísir/Vilhelm Þrettán starfsmönnum á félagsmiðstöðvum Akureyrarbæjar var sagt upp á dögunum þar sem bæjaryfirvöld færðu rekstur þeirra undir skólana. Tíu manns voru boðin störf undir nýju fyrirkomulagi en ekki endilega sömu störf. Starfsfólk lýsir áhyggjum af því að frístundastarf í bænum rýrist. Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri eru einar sinnar tegundar þar sem þær hafa hingað til verið reknar óháð grunnskólunum. FÉLAK rekur þar félagsmiðstöðvar fyrir börn frá 5.-10. bekk en einnig hefur stofnunin haldið utan um félagsstarf fyrir ungmenni allt upp í 30 ára aldur, ef enn má ungmenni kalla. Akureyrarbær hefur nú ákveðið að leggja FÉLAK niður í núverandi mynd og fella félagsmiðstöðvar barna undir grunnskólana. Starfsfólk FÉLAK hefur áhyggjur af því að samþætting félagsmiðstöðvanna við skólakerfið geti dregið úr þátttöku í félagsstarfinu. Linda Björk Pálsdóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafi á Akureyri, segir að starfsfólk sé gáttað á breytingunum og átti sig ekki á því hverjum þær eiga að gagna. Óvissa sé einnig uppi um hvert félagsstarf fyrir eldri ungmennin muni fara, að sögn Lindu, sem telur þó líklegt að það muni falla undir hatt Félagsmiðstöðva aldraðra. „Og þú getur rétt ímyndað þér það. Það eru ekki margir 16 ára sem samsama sig með öldruðu fólki,“ segir Linda Björk í samtali við fréttastofu. Engin samskipti við starfsfólk Hún segir að bæjaryfirvöld hafi ekki haft í nokkrum samskiptum við fagaðila í æskulýðsgeiranum áður en þau hrintu breytingunum í framkvæmt, heldur aðeins skólafólk og sveitarstjórnarfólk. „Þau vildu ekki að við vissum að þessu,“ heldur Linda fram. Þannig hafi þrettán manns verið sagt upp án áminningar, en tíu verið boðið annað undir nýju fyrirkomulagi, flestum hafi verið boðið „allt annað starf“. Lindu var sjálfri boðið starf sem „félagsmiðstöðvarfulltrúi“ en hún, sem hefur starfað í frístundastarfi í 25 ár, að segist óviss hvort hún þiggi það. Hvers vegna heldurðu að skólinn hafi verið að þessu? Eru þau að spara? „Nei, ég get ekki séð að þetta sé sparnaður í krónum fyrir bæinn,“ segir hún. „Þau ætla sér að ráða sjö nýja deildarstjóra. En við höfum ekki fengið svör.“ Gagnist aðeins skólunum Linda telur líklegt að breytingarnar séu skólamiðaðar. „Þetta er bara skólamiðað. Þetta snýst allt um skólann. Skólabragur, skólaandi, skólareglur, bara skóli skóli skóli,“ segir hún, en það breyti dýnamíkinni milli nemenda og starfsfólks félagsmiðstöðva. Allt í einu er væri ekki lengur starfsmaður félagsmiðstöðvar, heldur starfsmaður skólans, og fyrir vikið beri börnin minna traust til starfsmannanna. Í yfirlýsingu sem starfsfólk FÉLAK sendi út í gær kom fram að Fjármögnun starfsemi FÉLAK hefði verið ófullnægjandi síðustu ár og ítrekað væri óskað eftir frekari stuðningi til að mæta þörfum barna og ungs fólks sem hefðu aukist til muna síðustu misseri. „Ég tel að þessi breyting sé til þess a[ reyna að laga agavandamál í skólum og takast á við vandamál sem tengjast ekki kennslu,“ segir Linda. „Það er ekkert verið að hugsa um félagsmiðstöðvastarf.“ Skóla- og menntamál Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri eru einar sinnar tegundar þar sem þær hafa hingað til verið reknar óháð grunnskólunum. FÉLAK rekur þar félagsmiðstöðvar fyrir börn frá 5.-10. bekk en einnig hefur stofnunin haldið utan um félagsstarf fyrir ungmenni allt upp í 30 ára aldur, ef enn má ungmenni kalla. Akureyrarbær hefur nú ákveðið að leggja FÉLAK niður í núverandi mynd og fella félagsmiðstöðvar barna undir grunnskólana. Starfsfólk FÉLAK hefur áhyggjur af því að samþætting félagsmiðstöðvanna við skólakerfið geti dregið úr þátttöku í félagsstarfinu. Linda Björk Pálsdóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafi á Akureyri, segir að starfsfólk sé gáttað á breytingunum og átti sig ekki á því hverjum þær eiga að gagna. Óvissa sé einnig uppi um hvert félagsstarf fyrir eldri ungmennin muni fara, að sögn Lindu, sem telur þó líklegt að það muni falla undir hatt Félagsmiðstöðva aldraðra. „Og þú getur rétt ímyndað þér það. Það eru ekki margir 16 ára sem samsama sig með öldruðu fólki,“ segir Linda Björk í samtali við fréttastofu. Engin samskipti við starfsfólk Hún segir að bæjaryfirvöld hafi ekki haft í nokkrum samskiptum við fagaðila í æskulýðsgeiranum áður en þau hrintu breytingunum í framkvæmt, heldur aðeins skólafólk og sveitarstjórnarfólk. „Þau vildu ekki að við vissum að þessu,“ heldur Linda fram. Þannig hafi þrettán manns verið sagt upp án áminningar, en tíu verið boðið annað undir nýju fyrirkomulagi, flestum hafi verið boðið „allt annað starf“. Lindu var sjálfri boðið starf sem „félagsmiðstöðvarfulltrúi“ en hún, sem hefur starfað í frístundastarfi í 25 ár, að segist óviss hvort hún þiggi það. Hvers vegna heldurðu að skólinn hafi verið að þessu? Eru þau að spara? „Nei, ég get ekki séð að þetta sé sparnaður í krónum fyrir bæinn,“ segir hún. „Þau ætla sér að ráða sjö nýja deildarstjóra. En við höfum ekki fengið svör.“ Gagnist aðeins skólunum Linda telur líklegt að breytingarnar séu skólamiðaðar. „Þetta er bara skólamiðað. Þetta snýst allt um skólann. Skólabragur, skólaandi, skólareglur, bara skóli skóli skóli,“ segir hún, en það breyti dýnamíkinni milli nemenda og starfsfólks félagsmiðstöðva. Allt í einu er væri ekki lengur starfsmaður félagsmiðstöðvar, heldur starfsmaður skólans, og fyrir vikið beri börnin minna traust til starfsmannanna. Í yfirlýsingu sem starfsfólk FÉLAK sendi út í gær kom fram að Fjármögnun starfsemi FÉLAK hefði verið ófullnægjandi síðustu ár og ítrekað væri óskað eftir frekari stuðningi til að mæta þörfum barna og ungs fólks sem hefðu aukist til muna síðustu misseri. „Ég tel að þessi breyting sé til þess a[ reyna að laga agavandamál í skólum og takast á við vandamál sem tengjast ekki kennslu,“ segir Linda. „Það er ekkert verið að hugsa um félagsmiðstöðvastarf.“
Skóla- og menntamál Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira