Sjö hundruð landgönguliðar á leið til Los Angeles Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júní 2025 20:59 Kveikt hefur verið í bílum og áætlað er að á sjötta tug mótmælenda hafi verið handteknir síðustu daga. AP Mörg hundruð landgönguliðar í Kaliforníu hafa verið boðaðir til Los Angeles til að bregðast við mótmælunum sem standa þar yfir. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE. Það kastaðist í kekki á milli fulltrúa valdstjórnarinnar og mótmælenda en Trump brást ókvæða við með því að senda þjóðvarðliða sem mættu til borgarinnar í gær. Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu hyggst kæra Trump fyrir að hafa hrundið af stað aðgerðinni án þess að ráðfæra sig við hann. CNN hefur eftir þremur heimildarmönnum að yfir sjö hundruð landgönguliðar séu á leið til Los Angeles til að aðstoða þjóðvarðliðanna vegna mótmælanna. Ekki liggur fyrir hvert verkefni landgönguliðanna verður þegar þeir mæta á svæðið en aðgerðin er til marks um gjöraukin hernaðarleg umsvif Trump gegn mótmælendum. Hann sagðist fyrr í dag ekki útiloka að senda landgönguliða til borgarinnar. Líkt og þjóðvarðliðarnir mega landgönguliðarnir ekki beita löggæsluaðgerðum líkt og handtökum, nema ef Trump virkir svokölluð uppreisnarlög. Uppreisnarlögin heimila forseta að skipa hernum að binda enda á uppreisnir með tilheyrandi aðgerðum. Hersveit Norður-Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fimm hundruð landgönguliðar hefðu verið settir í viðbragðsstöðu vegna mótmælanna en samkvæmt upplýsingum CNN hefur öll hersveitin verið kölluð út. Fjallað var um vendingar dagsins í kvöldfréttum, umfjöllunina má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Grafalvarlegt ástand í LA: „Þetta eru einhverjar fasískar leikaðferðir“ Grafalvarlegt ástand ríkir nú í Los Angeles þar sem þjóðvarðliðum, herþyrlum og táragasi er beitt gegn borgurum. Þetta segir íslensk kona búsett í borginni. Í gangi sé atlaga Trump-stjórnarinnar gegn innflytjendum og tilraunir til að bæla niður mótmæli bæði ólöglega og í anda fasisma. 8. júní 2025 19:32 Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE. Það kastaðist í kekki á milli fulltrúa valdstjórnarinnar og mótmælenda en Trump brást ókvæða við með því að senda þjóðvarðliða sem mættu til borgarinnar í gær. Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu hyggst kæra Trump fyrir að hafa hrundið af stað aðgerðinni án þess að ráðfæra sig við hann. CNN hefur eftir þremur heimildarmönnum að yfir sjö hundruð landgönguliðar séu á leið til Los Angeles til að aðstoða þjóðvarðliðanna vegna mótmælanna. Ekki liggur fyrir hvert verkefni landgönguliðanna verður þegar þeir mæta á svæðið en aðgerðin er til marks um gjöraukin hernaðarleg umsvif Trump gegn mótmælendum. Hann sagðist fyrr í dag ekki útiloka að senda landgönguliða til borgarinnar. Líkt og þjóðvarðliðarnir mega landgönguliðarnir ekki beita löggæsluaðgerðum líkt og handtökum, nema ef Trump virkir svokölluð uppreisnarlög. Uppreisnarlögin heimila forseta að skipa hernum að binda enda á uppreisnir með tilheyrandi aðgerðum. Hersveit Norður-Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fimm hundruð landgönguliðar hefðu verið settir í viðbragðsstöðu vegna mótmælanna en samkvæmt upplýsingum CNN hefur öll hersveitin verið kölluð út. Fjallað var um vendingar dagsins í kvöldfréttum, umfjöllunina má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Grafalvarlegt ástand í LA: „Þetta eru einhverjar fasískar leikaðferðir“ Grafalvarlegt ástand ríkir nú í Los Angeles þar sem þjóðvarðliðum, herþyrlum og táragasi er beitt gegn borgurum. Þetta segir íslensk kona búsett í borginni. Í gangi sé atlaga Trump-stjórnarinnar gegn innflytjendum og tilraunir til að bæla niður mótmæli bæði ólöglega og í anda fasisma. 8. júní 2025 19:32 Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Grafalvarlegt ástand í LA: „Þetta eru einhverjar fasískar leikaðferðir“ Grafalvarlegt ástand ríkir nú í Los Angeles þar sem þjóðvarðliðum, herþyrlum og táragasi er beitt gegn borgurum. Þetta segir íslensk kona búsett í borginni. Í gangi sé atlaga Trump-stjórnarinnar gegn innflytjendum og tilraunir til að bæla niður mótmæli bæði ólöglega og í anda fasisma. 8. júní 2025 19:32
Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30
Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58