Yfirtaka Trumps á þjóðvarðliðinu dæmd ólögleg en hann heldur stjórninni Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2025 10:19 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Bandarískur dómari skipaði seint í gærkvöldi Donald Trump, forseta, að færa stjórn þjóðvarðliða í Kaliforníu aftur í hendur Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Dómarinn sagði að Trump hefði tekið stjórn á þjóðvarðliði ríkisins með ólöglegum hætti. Hann hefði farið út fyrir valdsvið sitt og farið gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Dómarinn sakar Trump um að setja hættulegt fordæmi í notkun hermanna á bandarískri grundu. Úrskurðurinn, sem lesa má hér, átti að taka gildi á hádegi í Kaliforníu í dag, en lögmenn dómsmálaráðuneytisins lýstu því strax yfir að málinu yrði áfrýjað. Alríkisdómarar sem munu taka þá áfrýjun fyrir samþykktu fljótt að fresta gildistöku úrskurðarins. Áfrýjunin verður þó ekki tekin fyrir fyrr en á þriðjudaginn, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Því mun Trump hafa áfram stjórn á þeim fjögur þúsudnd meðlimum þjóðvarðliðsins sem hann hefur sent til Los Angeles, í það minnsta þar til á þriðjudaginn. Trump heldur því fram að Los Angeles stæði í ljósum logum ef hann hefði ekki sent þjóðvarðliðið til borgarinnar. Úrskurður dómarans tók ekki tillit til bandarískra landgönguliða sem Trump hefur sagt að verði sendir til Los Angeles. Newsom höfðaði málið gegn Trump og bað dómarann um að stöðva það að hermennirnir tækju þátt í því að handsama fólk sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum í borginni. Trump lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarðliði Kaliforníu til Los Angeles til að kveða niður mótmæli gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Þá tók hann yfir stjórn þjóðvarðliðsins en Newsom, Karen Bass borgarstjóri LA og yfirmenn lögreglunnar þar sögðu enga þörf á að senda þjóðvarðliða á vettvang. Trump fjölgaði þeim svo um tvö þúsund til viðbótar og ætlar einnig að senda sjö hundruð landgönguliða. Trump og hans fólk hafa talað um mótmælin sem mjög umfangsmikil og stórhættulegar óeirðir sem ógni jafnvel tilvist borgarinnar. Ástandinu hefur einnig verið lýst sem innrás af Trump-liðum. Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í gær, þar sem sitjandi öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu var handtekinn, að heimavaráðuneytið myndi auka viðveru í Los Angeles þar til borgin yrði „frelsuð“. Noem: So we will stay here and build our operations until we make sure to liberate the city of Los Angeles pic.twitter.com/tKeevnPVy1— Acyn (@Acyn) June 12, 2025 Embættismenn í Los Angeles og yfirmenn lögreglunnar segja ástandið langt frá því að vera eins slæmt og Trump og hans fólk hafi talað um. Um tiltölulega lítil mótmæli hafi verið að ræða og að löggæslustofnanir borgarinnar hafi verið vel í stakk búnar til að takast á við þau og refsa þeim sem brutu af sér, til dæmis með því að kveikja í bílum og veitast að löggæslumönnum. Talsmenn Trumps segja úrskurðinn hættulegan en dómstólar hafa ítrekað staðið í vegi Trumps varðandi viðleitni hans til að vísa fjölda fólks úr landi, tolla og ýmislegt annað. Anna Kelly, einn talsmanna Trumps, sendi út yfirlýsingu um að dómarar hefðu ekki heimildir til að svipta Trump valdi hans og að áfrýjun ríkisstjórnarinnar myndi bera árangur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Undirbúa flutning þúsunda til Guantánamo Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er byrjuð að undirbúa mögulegan flutning þúsunda erlendra manna sem eru í Bandaríkjunum ólöglega til Guantánamo á Kúbu. Meðal þeirra sem til stendur að senda eru hundruð manna frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og stendur ekki til að láta yfirvöld þar vita. 11. júní 2025 16:50 Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur. 11. júní 2025 11:52 Öldungadeildarþingmaður borinn út af blaðamannafundi Alex Padilla öldungadeildarþingmaður Demókrata í Bandaríkjunum var borinn út með valdi af blaðamannafundi Kristi Noem heimavarnarráðherra Bandaríkjanna í kvöld. 12. júní 2025 21:51 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Dómarinn sakar Trump um að setja hættulegt fordæmi í notkun hermanna á bandarískri grundu. Úrskurðurinn, sem lesa má hér, átti að taka gildi á hádegi í Kaliforníu í dag, en lögmenn dómsmálaráðuneytisins lýstu því strax yfir að málinu yrði áfrýjað. Alríkisdómarar sem munu taka þá áfrýjun fyrir samþykktu fljótt að fresta gildistöku úrskurðarins. Áfrýjunin verður þó ekki tekin fyrir fyrr en á þriðjudaginn, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Því mun Trump hafa áfram stjórn á þeim fjögur þúsudnd meðlimum þjóðvarðliðsins sem hann hefur sent til Los Angeles, í það minnsta þar til á þriðjudaginn. Trump heldur því fram að Los Angeles stæði í ljósum logum ef hann hefði ekki sent þjóðvarðliðið til borgarinnar. Úrskurður dómarans tók ekki tillit til bandarískra landgönguliða sem Trump hefur sagt að verði sendir til Los Angeles. Newsom höfðaði málið gegn Trump og bað dómarann um að stöðva það að hermennirnir tækju þátt í því að handsama fólk sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum í borginni. Trump lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarðliði Kaliforníu til Los Angeles til að kveða niður mótmæli gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Þá tók hann yfir stjórn þjóðvarðliðsins en Newsom, Karen Bass borgarstjóri LA og yfirmenn lögreglunnar þar sögðu enga þörf á að senda þjóðvarðliða á vettvang. Trump fjölgaði þeim svo um tvö þúsund til viðbótar og ætlar einnig að senda sjö hundruð landgönguliða. Trump og hans fólk hafa talað um mótmælin sem mjög umfangsmikil og stórhættulegar óeirðir sem ógni jafnvel tilvist borgarinnar. Ástandinu hefur einnig verið lýst sem innrás af Trump-liðum. Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í gær, þar sem sitjandi öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu var handtekinn, að heimavaráðuneytið myndi auka viðveru í Los Angeles þar til borgin yrði „frelsuð“. Noem: So we will stay here and build our operations until we make sure to liberate the city of Los Angeles pic.twitter.com/tKeevnPVy1— Acyn (@Acyn) June 12, 2025 Embættismenn í Los Angeles og yfirmenn lögreglunnar segja ástandið langt frá því að vera eins slæmt og Trump og hans fólk hafi talað um. Um tiltölulega lítil mótmæli hafi verið að ræða og að löggæslustofnanir borgarinnar hafi verið vel í stakk búnar til að takast á við þau og refsa þeim sem brutu af sér, til dæmis með því að kveikja í bílum og veitast að löggæslumönnum. Talsmenn Trumps segja úrskurðinn hættulegan en dómstólar hafa ítrekað staðið í vegi Trumps varðandi viðleitni hans til að vísa fjölda fólks úr landi, tolla og ýmislegt annað. Anna Kelly, einn talsmanna Trumps, sendi út yfirlýsingu um að dómarar hefðu ekki heimildir til að svipta Trump valdi hans og að áfrýjun ríkisstjórnarinnar myndi bera árangur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Undirbúa flutning þúsunda til Guantánamo Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er byrjuð að undirbúa mögulegan flutning þúsunda erlendra manna sem eru í Bandaríkjunum ólöglega til Guantánamo á Kúbu. Meðal þeirra sem til stendur að senda eru hundruð manna frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og stendur ekki til að láta yfirvöld þar vita. 11. júní 2025 16:50 Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur. 11. júní 2025 11:52 Öldungadeildarþingmaður borinn út af blaðamannafundi Alex Padilla öldungadeildarþingmaður Demókrata í Bandaríkjunum var borinn út með valdi af blaðamannafundi Kristi Noem heimavarnarráðherra Bandaríkjanna í kvöld. 12. júní 2025 21:51 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Undirbúa flutning þúsunda til Guantánamo Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er byrjuð að undirbúa mögulegan flutning þúsunda erlendra manna sem eru í Bandaríkjunum ólöglega til Guantánamo á Kúbu. Meðal þeirra sem til stendur að senda eru hundruð manna frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og stendur ekki til að láta yfirvöld þar vita. 11. júní 2025 16:50
Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur. 11. júní 2025 11:52
Öldungadeildarþingmaður borinn út af blaðamannafundi Alex Padilla öldungadeildarþingmaður Demókrata í Bandaríkjunum var borinn út með valdi af blaðamannafundi Kristi Noem heimavarnarráðherra Bandaríkjanna í kvöld. 12. júní 2025 21:51