Gaslýsing Guðlaugs Þórs Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 18. júní 2025 10:31 Það vakti athygli mína að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lét í það skína í viðtali á Vísi þann 17. júní að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) mistúlkaði regluverk sem umhverfisráðuneytið hans stóð fyrir að innleiða síðasta sumar. Regluverk sem hefur leitt til aukins flækjustigs í umsóknarferli nýrra veitingastaða. Í regluverkinu er skýrt kveðið á um að nýir veitingastaðir þurfi að fara í gegnum fjögurra vikna umsagnar- og auglýsingarferli áður en starfsleyfi er veitt. Þetta hefur gert opnun nýrra veitingastaða erfiðara og tímafrekari. Sem fyrrverandi formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ), staðfesti ég að bæði HER og SHÍ gerðu ítarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á sínum tíma og bentu á mögulegar afleiðingar þessarar nýju nálgunar. Þær ábendingar voru skýrar og rökstuddar, en engu að síður var regluverkið innleitt óbreytt. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að umræða eigi sér stað um hvernig megi einfalda og bæta starfsleyfisferlið og hefur umræða um umsóknarferlið verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Sjálfur er ég þeirra skoðunar að margt er hægt að bæta til að gera starfsleyfis umsóknarferlið skilvirkara fyrir fyrirtæki t.d. með þvi að sameina heilbrigðiseftirlitssvæðin á höfuðborgarsvæðinu undir eitt eftirlitsvæði. Hins vegar tel ég það ekki réttlátt að varpa ábyrgð á túlkun eða framkvæmd niður á fagfólk eftirlitsaðila, sérstaklega þegar skýrar reglur voru settar af hálfu stjórnvalda sjálfra. Slík framsetning dregur úr trausti á kerfinu og þeim sem sinna mikilvægu eftirlitshlutverki í þágu almennings. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík, formaður SHÍ og fyrrum formaður Heilbrigðisnefndar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Haukur Sverrisson Framsóknarflokkurinn Heilbrigðiseftirlit Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli mína að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lét í það skína í viðtali á Vísi þann 17. júní að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) mistúlkaði regluverk sem umhverfisráðuneytið hans stóð fyrir að innleiða síðasta sumar. Regluverk sem hefur leitt til aukins flækjustigs í umsóknarferli nýrra veitingastaða. Í regluverkinu er skýrt kveðið á um að nýir veitingastaðir þurfi að fara í gegnum fjögurra vikna umsagnar- og auglýsingarferli áður en starfsleyfi er veitt. Þetta hefur gert opnun nýrra veitingastaða erfiðara og tímafrekari. Sem fyrrverandi formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ), staðfesti ég að bæði HER og SHÍ gerðu ítarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á sínum tíma og bentu á mögulegar afleiðingar þessarar nýju nálgunar. Þær ábendingar voru skýrar og rökstuddar, en engu að síður var regluverkið innleitt óbreytt. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að umræða eigi sér stað um hvernig megi einfalda og bæta starfsleyfisferlið og hefur umræða um umsóknarferlið verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Sjálfur er ég þeirra skoðunar að margt er hægt að bæta til að gera starfsleyfis umsóknarferlið skilvirkara fyrir fyrirtæki t.d. með þvi að sameina heilbrigðiseftirlitssvæðin á höfuðborgarsvæðinu undir eitt eftirlitsvæði. Hins vegar tel ég það ekki réttlátt að varpa ábyrgð á túlkun eða framkvæmd niður á fagfólk eftirlitsaðila, sérstaklega þegar skýrar reglur voru settar af hálfu stjórnvalda sjálfra. Slík framsetning dregur úr trausti á kerfinu og þeim sem sinna mikilvægu eftirlitshlutverki í þágu almennings. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík, formaður SHÍ og fyrrum formaður Heilbrigðisnefndar í Reykjavík.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun