„Hann er ástæðan fyrir því að það er ótti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. júní 2025 23:13 Þjóðvarðliðar standa tilbúnir vegna mótmæla utan við opinbera byggingu í Los Angeles. Vísir/Getty Mótmælin í Los Angeles héldu áfram í nótt og eru farin að breiðast út til annarra borga í Bandaríkjunum. Íbúi í borginni segir engar óeirðir ríkja og að inngrip Donald Trump sé aðalstæðan fyrir spennunni sem ríkir. Yfir 200 manns hafa verið handteknir í Los Angeles síðan mótmælin í borginni hófust síðastliðinn föstudag. Á myndböndum frá mótmælum gærkvöldsins má sjá fólk bæði flýja og vera handtekið af fulltrúum innflytjendastofnunar landsins. Mótmælin hafa breiðst út í aðrar borgir í Bandaríkjunum og meðal annars var táragasi beitt gegn mótmælendum í Las Vegas og þá voru átta handteknir í Seattle í mótmælum sem lögregla taldi ólögleg. Yfirmaður Innflytjendastofnunar landsins varði aðgerðir yfirvalda í viðtali í dag og sagði algjört stjórnleysi ríkja í Los Angeles. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas íbúi í borginni segir engar óeirðir ríkja þó vissulega séu einstaklingar með einbeittan brotavilja sem brjóti af sér og skapi vandræði. „Það eru vissulega mótmæli í borginni, það eru engar óeirðir hér í borginni. Eldar loga ekki og það hefur verið meira stuð í borginni þegar Dodgers unnu úrslitaleikinn í fyrra,“ segir Dröfn í samtali við fréttastofu. Þúsundir þjóðvarða- og landgönguliða hafa verið kallaðir út til aðstoðar yfirvöldum og munu koma til borgarinnar á næstu tveimur sólarhringum. Dröfn segir að aðgerðir Donald Trump séu ástæðan fyrir þeirri spennu sem ríki í borginni. „Trump situr í Washington og segir að hann ætli að bjarga Kaliforníu með öllu þessu hervaldi sem er hérna. Það er ekkert að bjarga, það er ekkert að. Hann er ástæðan fyrir því að það eru mótmæli, hann er ástæðan fyrir því að það er spenna. Hann er ástæðan fyrir því að það er ótti.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Yfir 200 manns hafa verið handteknir í Los Angeles síðan mótmælin í borginni hófust síðastliðinn föstudag. Á myndböndum frá mótmælum gærkvöldsins má sjá fólk bæði flýja og vera handtekið af fulltrúum innflytjendastofnunar landsins. Mótmælin hafa breiðst út í aðrar borgir í Bandaríkjunum og meðal annars var táragasi beitt gegn mótmælendum í Las Vegas og þá voru átta handteknir í Seattle í mótmælum sem lögregla taldi ólögleg. Yfirmaður Innflytjendastofnunar landsins varði aðgerðir yfirvalda í viðtali í dag og sagði algjört stjórnleysi ríkja í Los Angeles. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas íbúi í borginni segir engar óeirðir ríkja þó vissulega séu einstaklingar með einbeittan brotavilja sem brjóti af sér og skapi vandræði. „Það eru vissulega mótmæli í borginni, það eru engar óeirðir hér í borginni. Eldar loga ekki og það hefur verið meira stuð í borginni þegar Dodgers unnu úrslitaleikinn í fyrra,“ segir Dröfn í samtali við fréttastofu. Þúsundir þjóðvarða- og landgönguliða hafa verið kallaðir út til aðstoðar yfirvöldum og munu koma til borgarinnar á næstu tveimur sólarhringum. Dröfn segir að aðgerðir Donald Trump séu ástæðan fyrir þeirri spennu sem ríki í borginni. „Trump situr í Washington og segir að hann ætli að bjarga Kaliforníu með öllu þessu hervaldi sem er hérna. Það er ekkert að bjarga, það er ekkert að. Hann er ástæðan fyrir því að það eru mótmæli, hann er ástæðan fyrir því að það er spenna. Hann er ástæðan fyrir því að það er ótti.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira