Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2025 09:32 Elon Musk í Hvíta húsinu fyrr rétt rúmri viku. AP/Evan Vucci Elon Musk, auðugasti maður heims, og fyrrverandi samstarfsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið til kynna að hann langi að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum. Það er í kjölfar mjög svo opinberra deila hans og Trumps síðustu daga, og segist Musk vilja kalla flokk þennan „Ameríkuflokkinn“. Ameríkuflokknum er samkvæmt Musk ætlað að standa fyrir áttatíu prósent Bandaríkjanna, sem telji sig á miðjunni þegar kemur að hinu pólitíska rófi vestanhafs. Musk stofnaði í fyrradag til könnunar á X, hans eigin samfélagsmiðli, þar sem hann spurði hvort kominn væri tími til að stofna nýjan stjórnmálaflokk fyrir þennan stóra hluta þjóðarinnar, áttatíu prósentin sem telji sig í miðjunni. Rúmlega 5,6 milljónir X-reikninga tóku þátt í könnunni og rétt rúmlega áttatíu prósent þeirra svöruðu játandi. Það segir Musk til marks um það að örlögin hafi talað. The America Party https://t.co/hO5S8Kjb5O— Elon Musk (@elonmusk) June 6, 2025 Deila um frumvarp Deilur Trumps og Musks, sem virðast að mestu leyti snúast hið „stóra og fallega“ frumvarp sem Repúblikanar vinna nú hörðum höndum að því að gera að lögum. Musk hefur látið frá sér hörð orð um frumvarpið, sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Þegar Trump svaraði gagnrýninni svo og lýsti yfir vonbrigðum með gagnrýni Musks brást auðjöfurinn reiður við. Hann bendlaði Trump meðal annars við Jeffrey Epstein og gaf í skyn að forsetinn væri einnig barnaníðingur, þó hann virðist nú hafa eytt þeirri færslu á X. Deilurnar undu svo fljótt upp á sig. Í gær stóð svo til að þeir ættu að tala saman í síma en ekki varð af því og sagðist Trump ekki hafa áhuga á að ræða við Musk að svo stöddu og sagði auðjöfurinn meðal annars hafa misst vitið. Þá gaf Trump til kynna að hann vildi selja eða gefa Teslu sem hann keypti af Musk í mars. Sjá einnig: Trump vill selja Tesluna Blaðamenn vestanhafs hafa frá því deilurnar hófust sagt frá því að spennan hafi verið að krauma undir yfirborðinu hjá Musk og Trump um nokkuð skeið. Trump hefur þó ekkert tjáð sig um Musk frá því í gær. Trump deildi meðfylgjandi færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli í nótt. Þar sem fyrrverandi lögmaður Jeffreys Epstein staðhæfir að auðjöfurinn hafi ekki setið á neinum gögnum um Donald Trump. Reiður yfir gjöfum til Demókrata Skömmu áður en Trump hélt litla athöfn þar sem hann þakkaði Musk fyrir vel unnin störf við niðurskurð og sendi hann úr Hvíta húsinu, fékk forsetinn skýrslu í hendurnar þar sem fram kom að Jared Isaacman, auðkýfingur sem Musk hafði fengið Trump til að tilnefnda í stöðu yfirmanns Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), hefði gefið peninga í kosningasjóði Demókrata. Trump mun hafa brugðist reiður við og eftir athöfnina lét hann Musk heyra það. Trump las upp nöfn nokkurra Demókrata sem Isaacman hafði stutt og sagði þetta ekki líta vel út. Musk reyndi víst að tala máli vinar síns og sagði Isaacman eingöngu hafa áhuga á því að koma hlutunum í verk. Hann væri einn margra sem hefði gefið Demókrötum peninga og ráðning hans sýndi að Trump væri tilbúinn til að vinna með öllum. Það tók Trump ekki í mál og dró tilnefninguna til baka. Þetta segir í grein New York Times að hraðað vinslitum Musks og Trumps. Musk hafi fundist hann vanvirtur af forsetanum. Blaðamenn New York Times, þar sem nýverið var birt grein um umfangsmikla og vaxandi fíkniefna- og lyfjanotkun Musks, hafa eftir heimildarmönnum sínum úr innsta hring Trumps að í kjölfar þess honum var kynnt greinin um Musk hafi hann sagt að „bilaða“ hegðun Musks mætti rekja til lyfjanotkunarinnar. Tapaði mörgum veðmálum í vikunni Wall Street Journal hefur eftir ráðgjöfum Trumps og aðstoðarmönnu að þeirra á meðal hafi verið menn sem töldu sig vita frá upphafi að gott samband forsetans og auðjöfursins myndi ekki endast. Í það minnsta frá augnablikinu sem Time birti forsíðu af Musk sitjandi við forsetaskrifborðið í Hvíta húsinu. Aðstoðarmenn Trumps vita að hann vill ekki deila sviðsljósinu og flestir vita að Musk er vanur því að fá sínu framgengt. „Ég tapaði mörgum veðmálum í vikunni,“ sagði einn viðmælandi WSJ sem hefur lengi starfað innan Repúblikanaflokksins. „Ég hélt að Elon myndi allavega endast til ágústmánaðar.“ Strax eftir að Trump vann forsetakosningarnar í nóvember í fyrra flutti Musk til sveitaklúbbs Trumps í Flórída. Þar sat hann fundi með tilvonandi ráðherrum og hitti erlenda leiðtoga með Trump, svo eitthvað sé nefnt. Samhliða þessu töluðu fjölmiðlar um Musk sem aðstoðar-forseta þegar fjallað var um aukin áhrif hans og áttu ráðgjafar Trumps sífellt von á því að hann fengi nóg. Það gerðist þó ekki og þess í stað lýsti Trump ítrekað yfir aðdáun sinni á Musk. Það sama mátti ekki segja um ráðherra Trumps og háttsetta embættismenn í Hvíta húsinu, eftir að Trump tók við embætti í janúar. Margir þeirra töldu Musk teygja sig of langt inn á þeirra svið og kvörtuðu yfir því að hann væri að skera niður hjá stofnunum sem heyrðu undir ráðuneyti þeirra. WSJ segir Trump hafa varið Musk en á sama tíma sagt Susie Wiles, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og nánum ráðgjafa hans, að hann skildi kvartanirnar. Undanfarnar vikur er tónn Trumps í garð Musks sagður hafa breyst. Forsetinn velti til að mynda vöngum yfir því hvort Musk hafi verið að ljúga þegar hann lofaði umfangsmiklum niðurskurði með DOGE, sem ekki varð úr. Musk hafði heitið því að spara ríkinu billjón dala (þúsund milljarðar) en nú er því haldið fram að DOGE hafi sparað 175 milljarða dala en sú tala er mjög umdeild af sérfræðingum. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Ameríkuflokknum er samkvæmt Musk ætlað að standa fyrir áttatíu prósent Bandaríkjanna, sem telji sig á miðjunni þegar kemur að hinu pólitíska rófi vestanhafs. Musk stofnaði í fyrradag til könnunar á X, hans eigin samfélagsmiðli, þar sem hann spurði hvort kominn væri tími til að stofna nýjan stjórnmálaflokk fyrir þennan stóra hluta þjóðarinnar, áttatíu prósentin sem telji sig í miðjunni. Rúmlega 5,6 milljónir X-reikninga tóku þátt í könnunni og rétt rúmlega áttatíu prósent þeirra svöruðu játandi. Það segir Musk til marks um það að örlögin hafi talað. The America Party https://t.co/hO5S8Kjb5O— Elon Musk (@elonmusk) June 6, 2025 Deila um frumvarp Deilur Trumps og Musks, sem virðast að mestu leyti snúast hið „stóra og fallega“ frumvarp sem Repúblikanar vinna nú hörðum höndum að því að gera að lögum. Musk hefur látið frá sér hörð orð um frumvarpið, sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Þegar Trump svaraði gagnrýninni svo og lýsti yfir vonbrigðum með gagnrýni Musks brást auðjöfurinn reiður við. Hann bendlaði Trump meðal annars við Jeffrey Epstein og gaf í skyn að forsetinn væri einnig barnaníðingur, þó hann virðist nú hafa eytt þeirri færslu á X. Deilurnar undu svo fljótt upp á sig. Í gær stóð svo til að þeir ættu að tala saman í síma en ekki varð af því og sagðist Trump ekki hafa áhuga á að ræða við Musk að svo stöddu og sagði auðjöfurinn meðal annars hafa misst vitið. Þá gaf Trump til kynna að hann vildi selja eða gefa Teslu sem hann keypti af Musk í mars. Sjá einnig: Trump vill selja Tesluna Blaðamenn vestanhafs hafa frá því deilurnar hófust sagt frá því að spennan hafi verið að krauma undir yfirborðinu hjá Musk og Trump um nokkuð skeið. Trump hefur þó ekkert tjáð sig um Musk frá því í gær. Trump deildi meðfylgjandi færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli í nótt. Þar sem fyrrverandi lögmaður Jeffreys Epstein staðhæfir að auðjöfurinn hafi ekki setið á neinum gögnum um Donald Trump. Reiður yfir gjöfum til Demókrata Skömmu áður en Trump hélt litla athöfn þar sem hann þakkaði Musk fyrir vel unnin störf við niðurskurð og sendi hann úr Hvíta húsinu, fékk forsetinn skýrslu í hendurnar þar sem fram kom að Jared Isaacman, auðkýfingur sem Musk hafði fengið Trump til að tilnefnda í stöðu yfirmanns Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), hefði gefið peninga í kosningasjóði Demókrata. Trump mun hafa brugðist reiður við og eftir athöfnina lét hann Musk heyra það. Trump las upp nöfn nokkurra Demókrata sem Isaacman hafði stutt og sagði þetta ekki líta vel út. Musk reyndi víst að tala máli vinar síns og sagði Isaacman eingöngu hafa áhuga á því að koma hlutunum í verk. Hann væri einn margra sem hefði gefið Demókrötum peninga og ráðning hans sýndi að Trump væri tilbúinn til að vinna með öllum. Það tók Trump ekki í mál og dró tilnefninguna til baka. Þetta segir í grein New York Times að hraðað vinslitum Musks og Trumps. Musk hafi fundist hann vanvirtur af forsetanum. Blaðamenn New York Times, þar sem nýverið var birt grein um umfangsmikla og vaxandi fíkniefna- og lyfjanotkun Musks, hafa eftir heimildarmönnum sínum úr innsta hring Trumps að í kjölfar þess honum var kynnt greinin um Musk hafi hann sagt að „bilaða“ hegðun Musks mætti rekja til lyfjanotkunarinnar. Tapaði mörgum veðmálum í vikunni Wall Street Journal hefur eftir ráðgjöfum Trumps og aðstoðarmönnu að þeirra á meðal hafi verið menn sem töldu sig vita frá upphafi að gott samband forsetans og auðjöfursins myndi ekki endast. Í það minnsta frá augnablikinu sem Time birti forsíðu af Musk sitjandi við forsetaskrifborðið í Hvíta húsinu. Aðstoðarmenn Trumps vita að hann vill ekki deila sviðsljósinu og flestir vita að Musk er vanur því að fá sínu framgengt. „Ég tapaði mörgum veðmálum í vikunni,“ sagði einn viðmælandi WSJ sem hefur lengi starfað innan Repúblikanaflokksins. „Ég hélt að Elon myndi allavega endast til ágústmánaðar.“ Strax eftir að Trump vann forsetakosningarnar í nóvember í fyrra flutti Musk til sveitaklúbbs Trumps í Flórída. Þar sat hann fundi með tilvonandi ráðherrum og hitti erlenda leiðtoga með Trump, svo eitthvað sé nefnt. Samhliða þessu töluðu fjölmiðlar um Musk sem aðstoðar-forseta þegar fjallað var um aukin áhrif hans og áttu ráðgjafar Trumps sífellt von á því að hann fengi nóg. Það gerðist þó ekki og þess í stað lýsti Trump ítrekað yfir aðdáun sinni á Musk. Það sama mátti ekki segja um ráðherra Trumps og háttsetta embættismenn í Hvíta húsinu, eftir að Trump tók við embætti í janúar. Margir þeirra töldu Musk teygja sig of langt inn á þeirra svið og kvörtuðu yfir því að hann væri að skera niður hjá stofnunum sem heyrðu undir ráðuneyti þeirra. WSJ segir Trump hafa varið Musk en á sama tíma sagt Susie Wiles, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og nánum ráðgjafa hans, að hann skildi kvartanirnar. Undanfarnar vikur er tónn Trumps í garð Musks sagður hafa breyst. Forsetinn velti til að mynda vöngum yfir því hvort Musk hafi verið að ljúga þegar hann lofaði umfangsmiklum niðurskurði með DOGE, sem ekki varð úr. Musk hafði heitið því að spara ríkinu billjón dala (þúsund milljarðar) en nú er því haldið fram að DOGE hafi sparað 175 milljarða dala en sú tala er mjög umdeild af sérfræðingum.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira