„Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. júní 2025 11:02 Tónlistarmaðurinn Khalid skein skært á Pride um helgina. Nicola Gell/Getty Images „Þetta eru gleðitár,“ sagði tárvotur Khalid þegar hann steig á svið í Washington DC á sunnudaginn í tilefni af stærstu hinsegin dögum heimsins, WorldPride. Khalid, sem er vinsæll tónlistarmaður vestanhafs, kom út úr skápnum í nóvember í fyrra og var þetta í fyrsta skipti sem hann kom fram á Pride. Khalid skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018, hefur verið tilnefndur til Grammy verðlauna og á að baki sér marga smelli. Má þar nefna lögin Young, Dumb & Broke og Better en hann er með fimmtíu milljón mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify. WorldPride er gríðarlega stór viðburður sem fólk hvaðan af úr heiminum sækir. Fjölmennur hópur fulltrúa Íslands sótti hátíðina í Bandaríkjunum síðastliðna helgi en gleðigangan var haldin í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks. View this post on Instagram A post shared by Gaye Magazine® (@gayemagazine) Khalid var stærsta tónlistaratriði kvöldsins á sunnudaginn og var kraftmikill og tilfinningaríkur á sviðinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem fram á Pride. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti á Pride. Þið eruð að kalla fram sterkar tilfinningar hjá mér,“ sagði Khalid við áhorfendur og bætti við: „Mig langaði að þakka ykkur öllum innilega fyrir að taka svona vel á móti mér og styðja mig. Það er algjörlega ómetanlegt fyrir mig og gerir mig svo hamingjusamann. Mér líður eins og ég sé kominn heim hér á þessu sviði.“ View this post on Instagram A post shared by Khalid (@thegr8khalid) Khalid birti sömuleiðis færslu á Instagram síðu sinni þar sem hann skrifar: „Mér finnst ég séður. Mér finnst ég samþykktur. Takk fyrir PRIDE.“ Hinsegin Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Khalid skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018, hefur verið tilnefndur til Grammy verðlauna og á að baki sér marga smelli. Má þar nefna lögin Young, Dumb & Broke og Better en hann er með fimmtíu milljón mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify. WorldPride er gríðarlega stór viðburður sem fólk hvaðan af úr heiminum sækir. Fjölmennur hópur fulltrúa Íslands sótti hátíðina í Bandaríkjunum síðastliðna helgi en gleðigangan var haldin í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks. View this post on Instagram A post shared by Gaye Magazine® (@gayemagazine) Khalid var stærsta tónlistaratriði kvöldsins á sunnudaginn og var kraftmikill og tilfinningaríkur á sviðinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem fram á Pride. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti á Pride. Þið eruð að kalla fram sterkar tilfinningar hjá mér,“ sagði Khalid við áhorfendur og bætti við: „Mig langaði að þakka ykkur öllum innilega fyrir að taka svona vel á móti mér og styðja mig. Það er algjörlega ómetanlegt fyrir mig og gerir mig svo hamingjusamann. Mér líður eins og ég sé kominn heim hér á þessu sviði.“ View this post on Instagram A post shared by Khalid (@thegr8khalid) Khalid birti sömuleiðis færslu á Instagram síðu sinni þar sem hann skrifar: „Mér finnst ég séður. Mér finnst ég samþykktur. Takk fyrir PRIDE.“
Hinsegin Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira