„Þetta eru alvarlegir stunguáverkar“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júní 2025 19:22 Ævar pálmi Pálmasson yfirmaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Vísir Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Það var á áttunda tímanum í morgun á Edition hótel í Reykjavík sem að lögreglan var kölluð til vegna alvarlegs atviks. Sérveit og fjórir sjúkrabílar voru einnig sendir á vettvang. Það var svo laust eftir hádegi sem tilkynning barst frá lögreglu um að tveir erlendir ferðamenn hafi fundist látnir á hótelinu. Krafist verður gæsluvarðhalds yfir sakborningi í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var frönsk kona á sextugsaldri flutt frá vettvangi alvarlega særð með stunguáverka. Hún hefur stöðu sakbornings í málinu og er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur með eggvopni á hótelherbergi. Maðurinn var einnig á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Þau voru franskir ríkisborgarar og voru úrskurðuð látin á vettvangi. Uppfært 19:51 - Konan hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstudagsins 20. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan lagt hald á hluti og muni Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, gat ekki staðfest hvort fjölskyldubönd væru meðal aðila í málinu. „Lögreglan fékk tilkynningu snemma í morgun um alvarlegt atvik á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang fundust tveir aðilar þar látnir og sá þriðji alvarlega slasaður með áverka og var fluttur á sjúkrahús. Þetta eru alvarlegir stunguáverkar.“ Sá sem var fluttur frá vettvangi með áverka er sú manneskja með stöðu sakbornings? „Sá aðilli er með réttarstöðu sakbornings og rannsóknin miðar að því hvort þarna hafi verið manndráp. Lögreglan hefur lagt hald á hluti og muni. Vettvangsrannsókn stendur yfir og mun standa yfir aðeins áfram.“ Enn fjölmargt á huldu Búið er að taka skýrslu af nokkrum aðilum í dag vegna málsins. Enn er á margt á huldu og rannsókn á frumstigi. Til að mynda liggur ekki fyrir hve langur tími leið frá því að atvikið átti sér stað og þar til að lögreglu bar að garði. Ævar sagði ekki til um hvort fíknifefni hafi verið á vettvangi eða hve lengi aðilarnir hafi verið á Íslandi og hvers eðlis ferð þeirra var. Þar að auki gaf hann ekki upp hver tilkynnti málið til lögreglu eða hvort þeir látnu og sakborningur hafi öll verið innrituð á sama herbergi. „Það er heilmikil rannsókn fram undan og eins og hefur komið fram er um að erlenda ríkisborgara að ræða og það er verið að vinna að því núna með þar til bærum yfirvöldum að hafa uppi á aðstandendum í þeirra heimalandi svo það er heilmikil rannsókn fram undan.“ Munuð þið fara fram á gæsluvarðhald? Já við munum fara fram á gæsluvarðhald yfri þessum aðila sem var fluttur á sjúkrahús með áverkanna. Hvernig ástandi er sá aðili í? „Eftir því sem mér skilst þá er ástandið stöðugt.“ Lögreglumál Hótel á Íslandi Reykjavík Manndráp á Reykjavík Edition Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Það var á áttunda tímanum í morgun á Edition hótel í Reykjavík sem að lögreglan var kölluð til vegna alvarlegs atviks. Sérveit og fjórir sjúkrabílar voru einnig sendir á vettvang. Það var svo laust eftir hádegi sem tilkynning barst frá lögreglu um að tveir erlendir ferðamenn hafi fundist látnir á hótelinu. Krafist verður gæsluvarðhalds yfir sakborningi í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var frönsk kona á sextugsaldri flutt frá vettvangi alvarlega særð með stunguáverka. Hún hefur stöðu sakbornings í málinu og er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur með eggvopni á hótelherbergi. Maðurinn var einnig á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Þau voru franskir ríkisborgarar og voru úrskurðuð látin á vettvangi. Uppfært 19:51 - Konan hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstudagsins 20. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan lagt hald á hluti og muni Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, gat ekki staðfest hvort fjölskyldubönd væru meðal aðila í málinu. „Lögreglan fékk tilkynningu snemma í morgun um alvarlegt atvik á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang fundust tveir aðilar þar látnir og sá þriðji alvarlega slasaður með áverka og var fluttur á sjúkrahús. Þetta eru alvarlegir stunguáverkar.“ Sá sem var fluttur frá vettvangi með áverka er sú manneskja með stöðu sakbornings? „Sá aðilli er með réttarstöðu sakbornings og rannsóknin miðar að því hvort þarna hafi verið manndráp. Lögreglan hefur lagt hald á hluti og muni. Vettvangsrannsókn stendur yfir og mun standa yfir aðeins áfram.“ Enn fjölmargt á huldu Búið er að taka skýrslu af nokkrum aðilum í dag vegna málsins. Enn er á margt á huldu og rannsókn á frumstigi. Til að mynda liggur ekki fyrir hve langur tími leið frá því að atvikið átti sér stað og þar til að lögreglu bar að garði. Ævar sagði ekki til um hvort fíknifefni hafi verið á vettvangi eða hve lengi aðilarnir hafi verið á Íslandi og hvers eðlis ferð þeirra var. Þar að auki gaf hann ekki upp hver tilkynnti málið til lögreglu eða hvort þeir látnu og sakborningur hafi öll verið innrituð á sama herbergi. „Það er heilmikil rannsókn fram undan og eins og hefur komið fram er um að erlenda ríkisborgara að ræða og það er verið að vinna að því núna með þar til bærum yfirvöldum að hafa uppi á aðstandendum í þeirra heimalandi svo það er heilmikil rannsókn fram undan.“ Munuð þið fara fram á gæsluvarðhald? Já við munum fara fram á gæsluvarðhald yfri þessum aðila sem var fluttur á sjúkrahús með áverkanna. Hvernig ástandi er sá aðili í? „Eftir því sem mér skilst þá er ástandið stöðugt.“
Lögreglumál Hótel á Íslandi Reykjavík Manndráp á Reykjavík Edition Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira